Sex and the City leikari verður yfirmaður Banks

Eins og við sögðum frá í október, þá mun Elizabeth Banks leika í myndinni Walk of Shame þegar tökum lýkur á The Hunger Games: Catching Fire, þar sem hún leikur hina skrautlegu Effie Trinket.
Nú hefur leikarinn Willie Garson úr sjónvarpsþáttunum Sex And The City, bæst í leikarahóp Walk of Shame.

Garson lék eins og margir muna, samkynhneigðan vin Carrie Bradshaw í Sex and the city.

Walk of Shame fjallar um metnaðargjarnan fréttaþul ( Banks )  hjá sjónvarpsstöð í Los Angeles, sem klúðrar prufuupptöku fyrir draumastarfið. Hún ákveður að sleppa algjörlega fram af sér beislinu og djammar fram í rauðan dauðann alla nóttina og vaknar í rúmi með ókunnugum manni, peningalaus, bíllaus, minnislaus og með skilaboð á símanum frá umboðsmanninum sem segir henni að hún hafi í raun og veru komið komið best út í prufunum.

Nú þarf hún að feta sig skömmustuleg í gegnum slæmt hverfi, til að komast í sjónvarpssal fyrir kl. 17.

Garson mun leika yfirmann Banks í Walk of Shame.

Leikstjóri verður Steven Brill sem einnig skrifar handritið. Hann hefur áður leikstýrt  Drillbit TaylorWithout a Paddle og Mr. Deeds.

Walk of Shame er væntanleg í bíó árið 2014.