Náðu í appið

Nýtt á Vodafone Leigunni

SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn S.J. Clarkson
Sjúkraflutningamaðurinn Cassandra Webb byrjar að finna fyrir skyggnigáfu og getur séð framtíðina. Hún þarf nú að horfast í augu við atburði úr fortíðinni og vernda þrjár ungar konur fyrir dularfullum fjandmanni sem vill þær feigar.
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Adam Wingard
Eftir hrikaleg fyrri átök hinna tveggja risa þurfa Godzilla og King Kong að stilla saman strengi til að berjast gegn skelfilegri ógn sem útrýmt gæti bæði þeim og öllum öðrum á Jörðinni.
GamanDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Marc Turtletaub
Fljúgandi diskur lendir í garði eldri manns, Milton, sem á við minnisvandræði að stríða. Hann nær góðum tengslum við geimveruna sem hann kallar Jules sem er í fyrstu lafhrædd inni í geimfarinu. Málin flækjast þegar tveir nágrannar fá veður af geimverunni og fljótlega blandast yfirvöld í málið.
Gaman
Leikstjórn Rightor Doyle
Eitt villt kvöld, ofboðslega bældur maður, óþvingaði ungi maðurinn sem færir honum farsælan endi, og öll lífin sem þeir skemma á leiðinni.
GamanDramaTónlist
Hjómsveitin Fisherman´s Friends vill fylgja óvæntum vinsældum fyrstu plötu sinnar "No Hopers, Jokers and Rogues" eftir og gefa út nýja plötu. Það er hægara sagt en gert, enda fátt eins erfitt og einmitt það og pressan mikil.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Jesse V. Johnson
Eftir að fyrrum stöðvarstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA kemst að því að dauði eiginkonu hans var ekki slys, sogast hann inn í undirheima njósna. Þar tekur hann upp samstarf við andstæðing sinn til að upplýsa um samsæri sem breytt gæti öllu sem hann áður hélt að hann vissi.
Drama
Leikstjórn Agnieszka Holland
Sýrlensk flóttafjölskylda, enskukennari frá Afganistan og landamæravörður mætast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands.
DramaFjölskylda
Mina er 12 ára. Henni bregður í brún þegar frægur götudansari byrjar í skólanum hennar. Hún ákveður í kjölfarið að taka þátt í áheyrnaprufum fyrir danshóp til þess að ganga í augun á nýja stráknum. Eina vandamálið er að hún kann ekki að dansa!
GamanÆvintýriTeiknað
Magda er sál skógarins og sér um að vernda hann fyrir ágangi mannfólksins. Þegar hún verður ástfangin af mannveru, tónlistarmanninum Lúkasi, vandast málið heldur betur, því nú stendur hún frammi fyrir vali á milli þess sem er hjartanu kærast eða skógarins sem þarf nauðsynlega á henni að halda eigi hann að blómstra og dafna.
GamanDramaÍslensk mynd
Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
GamanÆvintýriTeiknað
Örkina hans Nóa rekur úti á opnu úthafinu og um borð eru aldavinirnir Finny og Leah. En eftir að hafa ekki séð til lands í margar vikur þá eru matarbirgðir bráðum á þrotum. Friðurinn á milli kjötætanna og grasbítanna gæti brostið á hverri sekúndu. Eftir nokkur óhöpp detta þau útbyrðis ásamt síðustu matarbitunum. Leah og Jelly eru föst á eyðieyju. Finny vaknar í skrýtinni nýlendu þar sem undarlegar verur búa saman í sátt og samlyndi í nágrenni við ógnandi eldfjall! Nú hefst mikið kapphlaup við tímann og Finny þarf að bjarga vinum sínum, sameina fjölskylduna og bjarga nýlendunni frá algjörri eyðileggingu.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jessica Hausner
Ungfrú Novak gengur til liðs við starfsfólk alþjóðlegs heimavistarskóla til að kenna meðvitaða matarhegðun og hvetur nemendur sína til þess að borða minna.
DramaStríðSöguleg
Leikstjórn Jonathan Glazer
Yfirmaður Auschwitz útrýmingarbúða Nasista, Rudolf Höss, og eiginkona hans Hedwig, leggja sig fram um að byggja upp draumalíf fyrir fjölskylduna í húsi með fallegum garði rétt við hlið búðanna.
Spenna
Leikstjórn Ross Boyask
Fyrrum sérsveitarmaðurinn John Gold fær tækifæri til að koma Sean Teague - manninum sem sveik teymið hans í hinstu ferð þess í Austur-Evrópu mörgum árum áður, í herfangelsi, þó hann væri miklu frekar til í að sjá hann dauðan og grafinn. Leiðin í fangelsið er þó ekki greið því félagar Teague vilja frelsa hann og leyniskytta vill drepa hann.
Heimildarmynd
Leikstjórn Anna Hints
Heimildarmynd þar sem fylgst er með konum sem endurheimta styrk sinn í saunaböðum. Þær tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni og leyndarmálum sem áhorfandinn fær að taka þátt í.
DramaSpennutryllirGlæpa
Samuel finnst látinn í snjónum fyrir utan kofann úti í sveit þar sem hann bjó ásamt eiginkonunni Söndru, þýskum rithöfundi, og sjóndöprum ellefu ára syni þeirra Daniel. Dauðinn er úrskurðaður grunsamlegur og Sandra er kærð fyrir morð og leidd fyrir rétt. Daniel lendir mitt á milli og réttarhöldin taka sinn toll af sambandi þeirra mæðgina.
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn John Lee Hancock
Útbrunna löggan Deke og fíkniefnalöggan Baxter, vinna saman að því að elta uppi raðmorðingja. Deke hefur nef fyrir smátriðum, sem hjálpar mikið til við lausn málsins, en hann er ekki tilbúinn að fara á svig við lög og reglur, sem veldur spennu milli mannanna. Draugar fortíðar sækja einnig að Deke.
DramaSöngleikur
Leikstjórn Blitz Bazawule
Saga sem nær yfir áratugi og fjallar um ást og þolgæði einnar konu á leið til frelsis og sjálfstæðis. Celie mætir ýmsum hindrunum í lífinu en finnur að lokum gríðarlegan styrk og von í órjúfanlegum systraböndum.
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunum þannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafnfúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann reiknar hins vegar ekki með er að þótt hann geti í sjálfu sér stolið því efnislega sem tengt er jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá?
Útgefin: 28. febrúar 2019