Náðu í appið

Nýtt á Vodafone Leigunni

GamanDramaÍslensk mynd
Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
GamanÆvintýriTeiknað
Örkina hans Nóa rekur úti á opnu úthafinu og um borð eru aldavinirnir Finny og Leah. En eftir að hafa ekki séð til lands í margar vikur þá eru matarbirgðir bráðum á þrotum. Friðurinn á milli kjötætanna og grasbítanna gæti brostið á hverri sekúndu. Eftir nokkur óhöpp detta þau útbyrðis ásamt síðustu matarbitunum. Leah og Jelly eru föst á eyðieyju. Finny vaknar í skrýtinni nýlendu þar sem undarlegar verur búa saman í sátt og samlyndi í nágrenni við ógnandi eldfjall! Nú hefst mikið kapphlaup við tímann og Finny þarf að bjarga vinum sínum, sameina fjölskylduna og bjarga nýlendunni frá algjörri eyðileggingu.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jessica Hausner
Ungfrú Novak gengur til liðs við starfsfólk alþjóðlegs heimavistarskóla til að kenna meðvitaða matarhegðun og hvetur nemendur sína til þess að borða minna.
DramaStríðSöguleg
Leikstjórn Jonathan Glazer
Yfirmaður Auschwitz útrýmingarbúða Nasista, Rudolf Höss, og eiginkona hans Hedwig, leggja sig fram um að byggja upp draumalíf fyrir fjölskylduna í húsi með fallegum garði rétt við hlið búðanna.
Spenna
Leikstjórn Ross Boyask
Fyrrum sérsveitarmaðurinn John Gold fær tækifæri til að koma Sean Teague - manninum sem sveik teymið hans í hinstu ferð þess í Austur-Evrópu mörgum árum áður, í herfangelsi, þó hann væri miklu frekar til í að sjá hann dauðan og grafinn. Leiðin í fangelsið er þó ekki greið því félagar Teague vilja frelsa hann og leyniskytta vill drepa hann.
Heimildarmynd
Leikstjórn Anna Hints
Heimildarmynd þar sem fylgst er með konum sem endurheimta styrk sinn í saunaböðum. Þær tengjast nánum böndum, deila reynslu sinni og leyndarmálum sem áhorfandinn fær að taka þátt í.
DramaSpennutryllirGlæpa
Samuel finnst látinn í snjónum fyrir utan kofann úti í sveit þar sem hann bjó ásamt eiginkonunni Söndru, þýskum rithöfundi, og sjóndöprum ellefu ára syni þeirra Daniel. Dauðinn er úrskurðaður grunsamlegur og Sandra er kærð fyrir morð og leidd fyrir rétt. Daniel lendir mitt á milli og réttarhöldin taka sinn toll af sambandi þeirra mæðgina.
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn John Lee Hancock
Útbrunna löggan Deke og fíkniefnalöggan Baxter, vinna saman að því að elta uppi raðmorðingja. Deke hefur nef fyrir smátriðum, sem hjálpar mikið til við lausn málsins, en hann er ekki tilbúinn að fara á svig við lög og reglur, sem veldur spennu milli mannanna. Draugar fortíðar sækja einnig að Deke.
DramaSöngleikur
Leikstjórn Blitz Bazawule
Saga sem nær yfir áratugi og fjallar um ást og þolgæði einnar konu á leið til frelsis og sjálfstæðis. Celie mætir ýmsum hindrunum í lífinu en finnur að lokum gríðarlegan styrk og von í órjúfanlegum systraböndum.
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunum þannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafnfúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann reiknar hins vegar ekki með er að þótt hann geti í sjálfu sér stolið því efnislega sem tengt er jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá?
Útgefin: 28. febrúar 2019
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Kirk De Micco
Hin sextán ára gamla Ruby Gillman kemst að því að hún tilheyrir goðsagnakenndri neðansjávar konungsfjölskyldu risasjóskrímsla. Örlög hennar breytast við þetta og verða meiri og stærri en hún gat nokkurn tímann gert sér í hugarlund.
Drama
Líf fólks í bænum Owl í Norður Dakoka árið 1983 umturnast þegar sögulegur blindbylur dynur á bænum. Við fylgjumst með hinum roskna Horace, sem eyðir dögunum að mestu á kaffihúsinu í bænum, unglingnum Mitch, þunglyndum vara-liðsstjórnanda í amerískum fótbolta, og nýráðnum enskukennara, Julia.
Drama
Saga Greg Laurie sem elst upp við kröpp kjör ásamt móður sinni Charlene á áttunda áratug tuttugustu aldarinnar. Laurie og hópur ungs fólks fer til suður Kaliforníu til að leita sannleika og frelsis. Laurie hittir Lonnie Frisbee, heillandi hippaprest, og séra Chuck Smith sem hafa galopnað kirkju sína fyrir ungu fólki. Í hönd fer mesta trúarbylting í sögu Bandaríkjanna.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Benjamin Renner
Andafjölskylda reynir að sannfæra ofverndandi föðurinn um að fara í besta sumarfrí allra tíma.
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Ran Huang
Á skandinavískum geðspítala á tíunda áratug tuttugustu aldarinnar játar maður að nafni Mads Lake á sig fjölda morða og er sakfelldur. En Anna Rudebeck sálfræðingur og lögreglumaðurinn Soren Rank vilja komast að hinu sanna í málinu, á sama tíma og sívaxandi meðvirkni gæti heltekið þau öll.
SpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Matt Vesely
Örvæntingarfull ung blaðakona snýr sér að hlaðvarpsgerð til að bjarga starfsferlinum. En kapp hennar í að finna æsifréttir leiðir til þess að hún kemst á snoðir um samsæri utan úr geimnum, þegar hún finnur skrýtinn steindranga.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ole Bornedal
Dóttir Martins, Emma, ​​hittir Wörmer sem er í einangrun í fangelsi. Það vekur hinn dæmda lögreglustjóra úr dái og hrindir af stað örlagaríkum atburðum.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Andrew Cumming
Á steinöld fer hópur frummanna af stað í leit að nýju landsvæði. En þegar þá grunar að einhver ill og dularfull vera sé á eftir þeim neyðast þeir til að mæta hættu sem þeir gátu ekki gert sér í hugarlund.
GamanRómantík
Leikstjórn Wes Anderson
Myndin gerist í skálduðum bandarískum eyðimerkurbæ árið 1955. Dagskrá stjörnuskoðunarráðstefnu unglinga fær óvænta truflun af heimssögulegum atburðum.