Vinsælast á leigunni - 30. des. til 1. jan. 2017

1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Myndin fjallar um hina gleymnu Dóru og leit hennar að fjölskyldu sinni. Sagan gerist um sex mánuðum eftir atburðina í fyrri myndinni, Leitin að Nemó. Allt í einu byrja minningar úr æsku Dóru að rifjast upp fyrir henni og um leið að hún á fjölskyldu einhvers staðar. Þetta leiðir til þess að hún heldur ásamt Merlin og Nemó í leit að ættingjum sínum og liggur leiðin alla leið frá kóralrifinu þar sem þau eiga heima að ströndum Kaliforníu þar sem óvæntar uppgötvanir bíða.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Renaud
Söguþráður Myndin gerist í blokk í Manhattan í New York. Líf Max, sem hingað til hefur verið uppáhalds gæludýrið á heimilinu, breytist skyndilega þegar eigandi hans kemur heim með hundræksni að nafni Duke. Þeir verða að semja frið þegar þeir uppgötva að hin mjög svo yndislega kanína Snowball er að setja saman her af yfirgefnum gæludýrum til að hefna sín á öllum gæludýrum sem lifa í góðu yfirlæti hjá eigendum sínum.
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn David Ayer
Söguþráður Suicide Squad er byggð á samnefndum teiknimyndablöðum frá DC-Comics og segir frá nokkrum and-hetjum sem hafa hingað til notað hæfileika sína til illra verka, enda eru þær allar í fangelsi. Dag einn býðst þeim að sameina krafta sína í sérsveit á vegum stjórnarinnar og takast á hendur það verkefni að stöðva yfirvofandi ógn. Verkið er lífshættulegt í meira lagi, en ef sveitin getur stillt saman strengi sína og náð árangri gæti það orðið til þess að dómar yfir þeim yrðu mildaðir. Og að sjálfsögðu slá and-hetjurnar til, enda hafa þær engu að tapa ...
4. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Myndin er byggð á þekktri bók eftir Dr. Seuss. Inni í snjókorni er töfralandið Whoville. Í Whoville búa the Whos, og þar elska allir jólin. En fyrir utan bæinn býr Trölli, sem óskemmtilegur náungi sem hatar jólin, og ákveður að stela jólunum frá the Whos, sem hann hefur ekki minni andstyggð á. Lítil stúlka, Cindy Lou Who, ákveður hinsvegar að reyna að vingast við Trölla.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Todd Phillips
Söguþráður War Dogs er byggð á sannri sögu þeirra Davids Packouz og Efraims Diveroli sem árið 2007 lönduðu 300 milljón dollara vopnasölusamningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítugir að aldri.
6. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Myndin segir frá risanum BFG sem fer með hina 10 ára gömlu Sophie til Risalands, þar sem hann sýnir henni Draumalandið, staðinn þar sem hann safnar saman töfradraumum sem rata svo inn í huga krakka á meðan þeir sofa. En þegar aðrir risar, ekki eins vinsamlegir, frétta af komu Sophie, þá verða þeir allt annað en ánægðir. Sophie og nýi besti vinur hennar þurfa nú að finna drottninguna til að fá hjálp við að koma aftur á friði í Risalandi, og í heiminum öllum.
7. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Sharon Maguire
Söguþráður Sagan um hina skemmtilegu en seinheppnu Bridget Jones heldur hér áfram, en hún er nú komin á fimmtugsaldurinn og er á milli manna ef svo má segja því sambandið við Mark Darcy hefur verið losaralegt um leið og hún hefur kynnst nýjum manni, hinum heillandi draumaprinsi Jack Qwant. Eins og í fyrri myndunum um Bridget Jones er það húmorinn og rómantíkin sem ræður ríkjum í lífi og starfi Bridgetar þótt alvaran sé auðvitað aldrei langt undan. Þegar hún verður nú ófrísk af sínu fyrsta barni kemur í ljós að hún veit ekki hver er faðirinn ...
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Paul Greengrass
Söguþráður Nokkur ár eru liðin frá því Jason Bourne lét sig hverfa eftir atburðina sem sagði frá í myndinni The Bourne Ultimatum. Tímann hefur hann notað til að fá minni sitt aftur og nú er komið að því að hann vill fá lokasvör frá þeim sem þekkja fortíð hans betur.
9. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Jeremiah S. Chechik
Söguþráður Clark Wilhelm Griswold langar að halda hin fullkomnu Griswold fjölskyldujól. Eftir margra mánaða undirbúning býður hann bæði foreldrum sínum og tengdaforeldrum, og einnig frænda sínum Louis og elliærri frænku sinni Bethany. Clark að óvörum mætir hinn groddaralegi frændi konu hans, Eddie, ásamt allri fjölskyldunni í húsbílnum sínum. Clark er búinn að undirbúa húsið og skreyta með meira en 20.000 ljósaperum og búinn að ná í risastórt jólatré sem passar eiginlega ekki inn í stofuna. Fljótlega fara að koma brestir í alla framkvæmdina, kalkúninn er ekki eins og hann átti að vera, köttur frænkunnar nagar í sundur rafmagnskapal og Louis kveikir í trénu. Til að kóróna allt saman þá fær hann ekki langþráðan jólabónus frá fyrirtækinu, og þá sýður endanlega upp úr hjá okkar manni.
10. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Chris Columbus
Söguþráður Kevin McCallister er mættur aftur. Í þetta skiptið er hann í New York borg með nóg af peningum og kreditkortum, og ákveður að skemmta sér eins og hann getur, og breyta borginni í sinn eigin leikvöll. En Kevin er ekki einn lengi, því að hinir illræmdu bjánabandíttar, Harry og Marv, ennþá í sárum eftir síðustu viðskipti sín við Kevin, eru líka mættir á svæðið, og ætla núna fremja rán aldarinnar. Kevin er tilbúinn með gildrurnar sínar, og bandíttarnir eiga ekki von á góðu.
11. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Söguþráður Link er fyrrverandi fangi sem býr nú í hjólhýsi og hefur í sig og á með húðflúri. Dag einn hringir dauðhrædd dóttir hans í hann eftir að hafa flækst inn í morðmál og þar með má segja að friðurinn sé úti hjá okkar manni ...
12. sæti - Aftur á lista
SpennumyndTeiknimynd
Leikstjórn Steven C. Miller
Söguþráður Eftir ofbeldisfullt bankarán beinist grunur lögreglunnar fljótlega að eiganda bankans og félögum hans. En hér er sannarlega ekki allt sem sýnist. Bruce Willis leikur hér bankastjórann Hubert sem FBI-lögreglumanninn Montgomery grunar að hafi skipulagt rán í sínum eigin banka, enda ýmislegt sem bendir til þess. En þegar annað samskonar rán er framið í öðrum banka áttar Montgomery sig á að málið er mun flóknara en hann gerði sér í hugarlund.
13. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantískÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn John Favreau
Söguþráður Buddy var á munaðarleysingjahæli sem barn en stalst í burtu í poka jólasveinsins og endaði á norðurpólnum. Seinna, þegar hann er orðinn fullvaxinn maður, sem óvart var alinn upp af álfum, þá leyfir jólasveinninn honum að koma með sér til New York til að finna föður sinn, Walter Hobbs. Hobbs, sem er á svörtum lista jólasveinsins fyrir að vera samviskulaus durtur, vissi ekkert um tilvist Buddy. Buddy, nýtur hinsvegar lífsins í New York, eins og álfi einum er lagið. Þegar Buddy fer að trufla vinnuna hjá Walter, þá neyðist hann til að endurskoða forgansröðunina hjá sér.
14. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Thea Sharrock
Söguþráður Louisa Clark býr í litlu þorpi í Englandi og hefur átt í miklum vandræðum með að fá vinnu til að hjálpa fjölskyldu sinni að framfleyta sér. Dag einn býðst henni að annast ungan mann, athafnamanninn William Traynor, sem lamaðist eftir mótorhjólaslys og það á eftir að breyta lífi þeirra beggja.
15. sæti - Aftur á lista
FjölskyldumyndStuttmyndTeiknimynd
Leikstjórn Max Lang, Jakob Schuh
Söguþráður Sagan um músina snjöllu sem bæði refurinn, uglan og snákurinn vildu gjarnan hafa í matinn. Lítilli mús tekst að hræða í burtu ref, uglu og snák, með því að segja þeim að hún sé að bíða eftir vini sínum, hinum ófrýnilega og hræðilega Gruffalo. Músin trúir því í raun ekki að Gruffalo sé til, en hann er samt til í raun og veru og vill líka éta músina, rétt eins og hin þrjú. En músin sleppur frá því að verða étin með því að plata Gruffalo og telja honum trú um hver sé í raun hræðilegasta veran í skóginum.
16. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Jared Hess
Söguþráður Eftir að öryggisvörðurinn David Scott Ghantt fremur bíræfið peningarán tekst honum að komast undan yfirvöldum í undarlega langan tíma um leið og hann og samverkafólk hans lifir sannkölluðu lúxuslífi þeirra sem vita ekki aura sinna tal. Myndin sækir innblásturinn í svokallað Loomis Fargo-rán sem átti sér stað að kvöldi 4. október árið 1997 í bænum Charlotte í Norður Karólínuríki Bandaríkjanna. Öryggisverðinum David Scott Ghantt tókst þá að hafa á brott með sér heilar 17,3 milljónir dollara (um 27 milljónir á núvirði) í peningum úr peningageymslu öryggisfyrirtækisins sem hann vann hjá, Loomis Fargo, en peningarnir voru í eigu banka og því var ránið tæknilega séð bankarán. Lögreglunni varð strax ljóst hver hafði verið að verki enda sást ræninginn vel á öryggismyndavélum. Daginn eftir hófst umfangsmikil leit að David og samverkafólki hans sem óhætt er að segja að hafi hagað sér undarlega með allar þessar milljónir dollara í vösunum.
17. sæti - Aftur á lista
BarnamyndFjölskyldumyndSöngleikur
Söguþráður Hér sjáum við álfa, mannabörn, dreka og aðrar furðuverur kljást um örlög álfheima. Sagan hefst á því að Benedikt ákveður að bjóða Dídí vinkonu sinni til álfheima, grunlaus um hvaða hætta er á ferð. Dökkálfarnir eru nefnilega komnir á stjá og þá er nú voðinn vís.
18. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Á lítilli eyju úti á ballarhafi búa nokkur dýr í sátt og samlyndi og verða mjög hissa þegar nýtt dýr, maður, nemur land á eyjunni og byrjar að gera alls konar hluti eins og t.d. að byggja hús! Til að byrja með eru dýrin á eyjunni hálfsmeyk við nýja gestinn og þar sem þau tala ekki mannamál líða nokkrir dagar þar til þau átta sig á að það sem hann hefur fram að færa gæti stórbætt þeirra eigið líf og gert það skemmtilegra. Ekki síst verður páfagaukurinn Makki ánægður því hann hefur lengi verið forvitinn um hvað sé handan hafsins og ef til vill getur Robinson Crusoe svalað forvitni hans. En málin taka óvænta og alvarlega stefnu þegar undirförul og illa innrætt kattakvikindi af sjóræningjaætt nema land í eynni, staðráðin í að ná þar öllum völdum. Þá kemur sér sannarlega vel að vera úrræðagóður, fljótur að hugsa og eiga mennskan vin ...
19. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Yates
Söguþráður Það eru mörg ár liðin frá því að John Clayton, öðru nafni Tarzan, kom til Lundúna þar sem hann býr nú ásamt sinni heittelskuðu Jane Porter. Dag einn er hann beðinn um að fara aftur til Kongó í opinberum viðskiptaerindum og veit auðvitað ekki að á bak við þá beiðni býr allt annað og meira en sýnist í fyrstu.
20. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Richard Curtis
Söguþráður Hér segir frá nokkrum ólíkum persónum sem þekkjast og tengjast mismikið sín á milli en eiga það allar sameiginlegt að vera að leita að hinni einu sönnu ást. En eins og allir vita eru vegir ástarinnar órannsakanlegir og það eiga allar þessar persónur eftir að upplifa, hver á sinn hátt.
Vinsælast í bíó - 30. des. til 1. jan. 2017