Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Valentine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æ hvað það væri nú gaman ef fólk myndi bara hætta að búa til þessar helvítis unglingahrollvekjur (fyndið að þetta skyldi flokkast undir hrollvekjur því persólega finnst mér Sesame street creepiari heldur en þessi viðbjóður).

Hefur maður séð eina unglingahrollvekju þá heur maður séð þær allar. Það er þessi sérstaka formúla yfir þessum myndum sem hinir svokölluðu kvikmyndagerðarmenn sem búa þær til myndu ekki láta sig dreyma um að breyta bara smá.

Valentine er bara ein af þessum mjög mörgum unglingahrollvekjum sem hafa komið út seinustu ár og ekkert öðruvísi sem slík, Denise Richards er virkilega hörmuleg og er ég á því að hér er komin ein versta leikkona kvikmyndasögunnar (gott dæmi um manneskju sem kemst áfram á lúkkinu).

Það er svosem ekkert meira sem ég vill segja um þessa mynd nema það að þetta er hörmuleg mynd og hvet ég alla til að sjá hana ekki (ekki einu sinni á rúv)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei