Bond bílar í kröppum dansi

Land Rover Defender jeppinn er í aðalhlutverki í nýju myndbandi sem var frumsýnt á dögunum, en þar eru áhættuleikarar úr nýju James Bond kvikmyndinni, No Time to Die, undir stýri, og láta jeppann finna allverulega fyrir því. Bíllinn leikur stórt hlutverk í myndinni.

Bílaleikur.

Í myndbandinu fáum við að fylgjast með áhættuökuþórnum Jess Hawkins þjösnast á jeppanum, í undirbúningi fyrir tökur á lykilatriðum í kvikmyndinni.

Hönnunarteymi Land Rover vann náið með tæknibrellumeistara myndarinnar, Chris Corbould, við útfærslu bílaatriðanna.

Bond bíllinn er byggður á Defender X gerðinni, í litnum Santorini Black, og bílarnir voru þeir fyrstu af 2020 árgerðinni til að vera smíðaðir í nýju Land Rover verksmiðjunum í Nitra í Slóvakíu, eins og fram kemur í grein á vef The National.

Jaguar Land Rover fyrirtækið hefur lengi átt í góðu samstarfi við EON framleiðslufyrirtækið sem framleiðir Bond kvikmyndirnar. Samstarfið hófst árið 1983 þegar Ranger Rover Convertible kom fram í James Bond kvikmyndinni Octopussy.

No Time to Die kemur í bíó hér á landi og annars staðar í heiminum 8. apríl 2020.

Kíktu á meðferðina á Land Rover bílunum hér fyrir neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=rfr01qtOX_M