RIFF myndir sem IMDb mælir með

Í dag er RIFF kvikmyndahátíðin að hálfna og hver fer að verða síðastur að sjá þær myndir sem eru sýndar. Það eru aðeins 5 dagar eftir og því fer maður að gera sér meir og meir grein fyrir hversu fáar af þeim 140 myndum sem eru í sýningu maður getur séð og margir fara eflaust að vanda valið mikið. Oft er gott að hafa eitthvern sér við hlið sem hefur séð margar myndir og getur sagt manni hvað maður á að forðast og hvað mikilvægt er að sjá. Annað sem hægt er að gera er að athuga einkuninna sem myndirnar fá á heimasíðunni IMDb.com (Internet Movie Database). Hér kemur listi yfir þær myndir sem fá 7.9 af 10 eða meira og því vafalaust hægt að mæla með þeim. Því til stuðnings má nefna að topp 250 listinn frægi á IMDB er einmitt með myndir sem fá allt frá 7.9 uppí 9.1 í einkun.

9.1 Ploddy the Police Car Makes a Splash

8.9 For 80 Days

8.5 Steam of Life
8.5 Good Fortune
8.5 Elio Petri: Notes on a Filmmaker

8.4 The Arrivals
8.4 Armadillo

8.3 Do It Again
8.3 Addicted in Afghanistan

8.1 One Hundred Mornings
8.1 Aurora

8.0 Investigation of a Citizen Above Suspicion
8.0 Which Way Home
8.0 Monica and David
8.0 Szürkület
8.0 Littlerock
8.0 Nuummioq

7.9 Budrus
7.9 Everyday but Sunday

Og þær sem þú ættir ef til vill að halda þér frá:

4.9 All Boys
4.9 Bad Faith
3.6 Drifting

Aðrar myndir fá eitthvað á bilinu 5.0 til 7.8 eða hafa ekki fengið 5 „votes“ á IMDb.

Hvaða mynd ætlar þú að sjá?

– Eysteinn Guðni