Náðu í appið
Öllum leyfð

Budrus 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

It takes a village to unite the most divided people on earth.

70 MÍNArabíska

Ólífubóndi í þorpinu Budrus, sem hafði sennilega aldrei ætlað sér leiðtogahlutverk, sameinar Palestínumenn og Ísraela til að forða því að þorp hans verði jafnað við jörðu en þar ætla Ísraelar að reisa aðskilnaðarvegg sinn. Ólíklegt virðist að honum verði ágengt en þá grípur 15 ára gömul dóttir hans til sinna ráða, safnar liði kvenna í... Lesa meira

Ólífubóndi í þorpinu Budrus, sem hafði sennilega aldrei ætlað sér leiðtogahlutverk, sameinar Palestínumenn og Ísraela til að forða því að þorp hans verði jafnað við jörðu en þar ætla Ísraelar að reisa aðskilnaðarvegg sinn. Ólíklegt virðist að honum verði ágengt en þá grípur 15 ára gömul dóttir hans til sinna ráða, safnar liði kvenna í þorpinu og ræðst til atlögu við vinnuvélar og skriðdreka Ísraelshers. Palestínumaðurinn Ayed Morrar leiðir saman félaga í Fatah-samtökunum og Hamas-hreyfingunni og ísraelska borgara í friðsamlegri baráttu gegn ísraelska aðskilnaðarmúrnum, sem rísa á nærri smáþorpinu Budrus á Vesturbakkanum, heimabæ Ayed. Aðskilnaðarmúrinn skilur að Palestíumenn og Ísraelsmenn. Kvikmyndin Budrus sýnir að friðarumleitanir hans í palestínska samfélaginu ganga vel. Ljóst er að rísi aðskilnaðarmúrinn við þorpið Budrus mun hann gjöreyða 120 hekturum af landi, eyða 3000 ólífutrjám og baka þorpsbúum mikinn tekjumissi. Í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að aðskilnaðarmúrinn rísi á þessum stað stofnar Ayed Morrar friðsama mótmælahreyfingu. Iltezam, fimmtán ára gömul dóttir Ayed, fetar í fótspor hans og kemur á laggirnar kvennahreyfingu sem berst fyrir sama málstað. Myndavélin fylgir frumkvöðlinum eftir í viðleitni hans til að gera hið ómögulega: að leiða Fatah-samtökin og Hamas saman, kynna til sögunnar kvenleiðtoga og bjóða hundruðum Ísraelsmanna í þorpið sitt til að styðja málstaðinn. Margir aðgerðasinnar frá Budrus halda friðsamlegri baráttu sinni áfram í þorpum eins og Bil’in, Nabi Saleh og Sheikh Jarrah í Austur-Jerúsalem. Kvikmyndin Budrus veitir forvígismönnum úr ýmsum áttum tækifæri til að tjá skoðanir sínar: palestínskum leiðtogum friðarhreyfingarinnar og ísraelskum stuðningsmönnum þeirra, Doron Spielman, talsmanni ísraelskra stjórnvalda, og yfirmanni landamæralögreglunnar sem hefur bækistöð í Budrus.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.10.2011

Amnesty International stendur fyrir kvikmyndaveislu

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Amnesty International á Íslandi. Amnesty International, í samstarfi við Bíó Paradís, stendur fyrir kvikmyndadögum dagana 3.-13. nóvember næstkomandi. Áhorfendum kvikmyndadaga er boðið ...

28.09.2010

RIFF myndir sem IMDb mælir með

Í dag er RIFF kvikmyndahátíðin að hálfna og hver fer að verða síðastur að sjá þær myndir sem eru sýndar. Það eru aðeins 5 dagar eftir og því fer maður að gera sér meir og meir grein fyrir hversu fáar af þeim...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn