Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Miesten vuoro 2010

(Gufa lífsins, Steam of Life)

Fannst ekki á veitum á Íslandi
81 MÍNFinnska

Naktir finnskir karlmenn í gufuböðum tala beint frá hjartanu í mynd þar sem ferðast er um Finnland í leit að mönnum í alls konar gufuböðum. Tilgangurinn er að fá þá til að segja sögur af ástinni, dauðanum, fæðingunni, vináttunni og lífinu almennt. Gufa lífsins opinberar naktar sálir mannanna á einstaklega ljóðrænan hátt.

Aðalleikarar


Naktir menn í gufubaði var ekki eitthvað sem ég hélt að væri gaman að horfa á, en það var búið að mæla með þessari mynd svo ég skellti mér. Hún er öll á finnsku sem er ekki gott þegar maður er lesblindur. Maður fylgist með nokkrum finnskum karlmönnum þar sem þeir segja frá sínum persónulegustu sögu úr lífinu. Hún er lítið myndskreitt eins og oft er gert þegar verið er að segja sögu sem gerði það ennþá erfiðara að fylgjast með, en það kemur ábyggilega mjög vel út ef maður er fljótur að lesa eða kann finnsku. En það er ekki að segja að ég hafi ekki náð neinu, alls ekki, þetta voru margar mjög áhugaverðar og dramatískar sögur. Ég fann vel hvað ég varð með minni fordóma þegar fólk er, já, alsbert að segja frá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn