Chernobyl Diaries (2012)16 ára
Frumsýnd: 29. júní 2012
Tegund: Hrollvekja
Leikstjórn: Bradley Parker
Skoða mynd á imdb 5.0/10 53,113 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Experiance the Fallout
Söguþráður
Myndin fjallar um sex unga ferðalanga sem fá þá hugmynd að gera eitthvað alveg nýtt í stað þess að feta troðnar slóðir annarra ferðamanna. Svo fer að þau ráða sér úkraínskan leiðsögumann sem fer með þau til hinnar yfirgefnu borgar Pripyat í Úkraínu en fólkið sem bjó þar þurfti að yfirgefa heimili sín í skyndi árið 1986 þegar einn af kjarnaofnum Tsjernobyl-kjarnorkuversins sprakk með þeim afleiðingum að banvæn geislun lagðist yfir borgina og risastórt landsvæði í kringum hana. Enginn hefur búið þarna síðan, a.m.k. ekki svo vitað sé. Eftir að hafa skoðað sig um í borginni, m.a. hvelfinguna þar sem kjarnaofninn sem sprakk hafði verið, og tími er til kominn að drífa sig aftur til baka, kemur í ljós að ungmennin og leiðsögumaðurinn komast hvorki lönd né strönd því bíll þeirra fer ekki í gang. Fljótlega er myrkur skollið á og ljóst að ferðalangarnir munu neyðast til að eyða nótt á þessum afvikna og drungalega stað. En þau eru ekki ein ...
Tengdar fréttir
20.03.2012
Oren Peli og hryllingurinn í Chernobyl
Oren Peli og hryllingurinn í Chernobyl
Fyrsta stiklan fyrir nýjustu kvikmynd framleiðandans Oren Peli, sem færði okkur hina óvæntu Paranormal Acivity, hefur ratað upp á yfirborðið. Myndin ber nafnið Chernobyl Diaries og er ekki found footage-mynd eins og flestir héldu. Myndin fylgir hópi ferðamanna á slóðum Chernobyl og kjarnorkuslyssins frá 1986, en í ljós kemur að staðurinn er ekki jafn yfirgefinn og þau grunaði. Þetta...
17.03.2012
Þýskir kvikmyndadagar í fullum gangi
Þýskir kvikmyndadagar í fullum gangi
Þessa vikuna standa yfir þýskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís. Hátíðinni lýkur þann 25. mars, og er hún haldin í samstarfi við  Goethe Institut, Sjónlínuna, Kötlu Travel, Sendiráð Þýskalands á Íslandi og RÚV.  Þetta er í annað skipti sem hátíðin er haldin, og þema hennar er að þessu sinni fjölskyldan í öllum sínum myndum. Í tilkynningu frá BíóParadís...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir