Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Lost Boys 1987

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Sleep all day. Party all night. Never grow old. Never die. It's fun to be a vampire.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Corey Feldman vann verðlaun sem besti ungi leikari í hryllingsmynd á Young Artist Awards.

Móðir og tveir synir hennar flytja í lítinn strandbæ í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Bærinn er plagaður af mótorhjólagengi og dulafullum dauðdögum. Yngri sonurinn vingast við tvo drengi sem segjast vera vampírubanar, en eldri sonurinn laðast að mótorhjólagengi eftir að hann kynnist fallegri stúlku í genginu. Eldri bróðirinn snýr nú við sólarhringnum,... Lesa meira

Móðir og tveir synir hennar flytja í lítinn strandbæ í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Bærinn er plagaður af mótorhjólagengi og dulafullum dauðdögum. Yngri sonurinn vingast við tvo drengi sem segjast vera vampírubanar, en eldri sonurinn laðast að mótorhjólagengi eftir að hann kynnist fallegri stúlku í genginu. Eldri bróðirinn snýr nú við sólarhringnum, sefur á daginn en vakir á næturnar, en yngri sonurinn fer að lenda í vandræðum vegna áhugamála vina hans. ... minna

Aðalleikarar


Ég var búinn að gleyma hvað þetta er mikil snilldar mynd. Þétt, spennandi, fyndin, og eðal 80´s fýlingur. Þetta var myndin sem byrjaði allt Corey Feldman og Corey Haim æðið. Þeir gerðu fjölmargar myndir saman eftir þessa t.d. License To Drive. Þessi mynd (ásamt Stand By Me) kom líka Kiefer Sutherland á kortið. Margir muna bara eftir Joel Schumacher sem gaurnum sem setti geirvörtur á Batman búninginn í Batman & Robin en hann hefur líka gert nokkrar góðar myndir. Mæli sem sagt með þessari þó svo að þið séuð ekki mikið fyrir vampýrur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vampýrugóð mynd
The Lost Boys gerist á vesturströnd bandaríkjanna og segir frá ungum manni(Jason Patric) sem verður vampýra eftir að hafa drukkið blóð annarar vampýru(Kiefer Sutherland). Bróðir þess fyrrnefnda(Corey Haim) leitar hjálpar frá Frog bræðrunum(Corey Feldman og Jamieson Newlander) sem starfa sem vampýrubanar þegar þeir eru ekki að selja myndasögur og nú hefst leitin að aðalvampýrunni en aðeins dauði hennar gerir restina af vampýrunum að mannfólki aftur. Þetta er alveg prýðismynd og full af hugmyndum sem hún notar, vel skrifuð, fyrirmyndarhúmor og Joel Schumacher leikstýrir bara nokkuð vel. Hann er alls ekki lélegur leikstjóri. Batman and Robin og Flatliners voru bara ekki nógu góðar. The Lost Boys er miklu skárri og ekki skil ég þetta hatur gagnvart The Number 23. Hvað um það, hér höfum við Kiefer Sutherland sem vampýru sem er mjög ánægjuleg sjón og Jason Patric gerir sína vampýru bitra og nær því vel. Corey Haim er hins vegar ekkert spes heldur er hann bara óþolandi stereótýpa. Frog bræðurnir eru mjög góðir báðir tveir þó svo að Corey Feldman sé eftirminnilegri af þeim tveim. Það sem gerir þessa mynd að pínulitlum vonbrigðum er að hún er aðeins of létt og ekki alveg drungalega snilldin sem hún hefði átt að vera. Fín mynd sem hægt er horfa á oftar en einu sinni og fær sléttar þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lost boys er unglinga-vampíru mynd og segir frá bræðrunum Michael(Jason Patric) og Sam(Corey Haim) sem flytja til Santa Carla með móður sinni Lucy(Dianne Wiest) til ruglaðs afa(Barnard Hughes) sem stoppar upp dýr. Santa Carla á víst að vera ein mesta glæpa borg heims og allt fullt af glæpa og mótorhjóla gengum. Fyrsta kvöldið í Santa Carla fara bræðurnir í tívóli í bænum og sá yngri Sam fer ínní myndasögu búð og hittir bræðurna Edgar(Corey Feldman) og Allan(Jamison Newlander) Frog sem reka búðina með dópum hippaforeldrum sínum og þeir eru á sama aldri og Sam. Frog bræðurnir vara hann við vampírum og gefa honum myndasöguna Vampires everywhere! Eldri bróðirinn Michael sér fallega stelpa sem heitir Star(Jami Gertz) og hann fer að umgangast hana og vini hennar sem eru mótorhjólagengi sem David(Kiefer Sutherland). En þessi hópur er ekki venjulegur,þau eru vampírur og drekka blóð,djamma sig í hel og sofa allan daginn og eru ódauðleg. Michael verður brátt einn af þeim og miklill hryllingur gerist í framhaldinu.




Þegar ég fékk Lost boys lánaða hjá vini mínum núna um helgina komst ég af því mér til mikills hryllings að hún er leikstýrð af Joel Schumacher,manninum sem slátraði Batman seríunni. Jú,léleg leikstjórn hans er hræðilega,hræðilega léleg og það er handritið og leikurinn líka. Frog bræðurnir eru líka hræðilega lélegar og illa leiknar persónur og eyðileggja myndina næstum ásamt áðurnefndum hlutum og heilum hellingi af hallærislegum og lélegum atriðum.




Lost boys er hreinræktuð-B mynd en hefur samt þó nokkuð mikið skemmtanagildi og er hin fínasta afþreying.Það eiga mjög líklega þónokkrir eftir að fíla þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis mynd fyrir þá sem vilja endunýja kynni sín við leikara sem ekki hefur mikið borið á á liðnum árum eins og Corey Haim,Corey Feldman og svo Kiefer Sutherland. Einnig má sjá menn eins og Jason Patric sem virðist halda sér betur í þessum bransa en hinir 3. Það er fínt að eiga þessa inni ef menn eru búnir að sjá allt það nýjasta á leigunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.04.2022

Gríðarlega sterk viðbrögð

Þrjár spennandi en nokkuð ólíkar myndir voru frumsýndar í bíóhúsum landsins gær, föstudaginn 1. apríl. Ein myndanna er íslensk sem er eins og alltaf sérstakt fagnaðarefni, Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttir. Ólíkindatólið Jared Leto ...

01.05.2020

20 magnaðar kynlífssenur í kvikmyndum

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki þátttakandi í því“ Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt sinn, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum. Sjálfur hefur...

22.12.2015

Lost Boys leikari látinn

Brooke McCarter, sem var best þekktur fyrir að leika Paul í kvikmyndinni The Lost Boys, er látinn 52 ára að aldri. McCarter hafði glímt við lifrarsjúkdóm um allnokkurt skeið, samkvæmt tilkynningu frá fjölskyldu hans ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn