Total Recall (2012)12 ára
Frumsýnd: 8. ágúst 2012
Tegund: Spennumynd, Vísindaskáldskapur, Ævintýramynd
Leikstjórn: Len Wiseman
Skoða mynd á imdb 6.3/10 203,804 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
What is real?
Söguþráður
Douglas Quaid er ósköp venjulegur maður sem vinnur í verksmiðju og á sér ágætt líf ásamt hinni fögru eiginkonu sinni, Lori. Samt er eins og eitthvað vanti og stundum finnst Douglas eins og líf hans sé of venjulegt. Hann langar í meiri spennu. Dag einn ákveður hann að heimsækja fyrirtækið Rekall, en það sérhæfir sig í að senda fólk í hugarferðalag hvert sem það vill fara þótt staðreyndin sé að ferðalagið er bara blanda af draumi og ímyndun þess sem í það fer. Douglas ákveður að skella sér í hugarferðalag en þegar verið er að setja ferðalag hans af stað verður einhvers konar bilun í búnaðinum þannig að hann fer hvergi. Þess í stað á hann allt í einu fótum sínum fjör að launa á flótta undan útsendurum yfirvalda sem vilja greinilega þagga niður í honum fyrir fullt og allt. Douglas er þessi atburðarás algjörlega hulin ráðgáta því hann veit ekki til þess að hann hafi gert nokkuð af sér. Hvað er að gerast? Getur verið að Douglas sé í raun að upplifa atburðarásina eins og hún er eða er þetta kannski allt saman ímyndun eða draumur?
Tengdar fréttir
12.08.2015
Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu
Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu
Arnold Schwarzenegger hefur sent frá sér myndbandið Overkill með öllum þeim sprengingum sem hafa orðið í öllum hans myndum. Kappinn skellti myndbandinu, eða ofurklippunni, á Youtube til að kynna atburðinn Omaze sem hann stendur fyrir. Fólk sem tekur þátt í honum gæti dottið í lukkupottinn og fengið að „sprengja upp hluti með Arnold“ til stuðnings verkefninu After School...
10.12.2012
Vinsæl íslensk spenna
Vinsæl íslensk spenna
Aðra vikuna í röð er íslenski spennutryllirinn Svartur á leik á toppi  íslenska DVD topplistans. Nýr í öðru sæti er harðhausatryllirinn Expendables 2 og í þriðja sæti Batman myndin The Dark Night Rises, niður um eitt sæti á milli vikna. Sjáðu stikluna úr Svartur á leik hér fyrir neðan: Í fjórða sæti, ný á lista er Total Recall með Colin Farrell, og í fimmta...
Trailerar
Stikla #2
Stikla
Umfjallanir
Svipaðar myndir