Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Harry Potter and the Order of the Phoenix 2007

(Harry Potter 5)

Justwatch

Frumsýnd: 11. júlí 2007

The Rebellion Begins

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Fimmta árið í lífi galdrastráksins Harry Potter einkennist af endurkomu hins illa Voldemorts og afneitun galdrasamfélagsins gagnvart því, en ráðuneytið sendir nýjan kennara til Hogwarts til að þagga niður í öllum mótbárum.

Aðalleikarar

Miklu betri en mig minnti
Fyrir mig er mjög erfitt að vera fullkomlega hlutlaus við Order Of The Phoenix, enda er bókin byggð á myndinni ekki einungis uppáhalds bókin mín frá seríunni, heldur er hún með mínum uppáhalds bókum. Þó ég játa að myndin kramdi 750 blaðsíðna bók mjög vel þá eru nokkrir hlutir úr bókinni sem ég hefði viljað sjá á skjánum meira. Sumt hefur lítil áhrif á framhaldið, sumt hefur stórt. Samt sem áður hefur myndin bæst töluvert í áliti hjá mér eftir að hafa horft á hana aftur. Reyndar bara mjög mikið.

Best er samt að byrja á kostunum. Af öllum myndunum sem hafa komið út (þegar þetta er skrifað þá á einungis síðasta myndin eftir að koma) þá er flæðið langbest í þessari mynd. Hún er ekki bara með þeim stystu (eða sú stysta) heldur hefur fáa sem enga daufa punkta. Mest allt sem skiptu miklu máli úr bókinni kemst inn í myndina, hafði mjög vel heppnað montage, flest atriðin hafa hæfilega lengd og er climaxinn æðislega byggður upp. Ég held að orðið epic sé gott orð til að lýsa honum.

Rupert Grint og Daniel Radcliffe bættu sig báðir frá síðustu mynd, þó hæfileikar þeirra í þessari mynd séu ekki í sömu hæð. Ég gef samt leikstjóranum, David Yates, plús fyrir að vita frekar vel hversu vel Daniel getur leikið. Karakterinn hans, sem er auðvitað titilkarakterinn sjálfur, fer ekki í sömu reiðiköst og hann gerði í bókinni, en ég efast um að Daniel hefði getað leikið það nógu vel. Emma Watson, hinsvegar, er á svipuðum nótum og hún var í síðustu tveimur myndum.

Michael Gambon stendur sig mun betur núna heldur en hann gerði í síðustu mynd, Goblet of Fire, þrátt fyrir að koma mjög lítið fram. Ralph Fiennes stendur sig líka miklu betur en í síðustu mynd. Myndin hefur þrjá nýðliða og það er orðið langt síðan það hefur komið fyrir í HP-kvikmyndunum að leikarar hafa eignað sér karakterinn sinn svona mikið. Evanna Lynch leikur Luna Lovegood eins og hún komi beint út úr bókinni, bæði útlitslega séð og hegðun hennar ("I hope there’s pudding", klassískt) og Imelda Staunton er alveg jafn mikil tík og hún var í bókinni, og kemur algjörlega með raunhæfasta illmenni seríunnar. Helena Bonham Carter var líka góður senuþjófur.

Tónlistin, handritið (það eina sem var ekki skrifað af Steve Kloves, en Michael Goldenberg stóð sig vel, sérstaklega með flæðið) kvikmyndatakan og tæknibrellurnar eru eins gott og áður og blandast vel við myndina en myndin er í nokkrum tilvikum slapplega klippt. Útlit og andrúmsloftið halda áfram að dimma og sömuleiðis karakterarnir. Á þessu tímapunkti er unglingaþeman orðin drullugóð og er frekar erfitt að geta ekki tengt sig við aðstæðurnar sem koma fyrir karakterarna, hvort sem það er hrifning að hinu kyninu eða að hafa jafnmikla tík og Umbridge sem kennara.

Fyrir mig eru helstu kvartanirnar það sem var tekið úr bókinni. Ég veit vel að margt þurfti að taka út, en það eru nokkur atvik sem mér fannst ekki eiga við. Dæmi eru þróun/dýpkun aukakaraktera og má þar nefna helst Neville og Ginny, undirsöguþræðir eins og ákveðin minning, mörg æðislega samtöl og mörg smáatriði. Þetta er það sem lætur myndina ekki vera sú allra bestu, en hún er algjörlega með þeim bestu. Þannig að lág 9 er við hæfi. Það var að minnsta kosti ein framhaldsmynd frá 2007 sem ég var ánægður með og hefur Order Of The Phoenix bæst vel í áliti hjá mér síðan þá.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Öðruvísi, betri
Myndin er miklu öðruvísi en hinar myndirnar sem eru líka góðar skemmtanir. Myndin er meira ,,í takt við tímann'' en hinar, sérstaklega byrjunaratriðin. Allar senur eru útpældar og hasaratriðin voða flott og þá er ég sérstaklega að tala um lokatriðið. Frábært. Myndin er mjög hröð, enda stysta myndin með lengstu bókina. Það virkar ágætlega, en hana mætti alveg lengja um korter eða svo.

Leikarnir eru fínir en Emma Watson er leiðinleg og ekki spes leikkona og ég sé ekki góða framtíð fyrir hana, svona eins og Carrie Fisher eftir Star Wars. Veit ekki hver er Harrison Ford í þessu öllu en Ron er alveg fínn leikari. Hef samt ekki séð hann í öðrum myndum en HP.

8/10
Góð afþreying
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hraði Potter
Ókei söguþráðurinn make-aði alveg sens en það sem var að honum var að hann gerðist allt of hratt, farið allt of hratt yfir hluti að svo maður náði ekki að melta þá áður en næsta atriði kom. Ég skil vel afhverju hún var þannig, vegna bókin var svo löng, en samt held ég að það hefði verið hægt að gera betur. Ég meina mynd eftir lengstu Harry Potter bókini er styðst allra myndana, hversu fáránlegt er það.

Leikararnir stóðu sig samt með prýði og ekkert vandamál með það, Gary Oldman var auðvitað flottur sem Sirius Black en mér finnt að hann hefði mátt vera meira í myndinni. Daniel Radcliffe hefur leikið Harry Potter bara mjög vel bara frá fyrstu myndinni og aðrir leikarar stóðu sig mjög vel. Heyrðu já Ralph Fienes sem Voldemort, ég held að enginn geti toppað það.

Allt er vel tölvugert í þessari mynd og flottar brellur og allt sérstaklega þar sem persónunar voru að fljúga á kústunum yfir London.

Semsagt þessi mynd er vel gerð, vel leikinn en söguþráðurinn gerist bara alltof hratt og það vantar svo mikið að maður er bara WTF.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki svo gott
Þessar myndir hafa verið mjög góðar að undanförnu en þessi er ekki alveg í þeim takt en hún er samt nokkuð góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var lang versta Harry potter myndinn og á því lyggur enginn vafi. Gæði myndarinnar, miða við hinar Potter myndirnar, eru léleg. Ég hef lesið bókina og ég verð að segja að það vantar ansi margt sem var i bókinni. Mér fanst bókinn reyndar dálítið langdreginn og það sama á við um myndina. Það er í rauninni ekki mikið sem er að gerast fyrr en í endan og mér fynst að leikstjórinn hefði geta gert þann part betri. Það sem kémur mér líka á óvart er að fimta bókinn var lengsta Potter bókinn en fimta myndin sú stysta. Þó ég gefi þessari mynd ekki meira en tvær stjörnur veit ég að allir harðir Potter aðdáendur eiga eftir að sjá hana, en ég ætla að vara fólk við sem ekki er búið að sjá hana að búast ekki við of miklu !!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.08.2020

Allar Harry Potter myndirnar sýndar í ágúst

Unnendur galdrastráksins Harry Potter og tilheyrandi kvikmyndabálk sérstaklega geta farið að skipuleggja metnaðarfullt bíómaraþon á komandi vikum. Í tilkynningu frá Sambíóunum er gefið upp að (endur)sýningar munu hefjast á öllu...

09.01.2008

People's Choice Awards finnur leið framhjá verkfal

People's Choice Awards voru veitt fyrir rétt um 4 klukkustundum síðan í 34.sinn á heldur óvenjulegan máta. Fyrir þá sem ekki vita þá eru People's Choice Awards verðlaun þar sem aðdáendurnir kjósa beint vinningshafa í fyr...

10.07.2011

Potter-maraþon: Order of the Phoenix

Ekki á morgun heldur hinn... Ekki gleyma því! Munið svo eftir búningunum ykkar, mætið södd og farið á klósettið á undan sýningu. Svo verðið þið að reyna á heppnina og taka þátt í leiknum okkar þar sem hæg...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn