Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Departed 2006

Justwatch

Frumsýnd: 27. október 2006

Lies. Betrayal. Sacrifice. How far will you take it?

151 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 85
/100
Óskarsverðlaun: Besta mynd, besti leikstjóri, besta klipping.

Í suðurhluta Bostonborgar á lögreglan í stríði við írsk-bandarísku mafíuna. Hinn ungi lögreglumaður Billy Costigan, sem vinnur á laun, er ráðinn til að smygla sér í raðir glæpagengis undir stjórn Frank Costello. Á meðan Billy öðlast fljótt traust Costello, þá hefur Colin Sullivan, ungur glæpamaður, komið sér í raðir lögreglunnar sem uppljóstrari... Lesa meira

Í suðurhluta Bostonborgar á lögreglan í stríði við írsk-bandarísku mafíuna. Hinn ungi lögreglumaður Billy Costigan, sem vinnur á laun, er ráðinn til að smygla sér í raðir glæpagengis undir stjórn Frank Costello. Á meðan Billy öðlast fljótt traust Costello, þá hefur Colin Sullivan, ungur glæpamaður, komið sér í raðir lögreglunnar sem uppljóstrari fyrir mafíuna, og gengur vel að klífa metorðastigann í sérstakri rannsóknardeild lögreglunnar. Báðir menn þurfa því að lifa tvöföldu lífi. Þegar öllum verður ljóst að bæði mafían og lögreglan eru með uppljóstrara innan sinna raða, þá eru bæði Billy og Colin í hættu. Báðir verða að keppast við að afhjúpa hvorn annan nógu tímanlega til að bjarga sér. En getur verið að þeim sé óhægt um vik að svíkja félaga og vini sem þeir hafa eignast á þessum langa tíma sem þeir hafa unnið á laun?... minna

Aðalleikarar

Leonardo DiCaprio

William "Billy" Costigan, Jr.

Matt Damon

Staff Sgt. Colin Sullivan

Jack Nicholson

Francis "Frank" Costello

Mark Wahlberg

Staff Sgt. Sean Dignam

Vera Farmiga

Dr. Madolyn Madden

Martin Sheen

Capt. Oliver Charles Queenan

Ray Winstone

Arnold "Frenchy" French

Anthony Anderson

Trooper Brown

Alec Baldwin

Capt. George Ellerby

Kevin Corrigan

Cousin Sean

Mark Rolston

Delahunt

Robert Wahlberg

Lazio (FBI)

Greg Collins

Exam Instructor

Richard Hughes

Uncle Edward

John Cenatiempo

Providence Gangster #2

Leikstjórn

Handrit

Alltof gott efni
Það er alltaf gamann að setjast niður og horfa á Martin Scorsese myndir og The Departed nær því algörlega vél. The Departed segir sögu tveggja mjög mismunandi manna sem að eiga meira sameiginlegt en þeir halda, en liggja leiðir þeirra ekki saman nema í seinni hluta myndarinnar. Þetta eru þeir Billy Costigan (DiCaprio) og Colin Sullivan (Damon).

Frank Costello (Nicholson) er aðal glæponinn sem lögreglan er að fást við, Frank ól upp Colin. Nú er Colin orðinn lögregla og hann er beggja meninn við borðið. Þegar Colin er kominn í að reyna að ná Frank þá þarf hann á sama tíma að bjarga honum.
Billy Costigan var hafnað í lögregluni útaf hans fjölskyldu. En Billy fær eitt stórt verkefni til að fá sem minni dóm. Hann þarf að vera memm í glæpa genginu hans Frank og vera að njóstna fyrir Queenan (M.Sheen). Queenan er yfir lögregla og Dignam (Wahlberg) er hans hægri hönd. Frank Costello er aðeins með nokkra hluti í huga t.d. Konur, peninga og fjörið að vera hann.

Jack Nicholson sem Frank er alveg ómissandi karakter og hvernig hann náði að byggja upp Colin og ömmu hans (Hann býr þar) og á sama tíma er hann stæðsti glæpa maðurinn í borgini. Jack getur gert þetta betur en samt var þetta svakalega góð túlkun á þessum Frank.
Einnig eru Matt Damon og Leo DiCaprio svakalegir, ég get svarið það, það getur enginn toppað þá í þessum hlutverkum. Hvernig Damon nær að vera svakalega góð lögregla og líka að hjálpa Frank á sama tíma er aðeins eitt orð "Fokking svalt". Leo DiCaprio hefur þetta allt í sér þrátt fyrir að vera fyriverandi barnastjarna og hafði náð að gera svona gott hlutverk að vera framhjáhald, hjálpa lögregluni og að vera í glæpagengi er flott túlkun.


The Departed er svakalega góð kvikmynd á alla kanta sérstaklega í spennuni og líka í geðveikini sem býr undir þessari mynd er allt bara eitt stórt VÁ !!!. Martin Scorsese sem býr yfir stórmyndum eins og...Goodfellas,Taxi Driver, Gangs of New York og svo þessi við getum þá sagt að kallinn er með þetta þrátt fyrir háan aldur. Hvernig fer mynd í þig sem er aðeins ein blanda af geðveiki. Framhjáhald, njóstnanir, að bjarga uppeldis manninum, reyna að handtaka uppeldis manninum, vera vitni að full af morðum og er að halda maður sé geðveikur. Þetta meistaraverk hefur þetta allt samann á 151 min. Um leið og myndin er sett í tækið þá byrjar söguþráðurinn um leið, .að er ekkert sem heitir langdregið í The Departed aðeins meistaraverk.

Einkunn: 9/10 - "Alltof vél heppnuð geðveikra blanda á 151 min."
SJÁÐU HANA !!!!!
Fullkominn Spenna
The Departed eftir Martin Scorsesse, sem er helst þekktastur fyrir goodfellas, er búin til eftir uppskrift að fullkominni spennu. Hún er ófyrirsjáanleg og vel leikin og skrifuð enda vann hún fjóra óskara til að sanna það árið 2007.

The Departed segir sögu tveggja mjög mismunandi manna sem að eiga meira sameiginlegt en þeir halda, en liggja leiðir þeirra ekki saman nema í seinni hluta myndarinnar. Þetta eru þeir Billy (DiCaprio) og Colin(Damon).
Billy er úr fjölskyldu fulla af glæpamönnum, fyrir utan pabba sinn sem vann við farangur úti á flugvelli og er markmið hans að komast í lögregluna í Boston sem að neitar honum inngöngu vegna fjölskyldu en biður honum annað. Að fara í fangelsi, kynnast glæpamönnum og vera ,,inside man" fyrir lögregluna gegn ágætis launum. Þetta samþykkir hann.
Colin er úr fátækri fjölskyldu, ólst upp hjá ömmu sinni og hefur glæpamaðurinn Frank Costello (Nicholson) hjálpað honum í gegnum tíðina. Í staðinn er Colin örðin rannsóknarlögregla og hjálpar Costello með alls konar upplýsingum að forðast lögguna.
Lífið gengur vel hjá þeim tveimur, en svo fara hlutir að gerast og uppgötvast að einhver hjá lögreglunni sé í förum Costello og að Costello eigi vitorðsmann. Þá hefst leit að þeim tveimur sem að full af spennu og ófyrirsjáanlegum atvikum.

Myndin er í gæðaflokki hjá spennumyndum og mjög skemmtileg afþreyjing í vetrarkuldanum. Martin Scorsesse stendur sig mjög vel eins og í Goodfellas og einnig allir leikararnir og þá sérstaklega Mark Wahlberg sem að leikur aukahlutverk sitt mjög sannfærandi og fékk óskarstilnefningu fyrir það. Mæli með henni fyrir alla spennumyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég gef þessari mynd eina stjörnu. Þá stjörnu fær hún fyrir stórkostlegan leik Jack Nicholson. Annars skil ég ekki hvað allir eru að lofsama þessa mynd. Ég fór á þessa mynd með vissar væntingar, hef séð Hong Kong þríleikinn Infernal Affairs sem þessi mynd á að vera inspired of sem Martin Scorsese orðaði svo skemmtilega. Fyrr má nú vera inspired of, ég vissi allan söguþráðinn eins og hann lagði sig og gat sagt fyrir um hvað myndi gerast næst. Öll plotin í myndinni eru stolin úr upprunalegu myndinni sem by the way er ekki einu sinni hægt að líkja saman. Það eru góðar myndir. Leonardo Decaprio og Matt Damon er engan veginn sannfærandi í sínum hlutverkum, vantar allt coolið sem persónur upprunalegu myndarinnar hafa. Já ég leyfi mér að segja upprunalega myndarinnar, þessi mynd er ekkert nema léleg skop stæling á upprunalegu myndinni og færð í bandarískan búning. Ef þessi mynd og Scorsese vinna óskarinn þá missi ég allt álit á þeim verðlaunum, ef menn geta leyft sér að stela hugmyndum annarra og eigna sér heiður fyrir það og hljóta fyrir það viðurkenningu þá er eitthvað að. Meira segja hættið að lesa sem eruð ekki búinn að sjá myndina eða viljið sjá Infernal Affairs eini munurinn á þessari mynd og upprunalegu myndinni er að endirinn er gerður amerískur s.s. vondi kallinn deyr, sem náttúrulega skemmir myndina enn meir þó að ég hélt að slíkt hefði ekki verið mögulegt eftir það sem undan var gengið. Enn ef þið viljið sjá Jack Nicholson fara á kostum endilega horfið á þessa mynd. Alla vega ef þá mæli ég með að ef þið viljið sjá góðar myndir horfið þá á Hong Kong útgáfuna af þríleiknum Infernal Affairs. Ef þið trúið mér ekki horfið þá á þær og horfið svo á Departed og gefið henni svo stjörnugjöf eftir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það var komin tími til að einhver gæfi þessari mynd lélega dóma. Ég er mjög hissa á dómunum hér að ofan. Mér fannst þessi mynd nefnilega ógeðsleg, vægast sagt !

Ég fór á The Departed nýlega í bíó. Myndin byrjaði alveg þokkalega, fyrir utan ógeðslegt orðbragð sem hélst út alla myndina (því miður). Ég bara spyr: til hvers er verið að hafa svona ljótt orðbragð ? Það er allavega alls ekki fyndið !

Það er ekki nauðsynlegt að hafa ljótt orðbragð í mafíu- eða glæpamyndum til þess að gera þær raunverulegar eða skemmtilegar. Ef ég byggi í enskumælandi landi myndi ég án efa aldrei tala með ljótu orðbragði.

Svo er myndin bara ógeðsleg einsog ég nefndi hér áðan. Alltaf einhver(jir) að deyja og blóð út um allt. Aðalpersónurnar eru ávallt með byssu á sér og hika ekki við að nota þær. Mér finnst þessi mynd alls ekki raunsæ.

Myndin endar líka mjög asnalega. Allar aðalpersónurnar deyja, líka góði maðurinn. Ætli það verði ekki gert enn verra framhald ?

Þessi mynd er líka alltof langdregin, 2 og hálf klst. Mér finnst oft sem ekkert væri að gerast í myndinni.

Leikararnir skila auðvitað sínu, sérstaklega finnst mér Leonardo DiCaprio leika sitt hlutverk frábærlega.

Þessi eina og hálfa stjarna er fyrir góðan leik og svo var sköpuð spenna af og til sem mér fannst ágæt.

Að lokum vil ég segja að almennt séð finnst mér allt of mikill hávaði í bíó. Það þarf ekki að hafa óþægilega mikinn hávaða til að skapa spennu, eða einhverja sérstaka stemningu. Ég neyðist alltaf til að hafa eyrnatappa með því mér finnst mjög óþægilegt að vera í svona miklum hávaða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er hrein snilld. Jack Nickolson er alveg sérlega hrollvekjandi sem glæpakóngur. Matt Damon og Cabrio eru frábærir. Sagan gengur algerlega upp, spennan er hrikaleg frá byrjun til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.10.2023

Vissirðu þetta um nýju Scorsese myndina?

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk. Með aðalhlutverk í myndinni fer bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, en þeir félagar hafa unnið í...

08.09.2019

Konur gera strípibúllumynd

Strípibúllur koma ósjaldan fyrir í bandarískum kvikmyndum, en nýja súludans- og strípibúllumyndin Hustlers, nálgast strípibúlluþemað frá aðeins öðru sjónarhorni, einkum vegna þess að aðstandendur eru aðallega konur. Fremst ...

16.10.2015

Bestu myndir síðustu 25 ára á Imdb.com

Kvikmyndavefurinn Imdb.com hefur tekið saman lista yfir bestu myndir síðustu 25 ára, eina fyrir hvert ár.  Á meðal mynda á listanum eru Django Unchained, Inception, The Dark Knight, Fight Club og The Shawshank Redemption. Tö...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn