Vissirðu þetta um nýju Scorsese myndina?

Nýjasta mynd leikstjórans Martin Scorseses, Killers of the Flower Moon verður frumsýnd á Íslandi þann 20. október nk. Með aðalhlutverk í myndinni fer bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio, en þeir félagar hafa unnið ítrekað saman í gegnum tíðina.

Hér fyrir neðan eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um kvikmyndina:

-Leonardo DiCaprio tryggði sér réttinn að samnefndri bók David Grann árið 2016, áður en hún var gefin út. Grann er blaðamaður á The New Yorker.
-Þetta er sjötta myndin sem Scorsese og DiCaprio gera saman. Hinar eru:

o Gangs of New York
o The Aviator
o The Departed
o Shutter Island
o The Wolf of Wall Street

-Scorsese hefur lengi viljað búa til vestra og sótti innblástur í hetjur æskunnar þegar hann var að gera myndina.

Killers of the Flower Moon (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 93%

Þegar olía finnst á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar í Oklohoma í Bandaríkjunum í landi Osaga þjóðarinnar, þá er Osaga fólkið myrt eitt af öðru á dularfullan hátt þar til alríkislögreglan FBI, þar á meðal forstjóri stofnunarinnar J. Edgar Hoover, kemur til skjalanna ...

Tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna.

-Kvikmyndaaðlögun handritshöfundanna Scorsese og Eric Roth var upphaflega með Thomas Bruce White Sr., alríkislögreglumanninn sem leysti Osage morðmálið, sem aðalpersónu, en hættu við þegar þeir ákváðu að fókusera meira á Osaga þjóðflokkinn.

-Það tók kvikmyndagerðarmennina mörg ár að finna réttu aðferðina við að segja söguna, samhliða því sem þeir unnu að öðrum verkefnum. Það var ekki fyrr en þeir lásu vitnisburð Ernest Burkhart´s fyrir rétti að þeir áttuðu sig á hvaða leið væri best.

-Í myndinni leika þeir saman aftur þeir Robert DeNiro og DiCaprio 30 árum eftir að DeNiro hafði hönd í bagga með ráðningu DiCaprio í kvikmyndina This Boy´s Life.

-Myndin er sú tíunda sem DeNiro og Scorsese gera saman. Hinar eru:

o Mean Streets
o Taxi Driver
o New York New York
o Raging Bull
o The King of Comedy
o Goodfellas
o Cape Fear
o Casino
o The Audition
o The Irishman

Margir fleiri fyrri samstarfsmenn Scorsese vinna með honum hér, fólk eins og:

o Kvikmyndatökumaðurinn Rodrigo Prieto
o Tónskáldið Robbie Robertson
o Klipparinn Thelma Schoonmaker

-Til að ná dýpri tengslum við persónu sína í myndinni þá hitti DiCaprio meðlimi Osage samfélagsins og ættingja Ernest Burkart.

-Lily Gladstone, sem sjálf tilheyrir Blackfeet þjóðinni, sökkti sér einnig í sögu og menningu Osage.
-Ákveðið var að taka myndina upp á verndarsvæði Osage þjóðarinnar í Oklohoma, á sama svæði og hinir hörmulegu atburðir gerðust.
-Osage fólkið í myndinni eru allt indjánar og þar sem því var við komið leikur Osage fólk Osage persónur.

-Meira en 44 hlutverk í myndinni eru leikin af Osage fólki og hundruðir annarra eru bakgrunnsleikarar.
-Fjórum dögum áður en tökur hófust kom tökulið og meðlimir Osage þjóðarinnar saman á hæðarbrún til að blessa landið og hefja tökuferlið formlega.