Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Twisted 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. mars 2004

Every murder has a mark. / An elusive killer. A brilliant detective. Maybe one and the same?

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 2% Critics
The Movies database einkunn 26
/100

Jessica Shepard er ung lögreglukona á uppleið í hinni virtu San Fransisco lögreglu, efitr að hún leysti stórt mál um raðmorðingja. Lærimeistari hennar John Mills er stoltur af Jessica, rétt eins og faðir er stoltur af dóttur sinni, enda var Mills félagi föður Jessica, sem nú er látinn. Jessica er hækkuð í tign og veit að hún þarf að standa sig áfram enda... Lesa meira

Jessica Shepard er ung lögreglukona á uppleið í hinni virtu San Fransisco lögreglu, efitr að hún leysti stórt mál um raðmorðingja. Lærimeistari hennar John Mills er stoltur af Jessica, rétt eins og faðir er stoltur af dóttur sinni, enda var Mills félagi föður Jessica, sem nú er látinn. Jessica er hækkuð í tign og veit að hún þarf að standa sig áfram enda ríkir mikil samkeppni innan raða lögreglunnar. Þá er ónefndur nýr félagi hennar, Mike Delmarco, sem kemst næst því að vera trúnaðarvinur hennar. En nú finnst maður látinn og þau tvö fá málið til rannsóknar. Það kemur þeim á óvart að komast að því að sá látni var maður sem Jessica svaf hjá, einn af mörgum sem hún hafði átt skyndikynni með. Núna fellur á hana grunur, auk þess sem hún á við áfengisvandamál að stríða. Nú þarf hún að sanna fyrir yfirmönnum sínum og félaga sínum sem er fullur efasemda um hana, að hún tengist málinu ekki neitt og Mills er einn af fáum sem standa við bakið á henni. ... minna

Aðalleikarar

Ashley Judd

Jessica Shepard

David Strathairn

Dr. Melvin Frank

Russell Wong

Lieutenant Tong

Mark Pellegrino

Jimmy Schmidt

Titus Welliver

Dale Becker

D.W. Moffett

Ray Porter

Richard T. Jones

Wilson Jefferson

E.J. Holowicki

Edmund Cutler

Leikstjórn

Handrit


Ég skellti mér á Spennutryllinn Twisted um daginn í von um að sjá góða mynd sem gæti komið manni á óvart. Raunin varð nú ekki sú og þetta er bara ein af þessum myndum sem allir hafa séð áður, bara verri. Myndin fjallar um Jessica Shepard(Ashley Judd) sem missti foreldra sína þegar hún var yngri, John Mills(Samuel L. Jackson) tók hana þá að sér þar sem hann lofaði föður hennar því, þeir voru félagar í löggunni. Svo fara líkin að koma alltaf eftir að Jessica sofnar(áfengisdauði). Hún fer svo að rannsaka þessi mál sjálf, með hjálp Mike Delmarco(Andy Garcia) og allt virðist hreinlega benda á Jessica sjálfa. Ég get svosem ekki sagt mikið meira en ég get þó sagt það að þessi mynd er með alveg fáránlega lélega og fyrirsjáanlega sögu. Það er alltaf verið að troða því ofan í mann hver morðinginn er. Leikurinn er alls ekkert frábær heldur, ofleikur stundum.


En já, ef þið viljið sjá hve léleg hún er að þá endilega skellið ykkur á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.07.2012

Þrálát Þorparaímynd

Eins og fjölmargir Íslendingar þá skellti ég mér nýverið á hina frábæru Avengers í kvikmyndahúsum. Myndin sló rækilega í gegn og varð bókstaflega þriðja söluhæsta kvikmynd allra tíma. Myndin fékk mig til að ...

14.12.2011

Tom Cruise og aðrir rokka á sviðinu

Fyrsta stiklan fyrir söngvamyndina Rock of Ages er dottin á netið. Myndin er byggð á samnefndum Broadway söngleik, er aftur byggir á tónlist eftir gæðalistamenn á borð við Styx, Journey, Bon Jovi, Twisted Sister, Steve Perry og Poison, svo einhverjir séu nefndir. Sö...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn