Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Resurrection 1999

Justwatch

Frumsýnd: 6. ágúst 1999

There is an evil which I have seen under the sun, and it is common among men. Ecclesiastes 6:1

108 MÍNEnska

Rannsóknarlögreglumaðurinn John Prudhomme, af Cajun ætterni sem fluttur var til Chicago, er fenginn til að rannsaka grimmilegt morð á manni sem blæddi út þegar höndin var skorin af honum. Skilaboðin "Hann er að koma", skrifuð með blóði á glugga fórnarlambsins, eru drungalegar vísbendingar um hvers eðlis verkefnið er. Eftir að tvö önnur fórnarlömb sem vantar... Lesa meira

Rannsóknarlögreglumaðurinn John Prudhomme, af Cajun ætterni sem fluttur var til Chicago, er fenginn til að rannsaka grimmilegt morð á manni sem blæddi út þegar höndin var skorin af honum. Skilaboðin "Hann er að koma", skrifuð með blóði á glugga fórnarlambsins, eru drungalegar vísbendingar um hvers eðlis verkefnið er. Eftir að tvö önnur fórnarlömb sem vantar á útlimi, finnast, þá áttar Prudhomme sig á því að hann þarf að finna raðmorðingja sem notar líkamspartana sem vantar á líkin til að endurgera líkama Krists ... og ætlar að ljúka ætlunarverkinu fyrir Páska. Á sama tíma og Prudhomme eltist við morðingjann, þá leitar dauði sonar hans á hann, skilnaður við konuna, og minnkandi trú hans á Guð.... minna

Aðalleikarar


Myndin fjallar í stuttu máli um lögreglumann sem er að rannsaka morðmál þar sem að fjöldamorðingi tekur alltaf mismunandi líkamsparta af fórnarlömbunum og hann er að "setja saman" mann úr öllum þessum líkamspörtum sem hann tekur. Myndin er algjör eftirherma af Se7en og er ekki nóg með það að morðinginn sé að reyna að ljúka einhverju "listaverki" þá hefur löggan hitt morðingjan áður eins og í Se7en og það er margt fleira sem svipar til Se7en en því miður gengur það ekki nógu vel og þessi mynd er botninn. Ég gef myndinni hálfa stjörnu því að ég hef haft gaman að því að hlægja að henni eftir á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Léleg stæling af Seven, stendur þeirri mynd langt að baki. Christopher Lambert er ansi slakur leikari, bara svona miðlungs B mynda leikari. Ef þú lesandi góður hefur lítið fyrir stafni eitthvert kveldið er í lagi í að eyða tíma í þessa ræmu...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Er ég settist niður í bíóinu, hálfpirraður á hávaðanum í unglingunum fyrir framan mig, var ég þess fullviss að ég væri að fara að horfa á einhverja lægsta klassa Seven-kópíu. Svo það kom mér allskemmtilega á óvart að þessi mynd var það ekki nema að hálfu leyti. Morðingi sem drepur fólk á fremur ógeðfelldan hátt, virðist hafa misskilið nokkur biblíuvers jafnilla og Vottar Jehóva og eltingarleikur í hellirigningu um nótt - minnir jú allnokkuð á Seven. En Resurrection er nú samt bara hreinlega ágætisræma og kom skemmtilega á óvart. Seint verður Christopher Lambert þó talinn til bestu leikara í bíósögunni en að mínu mati slapp hann vel fyrir horn að þessu sinni og sama má segja um aðra. Mátulega ógeðsleg og spennandi á köflum og hugmyndin að Jesústyttunni býsna góð. Rétt skreið í tvær og hálfa stjörnu, en þó það...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það að herma eftir öðrum myndum er ekki alslæmt. Yfirleitt eru þessar rip-off myndir síðri undanförunum, en eru þó sæmilegasta afþreying. Resurrection hermir mjög mikið eftir Seven. Allt of mikið. Það mætti eiginlega segja að Resurrection sé leiðinlegi, illa skapaði tvíburabróðir Seven. Christopher Lambert sýnir það hér, eins og svo oft áður, að hann átti að hætta að leika þegar allir gleymdu honum fyrir nokkrum árum. Hann er ömurlegur. Myndatakan er sú hallærislegasta sem ég hef séð í langan tíma og öll hugmyndin er svo ótrúlega mikil Seven-stæling að það er hlægilegt að horfa á hana. Lambert er ekki sá eini sem leikur illa. Nei, allir leika illa. ALLIR! Myndin er líka fyrirsjáanleg og leiðinleg. Resurrection er mynd sem á að gleymast að eilífu og á hún aldrei að rísa upp aftur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afarslöpp Seven eftirherma þar sem lögreglumaður eltir fjöldamorðingja sem er að reyna að safna líkamshlutum til að endurbyggja lík Krists. Christopher Lambert fer með hlutverk lögreglumannsins og sýnir vægast sagt brokkgengan leik. Eins og áður sagði á myndin Seven mikið að þakka og svo virðist sem allt sé gert til að láta myndina minna á hana, til dæmis er einn leikari úr Seven sem leikur í henni. Allt er reynt til að gera hlutina sem ógeðslegasta og stundum er það hreinlega fyndið hversu mikið magn af blóði er sýnt. Til þess að vera sanngjarn þá næst að byggja upp örlitla spennu undir lokin en það bjargar litlu. Mikið er gert af því að leika sér með ólíka myndatökustíla og sumt af því hefði geta orðið ansi svalt í betri mynd. Ég ráðlegg öllum að segja pass á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.03.2023

Martröðin á bakvið tjöld Justice League

Framleiðslusaga stærstu og tvímælalaust dýrustu ofurhetjumyndar DC til þessa var aldeilis þyrnum stráð, svo vægt sé til orða tekið. Árið 2017 kom úr mynd sem ber nafnið Justice League. Leikstjórinn Zack Snyder hafði tekið við DC línunni og verið að gera sitt með þann heim. Þegar hann þurfti svo að stí...

28.02.2023

Þekkir þú titlana og frasana?

Manst þú ekki eftir hasarmyndinni Tveir á toppnum? Unglingamyndinni Trufluð tilvera eða Fjandakorninu? Hvað með Bekkjarfélagið? En gætir þú giskað á réttu bíómyndina út frá slagorðum (e. tagline) hennar? Í nýjum þætti Poppkasts með Nönnu Guðl...

02.02.2023

Babylon í brennidepli

Glamúr, draumar og groddaralegar martraðarhliðar skemmtibransans á tímamótum er í brennidepli í þriggja tíma stórmynd sem hefur reynst vægast sagt umdeild, mögulega misskilin og furðu lítt séð. Af mörgum fyrirlitin. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn