Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Murder on the Orient Express 1974

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The greatest cast of suspicious characters ever involved in murder.

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Hinn heimsfrægi spæjari Hercule Poirot er í Austurlandahraðlestinni, en lestin stöðvast í snjó. Þegar einn af farþegunum er myrtur, þá hefst Poirot þegar handa við að rannsaka málið.

Aðalleikarar


Vönduð og afar vel leikin mynd af úrvalshóp þekktra leikara sem byggð er á þekktri skáldsögu Agöthu Christie. Hér er uppskriftin gefin af öllum Agatha Christie-spennusagnamyndunum sem fylgdu í kjölfarið. Hér er valin maður í hverju rúmi og myndar ógleymanlega kvikmynd. Hercule Poirot tekur sér á hendur ferð með Austurlandahraðlestinni eftir að hafa leyst mál og gengur ferðin vel þar til hana fennir inni í snjóskafli á leiðinni. Er uppgötvast að einn farþeganna hefur verið myrtur á hrottalegan hátt, hefur Poirot morðrannsókn sína og uppgötvar fljótt sér til mikillar skelfingar að allir farþegar lestarinnar tengdust hinum myrta í gegnum barnsrán í kringum 1910 kennt við Daisy Armstrong-málið. Nú er hann í vanda staddur og áttar sig á að allir farþegarnir höfðu nægilega ástæðu og tilefni til að hafa myrt hinn látna. En hver er morðinginn?. Það er hrein unun að fylgjast með þessari stórfenglegu kvikmynd og fylgjast með úrvalsleikaranum Albert Finney í hlutverki Hercule Poirot og fylgjast með honum fást við þetta dularfulla og undarlega morðmál áður en hann hóar hinum grunuðu saman og bendir og bendir á hina seku. Stjarna í hverju hlutverki og leikstjóri myndarinnar, úrvalsleikstjórinn Sidney Lumet stjórnar öllu saman með velviðeigandi blöndu af húmor og spennu. Af öllum öðrum ólöstuðum er stjarna myndarinnar fyrir utan Albert Finney, óskarverðlaunaleikkonan Ingrid Bergman sem fer hér á kostum í hlutverki sænsks trúboða sem er farþegi í lestinni. Hún hlaut sinn fjórða og jafnframt síðasta óskar (besta leikkona í aukahlutverki) fyrir hreint magnaðan leik sinn í þessari mynd. Ennfremur má meðal leikarana nefna óskarsverðlaunaleikarana Lauren Bacall, Martin Balsam, Wendy Hiller, John Gielgud, Vanessu Redgrave, Sean Connery og Dame Wendy Hiller. Einnig eru hér leikararnir Anthony Perkins (úr Psycho), Richard Widmark, Rachel Roberts, Jacqueline Bisset og Michael York. Ég gef "Murder on the Orient Express" þrjár og hálfa stjörnu (hún fengi fjórar ef ekki væru gloppur í handritinu) og mæli eindregið með að allir spennumyndaáhugamenn kynni sér þessa úrvalsmynd, hún er ein besta ef ekki besta kvikmyndin sem byggð er á spennusögum Agöthu Christie. Hún er sannkölluð stórmynd með úrvalsleikurum, vel leikstýrð og afar vel útfærð. Semagt ekki missa af þessari stórfenglegu kvikmynd sem hefur allt að bjóða unnendum úrvalsmynda kvikmyndasögunnar
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.06.2018

Malkovich sem Poirot - Fyrsta ljósmynd

Eins og við sögðum frá á dögunum, þá er von á nýjum leikara í hlutverki belgíska spæjarans vinsæla og sérvitra, Hercule Poirot, sem leysir morðgátur á færibandi í sögum breska rithöfundarins Agatha Christie. Um ...

25.05.2018

Nýr Poirot fæddur í ABC morðunum

Þeir eru orðnir nokkrir leikararnir sem leikið hafa hlutverk belgíska spæjarans Hercule Poirot, út bókum breska glæpasagnahöfundarins Agatha Christie. Nú síðast var það til dæmis Kenneth Branagh sem lék Poirot í Mu...

21.11.2017

Dauðinn á Níl kominn í gang

Ef þú hefur séð nú þegar ráðgátuna Murder On The Orient Express í bíó ( ath. að hér koma smá upplýsingar sem spillt gætu upplifun myndarinnar fyrir þá sem ekki hafa séð hana ), þá tókstu væntanlega eftir því í lo...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn