Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Romance 1999

(Romance X)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. janúar 2000

Love is desolate. Romance is temporary. Sex is forever.

84 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 49% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Þó að hún sé mjög ástfangin af kærastanum, og sefur í sama í sama rúmi og hann, þá þolir grunnskólakennari ekki hvað hann skortir alla nánd og næmleika. Hún verður sífellt vonsviknari, og smátt og smátt leitar hún annað til að svala kynferðislegum kenndum sínum, sem verða fífellt áhættusamari, þar á meðal stofnar hún til sambands við skólastjórann.

Aðalleikarar


Femínistinn Catherine Breillat virðist skipta karlmönnum í þrjá hópa: Kaldlynda karlmenn sem lítilsvirða og niðurlægja konur, karlmenn sem sækjast eingöngu eftir skyndikynnum og perra sem vilja tjóðra konuna áður en þeir geta athafnað sig. Að mati Breillat er konan þeim ekki aðeins undirgefin, heldur sækist hún eftir að láta drottna yfir sér í leit sinni að ást og umhyggju. Þess vegna sækir hún aftur og aftur til perrans sem rígbindur hana, keflar og handjárnar og leyfir hverjum læknanemanum á fætur öðrum að stinga hendi inn í leggöng sín til að finna fyrir nokkurra vikna gömlu fóstri hennar. Engu að síður vill konan rétta hlut sinn og tekur því á endanum til sinna ráða, en kynhvötin er aðalvopn kynjanna í valdabaráttu þeirra. Konan hefur það þó fram yfir karlinn, að hún getur fætt af sér nýtt líf, barn sem hún getur alið upp eftir eigin höfði. Flóra mannlífsins er vissulega margbrotin, en ég verð að játa, að ég skildi ekki sögupersónur myndarinnar. Einna helst virtist Breillat vera að lýsa eigin sálarkreppu og ótta við karlmenn, en ef myndin endurspeglar sálarlíf hennar, þarf blessuð konan á hjálp að halda. Má vera að ég sé of neikvæður. Kannski get ég ekki skilið reynsluheim konunnar, þar sem ég er karlmaður. Allavega virðist konum líka myndin mun betur en körlum í ljósi dómanna, sem hún hefur fengið til þessa á The Internet Movie Database og Amazon. Myndin er slök en þó alls ekki alvond. Hún vekur mann til umhugsunar og hneykslar viðkvæma, enda virðist Breillat telja það vænlegast til árangurs að láta allt flakka, sýna kynlífsathafnirnar, dagdraumana, læknaskoðunina og barnsfæðinguna í smáatriðum. Satt að segja hef ég ekki hlegið jafn mikið yfir kvikmynd síðan ég sá There is Something About Mary, enda þótt það hafi verið á allt öðrum forsendum og Breillat hafi örugglega ekki verið með hlátur í huga þegar hún gerði þessa mynd. Ég mæli þó frekar með frönsku kvikmyndunum L’Enfer eftir Claude Chabrol, Parfum d’Yvonne eftir Patrice Leconte og Un Coeur en Hiver eftir Claude Sautet. Það eru líka allt saman kvikmyndir eftir karlmenn. Hver skilur kvenfólk?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Romance er mjög sérstök, en ofsalega leiðinleg mynd. Hún er að vísu gróf, en einfaldur tökustíll og tilþrifalaust handrit verða til þess að manni fer að leiðast ofsalega og það er ekki fyrr en í lokin sem maður vaknar aftur. Myndin er hins vegar frábærlega leikin (af öllum nema Rocco Siffredi - vá hvað hann var ömurlegur). Fyrir þá sem vilja eitthvað hardcore-klám, þá er Romance ekki mynd fyrir ykkur, en fyrir þá sem vilja arty-farty mynd þá gæti Romance höfðað til ykkar. En ég fullyrði það ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.01.2023

Allir eiga skilið að verða ástfangnir

Shameless og The Dropout stjarnan William H. Macy vonast til þess að áhorfendur sem mæta í bíó til að sjá nýju gamanmyndina hans, Maybe I Do, sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina, trúi því í lok myndar að fólk eigi...

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

22.09.2020

Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduð...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn