Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Crimson Rivers 2000

(Les Rivières pourpres)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. maí 2001

Evil rises to new heights.

106 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Það má líkja Crimson Rrivers við Seven og Silence of the Lambs. Í myndinni er að finna frábæra samsetningu, þ.e. hún er spennumynd, blönduð naglbítandi hryllingi. Jean Reno leikur rannsóknarlögreglumanninn, Pierre Niemans. Vincent Cassel leikur lögreglumanninn, Max Kerkerian. Báðir lögreglumennirnir eru að rannsaka tvö aðskilin morðmál sem síðan sameinast... Lesa meira

Það má líkja Crimson Rrivers við Seven og Silence of the Lambs. Í myndinni er að finna frábæra samsetningu, þ.e. hún er spennumynd, blönduð naglbítandi hryllingi. Jean Reno leikur rannsóknarlögreglumanninn, Pierre Niemans. Vincent Cassel leikur lögreglumanninn, Max Kerkerian. Báðir lögreglumennirnir eru að rannsaka tvö aðskilin morðmál sem síðan sameinast í eina heildar morðrannsókn svo úr verður eitt dularfyllsta sakamál sem er á mjög svo hrollvekjandi nótum. Pierre er að rannsaka hryllilegt morðmál sem á sér stað í litlum háskólabæ, Guernon sem er við rætur frönsku Alpana. Þann sama dag og morðið átti sér stað er lögreglumaður og fyrrum bílþjófur, Max að rannsaka dularfullt mál í 300 km fjarlægð frá þeim stað sem Pierre er á. Max rannsakar grafhvelfingu sem ný-nasistar hafa vanvirt. Í grafhvelfingunni er að finna nafn stúlkubarns sem hvarf fyrir 30 árum. Pierre og Max eiga síðan eftir að leiða saman hesta sína en svo virðist að dularfull öfl séu að verki sem tengjast morðrannsóknum þeirra og það sem meira er, fórnarlömb hrannast upp. Fyrr en varir eru félagarnir tveir komnir uppí hæstu tinda Alpafjalla þar sem blóðugt og mikunnarlaust uppgjör mun eiga sér stað.... minna

Aðalleikarar


Þegar ég fór með vini mínum á þessa mynd í bíó þá kom það mér soldið á óvart að hún væri á frönsku (fyrsta franska myndin sem ég sá). En svo var þetta eins og hún hafi komið aftan að mér og barið mig í hnakkan með hafnaboltakylfu sem hafði sama massa og 1 rúmmetra steypuköggull! Hún var að mínu mati hrein snilld þar sem sást hversu öflugar myndir frakkar höfðu fram að færa. Ekkert líkt þessum venjulegu Hollywood-klisjum. Og kom ég mjög sáttur útúr bíóinu!

Svo keypti ég myndina og tók betur eftir hinum og þessum atriðum. Það var aðeins eitt sem fór virkilega í taugarnar á mér og það var þegar Max Kerkerian slóst við ný-nasistana. Þá komu svona bardagahljóð eins og í tölvuleikjum og gömlum myndum. Seinna fattaði ég að þessi hljóð komu einmitt úr tölvuleiknum sem eitthvað ný-nasistapar var að spila í sama herbergi. Þaðan kom einnig tónlistin sem var undir í bardagaatriðinu.

Eftir þessa uppgötvun rann yfir mig nýtt ljós og sá ég þá að þessi mynd var frumlegri en ég hélt. Svo var líka eitt sem ég rak augun í og það var að blóðið sem slettist útúr þeim eða lak (eða whatever) virtist mjög svo raunverulegt.

Myndatakan var af bestu gerð eins og öll umgjörð og frágangur myndarinnar. Mikill skuggi lá yfir myndinni og sveipaði hana dulúð. Satt er það að hún er soldið fyrirsjáanleg en miðað við allt annað sem við henni kemur þá er það aðeins smáræði!

(Líklega er málið það að ég hef lært að bera ekki of miklar væntingar til myndanna sem ég horfi á.)

This movie is worth every star!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hafði nokkrar væntingar til þessarar myndar. Hún hafði verið að fá góða dóma, með frábærum leikurum og ekki spillti að það var sagt að hún væri svona cross á milli Silence Of The Lambs og Seven ( báðar snilldar myndir ). En mér til mikilla vonbrigða stóðst hún væntingar mínar engan veginn.Hún byrjaði ágætlega, Pierre Niéman ( Jean Reno ) er fenginn til þess að rannsaka morð í litlum bæ. Á nánast sama tíma er Max Kerkérian ( Vincent Cassel ) að rannsaka vanhelgun á grafreit stúlku sem dó fyrir u.þ.b 20 árum. Leiðir þeirra liggja svo saman ( málin tengjast einnig ) og byrja þeir að rannsaka þetta vel og vandlega, og komast þeir síðan að dularfullri ráðgátu. Myndin er mjög hröð á köflum, vel tekin og umfram allt nokkuð vel leikin. Umhverfið var flott ( enda í frönsku ölpunum marr ), en getur ekki verið, myndin breytist allt í einu í einhvað kjaftæði. Bardagaatriði sem minna á Crouching Tiger Hidden Dragon koma allt í einu, ég meina harðsoðin kung-fu atriði, hvað í fjandanum eru þau að gera þarna? Ég meina, ha??? Ég ætlaði bara að fara hlægja að allri þessari vitleysu, gaurinn er að kýla og sparka í einhverja franska ný-nasista, ppffff. Og síðan voru svo mikið af líkum og limlestu fólki að það hætti að vera ógeðslegt, það varð bara hlægilegt. Blóðið og allt það var bara yfirdrifið, manni varð bara alveg sama. Og síðan var endirinn aðeins of mikið rugl, og myndin var einnig aðeins of fyrirsjáanleg. Frekar léleg mynd, en þó er vel hægt að horfa á hana ef maarr hefur ekkert að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er skemmtun frá upphafi til enda. Ekki fyrir viðkvæmar sálir því að sumum mun finnast hún viðbjóðsleg.

Hún fjallar um 2 löggur sem að vinna við sitthvort málið en það tengist í endann. Skemmtilegur söguþráður. Frábær skemmtun ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fór á þessa mynd fyrir algjöra tilviljun. Vissi ekkert hvað ég væri að fara á og satt að segja brá mér helling þegar aðalpersónan fór að tala eitthvað óskiljanlegt tungumál og var næstum því hlaupinn út.


Þessi mynd kom mér samt mjög skemmtilega á óvart með góðum leik, skemmtilegum söguþræði og fullt af óvæntum uppákomum.


Góð afþreying, ekki spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er algjör snilld. Þetta er spennu- og hrollvekjumynd að bestu gerð. Jean Reno og Vincent Cassel eru frábærir sem lögregluþjónarnir. Endirinn er mjög góður í myndinni og þetta er mynd sem er léttilega hægt að mæla með. Ef þið fíluðuð Seven og Silence of the Lambs, sjáið þá þessa strax.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn