Náðu í appið
Öllum leyfð

Blast from the Past 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. mars 1999

She was a woman of the world. He had never been around the block.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Árið 1962 hélt sérvitur vísindamaður, eins og svo margir aðrir, að kjarnokrustríð væri yfirvofandi á milli Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna, og byggði því sprengjubyrgi í kjallaranum. Í eldflaugadeilunni á Kúbu, þegar hann hélt að hlutirnir væru að fara á versta veg, þá fer hann með ófrískri konu sinni niður í byrgið. Þegar flugvél sem flaug... Lesa meira

Árið 1962 hélt sérvitur vísindamaður, eins og svo margir aðrir, að kjarnokrustríð væri yfirvofandi á milli Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna, og byggði því sprengjubyrgi í kjallaranum. Í eldflaugadeilunni á Kúbu, þegar hann hélt að hlutirnir væru að fara á versta veg, þá fer hann með ófrískri konu sinni niður í byrgið. Þegar flugvél sem flaug yfir húsi þeirra, og flugmaðurinn missti stjórn á vélinni, og skaut sér út, og flugvélin brotlenti á húsinu, þá virkjaðist lásinn á húsinu, sem var hannaður til að opnast ekki aftur fyrr en eftir 35 ár. Konan fæðir dreng sem þau nefna Adam. Adam elst upp við að læra um menninguna miðað við árið 1962, og þegar lásinn opnast, þá sjá þau hvað heimurinn hefur breyst og ákveða því að dvelja áfram innandyra. En matarbirgðirnar hafa klárast, og Adam fer út til að ná í meiri birgðir. Hann týnist og fær hjálp frá stúlku sem heitir Eva. ... minna

Aðalleikarar


Fjörug gamanmynd um fjölskyldu sem dvelur neðanjarðar í sprengjuskýli í 35 ár vegna þess að þau halda að kjarnorkusprengja hafi sprungið á yfirborði jarðar. Loks þegar þau halda að öruggt sé að snúa aftur til yfirborðsins senda þau son sinn Adam (Brendan Fraiser) til þess að ná í vistir. Hann hefur dvalið alla sína ævi í skýlinu og er vægast sagt eins og belja á svelli þegar hann kemur í siðmenninguna. Hann kynnist fljótlega stúlku að nafni Eve (Alicia Silverstone) og fær hjálp hennar við að ljúka ætlunarverki sínu. Adam er einnig heitur fyrir því að kynnast stúlku þar sem hann hefur aldrei haft nein samskipti við kvennkynið nema þá móður sína. Eve samþykkir að hjálpa honum einnig við að finna stúlku en málin flækjast verulega þar sem þau verða ástfangin af hvort öðru. Ég hafði mjög gaman af þessari mynd, hún er sannkölluð gæðamynd miðað við margar grínmyndir sem maður hefur séð undanfarið. Handritið er ansi gott og tekst að útfæra atburðarásina vel miðað við hvernig grunnhugmyndin á bakvið myndina er. Brendan Fraiser er frábær sem Adam og Alicia Silverstone er hreint ekki slæm sem Eve. Christopher Walken og Sissy Spacek eru lík mjög góð sem foreldrarnir. Þessi fær mín meðmæli - flestir ættu að geta skemmt sér vel yfir henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn