Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Man with Two Brains 1983

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Steve Martin Is A World Famous Surgeon. He Invented Screw Top, Zip Lock Brain Surgery. Trust Him.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Heilaskurðlæknirinn Dr. Michael Hfuhruhurr fann upp hina byltingarkenndu höfuðkúpu-skrúfutækni, en syrgir núna fráfall elskulegrar eiginkonu sinnar Rebecca. Á meðan hann hugsar um hana á leiðinni heim í bílnum, þá gleymir hann sér eitt augnablik og ekur á hina fallegu en stórhættulegu Dolores Benedict. Hfuhruhurr gerir á henni skurðaðgerð sem bjargar lífi... Lesa meira

Heilaskurðlæknirinn Dr. Michael Hfuhruhurr fann upp hina byltingarkenndu höfuðkúpu-skrúfutækni, en syrgir núna fráfall elskulegrar eiginkonu sinnar Rebecca. Á meðan hann hugsar um hana á leiðinni heim í bílnum, þá gleymir hann sér eitt augnablik og ekur á hina fallegu en stórhættulegu Dolores Benedict. Hfuhruhurr gerir á henni skurðaðgerð sem bjargar lífi hennar, en þegar hún nær sér eftir aðgerðina þá áttar Hfuhruhurr sig ekki á því að Dolores er gullgrafarekvendi, er einungis á eftir peningum eiginamanna sinna, en hún kom fyrri eiginmanni í gröfina, en hann lést af völdum heilablóðfalls. Nú leitar hún að nýju fórnarlambi og Hfuhruhurr er tilvalinn kandidat. Þau gifta sig en Dolores neitar lækninum um að þýðast hann í bólinu, sem pirrar Hfuhruhurr mikið. Hann fer með Dolores í brúðkaupsferð til Austurríkis, þar sem hann hittir kollega sinn, heilaskurðlækninn Dr. Necessiter sem á mikið safn af heilum í rannsóknarstofu sinni. Dolores notar tæknifærið og heldur framhjá eiginmanni sínum, og þegar Hfuhruhurr kemst að því þá losar hann sig við hana. En í rannsóknarstofu Necessiter, þá heillast Hfuhruhurr að heila Nr. 21, Ann Uumellmahaye, sem hann á samskipti við með hugsanaflutningi. Hér er nokkuð ljóst að um samband er að ræða þar sem maður heillast af konu eingöngu vegna persónuleika hennar, en ekki líkama, en heilinn hrörnar hratt; Hfuhruhurr verður að vera fljótur að finna líkama og flytja heilann í hann sem allra fyrst til að bjarga Ann. ... minna

Aðalleikarar

Fyndið Bull
Ég er persónulega ekki helsti aðdáendi Steve Martins en í réttu hlutverki er hann yndislega fyndinn eins og í þessari mynd.

The man with two brains fjallar um heilaskurðalækni sem að lendir í því að keyra á konu sem að er gold-digger og verður ástfanginn af henni.
Þau gifta stuttu seinna á spítalanum en þekkjast mjög lítið.
Hjónabandið byrjar illa sökum þess að allt kynferðislegt vantar í sambandið, síðan er Steve Martin boðið að fara til Austurríkis og halda ræðu og fara þau hjóninn þangað.
Þar gerast undarlegir hlutir m.a það að kona Steve kemst að því að hann erfir mikinn pening eftir fjölskyldumeðlim og ákveður að halda sér í hjónabandinu þangað til meðlimurinn deyr (sama hvað það kostar hana). Síðan gerast ennþá skrýtnari atvik sem hafa í för með sér talandi heila og veggi úr pappír og sameinast öll vitleysan í skrautlegan endi.

Myndin er alls ekki vel gerð en húmorinn er svo fáránlegur að maður grenjar úr hlátri. Það tekur því miður myndina góðan hálftíma að byrja að vera fyndin en hún er vel þess virði að klára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nú meiri vitleysan. Ég meina: VÁ! Þetta er ein fyndansta og sniðugasta vitleysa sem ég hef séð það er.

The Jerk teamið er komið aftur hér og gerir gamanmynd sem er í raun ekki neitt lík snilldinni 'The Jerk' en samt sem áður frábær og alveg jafn fyndin.

Myndin fjallar um heilaskurðlækninn og egóistann Dr. Michael Hfuhruhurr höfund Screw Top, Zip Lock Brain Surgerysins sem hefur nýlega misst konu sína. Hann hittir þá svikakvendið Dolores Benedict og giftist henni. Hún vill hinsvegar ekkert með hann hafa og er eftir allt öðrum hlutum en ást hans. En málin flækjast þegar Michael hittir heilann Anne Uumellmahaye. Lyftu-morðinginn er auðvitað þarna líka enda væru fáar myndir góðar án eins slíks.

En já: Þessi mynd er svo frábærlega sniðug. Steve Martin er hér í sínu besta og fyndnasta hlutverki (ásamt The Jerk auðvitað) og fáar myndir eru jafn quotable og þessi.

Hinsvegar skil ég vel hvernig fólki gæti mislíkað myndin. Ruglið gæti verið of mikið fyrir suma á köflum. En það ætti ekki að stoppa ykkur í að leigja folann.

Sæl að sinni og get that cat outta here

Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The man with two brains er mynd sem eldist ekkert alltof vel. Ég dýrkaði hana þegar ég sá hana fyrst þegar ég var átta til níu ára gamall en núna sé ég að hún er alltof súrrealísk, ófyndin,illa gerð,innantóm og einfaldlega fremur slæm. Förum aðeins yfir leikarahópinn; Kathleen Turner er alltaf eitthvað svo leiðinleg og óþolandi og Steve Martin já,þetta er nú ekki besta hlutverkið hans en ef þú ert grjótharður aðdáandi kauða þá geturðu svosem alveg kíkt á þessa mynd. En David Warner er þarna í stóru hlutverki og lífgar örlítið upp á myndina. Sá maður er alltaf svo hrottalega skemmtilegur að það er bara merkilegt. Hann á stjörnuna aleinn. Mér finnst það frekar vont að tala illa um þessa mynd þar sem ég dáði hana sem krakki en eins og ég segi þá eldist hún bara ekki vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Klikkaðasta gamanmynd Steve Martin fjallar um heilaskurðlækni sem heitir Dr. Michael Hfuhruhurr. Hann fellur fyrir sjúklingi sínum sem Kathleen Turner leikur en þrátt fyrir fegurð hennar þá er hún langt frá því að vera góð fyrir hann. Dr. Michael Hfuhruhurr fer til Austurríkis og kynnist þar öðrum brengluðum heilaskurðlækni og hans rugluðu tilraunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn