Nýtt á VOD

Gamanmynd
Leikstjórn Rachel Tunnard
Söguþráður Við kynnumst hér hinni sérstöku Önnu sem eftir persónulegt áfall hreiðraði um sig í garðskúr á lóð móður sinnar, klæðir sig eins og hún sé heimilislaus umrenningur og vill sem allra minnst af öðrum vita. Þessi hegðun hefur orðið móður hennar til sívaxandi mæðu og þegar vika er í þrítugsafmæli Önnu ákveður hún að setja dóttur sinni úrslitakosti sem eiga eftir að breyta öllu.
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimyndSjónvarpssería
Söguþráður Sagan um litla prinsinn eftir franska rithöfundinn, ljóðskáldið og frumkvöðulinn Antoine de Saint-Exupéry kom út árið 1943 og er talin ein mest þýdda bók allra tíma. Hún kom út hér á landi árið 1961 í þýðingu Þórarins Björnssonar. Sagan er um prins einn sem ferðast um himingeiminn á litlum loftsteini ásamt rósinni sinni og refi nokkrum sem getur talað. Saman lenda þau í hinum margvíslegustu ævintýrum þegar þau heimsækja framandi staði og kynnast þar kostulegum persónum sem oftar en ekki þurfa á aðstoð að halda.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Joseph Cedar
Söguþráður Norman Oppenheimer hefur sérhæft sig í að útvega öðrum það sem þeir vilja. Starfinu fylgir hins vegar sá ókostur að áður en hann getur sannfært menn um að ráða sig í vinnu þarf hann að sanna að hann geti í raun reddað málum fyrir þá. Dag einn vingast hann við stjórnmálamann sem hefur ekki átt sjö daga sæla og þau kynni eiga þremur árum síðar eftir að breyta lífi beggja til frambúðar – til góðs eða ills fyrir Norman ...
SpennumyndSjónvarpssería
Söguþráður Vikings-þættirnir segja frá hinum sigursæla Ragnari loðbrók og mönnum hans, en Ragnar telst hafa herjað fyrstur víkinga á England og Frakkland. Ragnar loðbrók, sonur Sigurðar hrings Danakonungs og tengdasonur Sigurðar Fáfnisbana, var fæddur á ofanverðri áttundu öld og segir sagan að hann hafi verið mestur allra víkinga. Af honum fer einnig það orð að enginn hafi verið snjallari honum í herkænsku og þótt heilu herirnir hafi verið sendir á móti honum og mönnum hans bæði í Englandi og Frakklandi tókst honum ávallt að blekkja alla sína óvini, fanga þau verðmæti sem hann sóttist eftir og komast undan. Hér er um að ræða seinni hluta þáttaraðar fjögur, þ.e. þætti 12 til 20, en fyrri hlutinn, 11 fyrstu þættirnir, kom út í nóvember á síðasta ári.
Útgefin: 10. ágúst 2017
SöngleikurHeimildarmyndDansmynd
Leikstjórn German Kral
Söguþráður Maria Nieves og Juan Carlos Copes eru frægasta tangópar heims og hafa mótað dansinn meira en nokkur annar. Þau dönsuðu saman af ástríðu, elskuðu og hötuðu hvort annað til skiptis, í næstum 50 ár, þar til að dag einn skildu leiðir. Og það skildi eftir sig stórt tómarúm í Tangóheiminum - nú, undir lok lífsins, segja þau sögu sína í fyrsta skipti.
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Fenar Ahmad
Söguþráður Zaid er virtur hjartaskurðlæknir sem á von á sínu fyrsta barni með eiginkonunni Stine. Veröld þeirra fer hins vegar á hvolf þegar bróðir Zaids, Yasin, er myrtur og lögreglan getur ekkert aðhafst vegna skorts á sönnunargögnum þrátt fyrir að vita hverjir voru að verki. Við það getur Zaid ekki sætt sig og ákveður að ganga sjálfur á milli bols og höfuðs á hinum seku.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferð um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að koma fram á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum, hvort sem þau snúast um að góma fingralanga, berjast við skrímsli eða hjálpa þeim sem minna mega sín í veröldinni.
RómantískDrama
Leikstjórn Kim Nguyen
Söguþráður Myndin gerist í bænum Apex á Baffineyju í Norður-Kanada og segir frá Roman og Lucy, tveimur eldhugum sem ákveða í sameiningu að láta lífið leiða sig í nýjar áttir og finna innri ró.
SpennumyndDramaÆvintýramyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Myndin segir ótrúlega sögu breska landkönnuðarins Percy Fawcett, sem fór inn í Amazon frumskóginn í byrjun 20. aldarinnar og finnur þar merki um áður óþekkta menningu. Þó að hann hafi þurft að þola háð og spott vísindasamfélagsins, sem skilgreindi frumstæða ættbálka sem villimenn, þá fór Fawcett ítrekað á svæðið til að afla sönnunargagna, þar til hann hvarf með dularfullum hætti árið 1925.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Teiknimyndaþættirnir um Tashi og frænda hans, hinn hugmyndaríka Jack sem heimsækir Tashi oft og tíðum, hafa notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum enda litríkir og viðburðaríkir svo af ber auk þess sem húmorinn er í hávegum hafður. Þeir segja frá þeim ótrúlegu ævintýrum sem þeir frændur lenda í, en í þeim þurfa þeir oft að leysa vandasamar þrautir til að sleppa heilir á húfi frá furðulegustu aðstæðum og enn furðulegri verum ...
Drama
Leikstjórn Mia Hansen-Løve
Söguþráður Nathalie kennir heimspeki við menntaskóla í París. Hún er ástríðufullur kennari, og vill fá nemendur sína til að hugsa um hlutina. Hún er gift og á tvö börn, og deilir tíma sínum milli fjölskyldu sinnar, fyrrum nemenda og kröfuharðrar móður. Dag einn tilkynnir eiginmaður hennar henni að hann ætli að fara frá henni vegna annarrar konu. Eftir að hafa fengið frelsið svona skyndilega og óumbeðið, þá þarf Nathalie nú að endurhugsa allt sitt líf.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Söguþráður Myndin gerist árið 1997, eftir að alheimsfaraldur hefur lagt Jörðina í eyði. The Kid er ungur skransafnari sem er með ástríðu fyrir teiknimyndasögum. Hann þarf að horfast í augu við hættur og sýna djörfung, og breytast í uppáhalds ofurhetjuna sína, þegar hann hittir dularfulla stúlku að nafni Apple. Zeus, hinn sjálfskipaði og illskeytti leiðtogi, gerir þeim lífið leitt, og með lítið annað í farteskinu en trú á sjálfan sig og gamaldags vopn, heldur The Kid af stað í tilraun til að kveða hin illu öfl í kútinn, og bjarga draumastúlkunni.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Jordan Peele
Söguþráður Parið Chris og Allison eru ákaflega ástfangin hvort af öðru, en þau eru hvort af sínum kynþættinum, hann svartur en hún hvít. Að því kemur að Allison vill kynna Chris fyrir foreldrum sínum, en af því hefur Chris nokkrar áhyggjur því hann er hræddur um að foreldrar hennar taki sér ekki vel. Hann verður samt að láta á það reyna en á heldur betur eftir að sjá eftir því!
Útgefin: 20. júlí 2017
Drama
Leikstjórn Tommy Bertelsen
Söguþráður Olivia og Matthew Grey eru 18 ára gamlir tvíburar sem eru fædd inn í heim forréttinda og mikilla væntinga. Það er eiginlega ekkert sem skilur þau að, jafnvel draumar þeirra eru samtvinnaðir. Þegar þau eru að búa sig undir síðasta skólaárið saman, þá verður harmleikur til þess að þau skiljast að, og sá tvíburi sem eftir lifir, þarf að læra að lifa lífinu án hins - eða láta reyna á hve langt á að ganga til að reyna að endurheimta þann sem fór.
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Niki Caro
Söguþráður The Zookeeper’s Wife er sönn saga Zabinski-hjónanna sem ráku dýragarðinn í Varsjá þegar Þjóðverjar hertóku landið árið 1939 og hófu þar með síðari heimsstyrjöldina. Af ótrúlegu hugrekki og útsjónarsemi tókst hjónunum að breyta bæði dýragarðinum og heimili sínu í felustað fyrir gyðinga, beint fyrir framan nefið á hernámsliðinu sem hefði að öllum líkindum tekið hjónin af lífi ef upp um þau hefði komist.
Drama
Leikstjórn Charlotte Sieling
Söguþráður Simon er kóngurinn í dönsku listalífi. Hann er sérvitur, farsæll, auðugur, á fagra konu og unga hjákonu. Lífið er frábært, þar til dag einn þegar áður óþekktur sonur hans birtist og fær alla athyglina. Það kemur í ljós að Casper er hinn heimsfrægi veggjakrotari "The Ghost". Þetta er ögrun og áskorun fyrir Simon, og nú reynir á sambandið á milli feðganna. En samt sem áður styrkist samband þeirra smátt og smátt, en spurningin er hvort að blóðskyldleikinn sé nægjanlegur? Þegar allt kemur til alls þá ætlaði Simon sér alls ekki að verða faðir, og Casper er með aðrar áætlanir með föður sinn en bara að kynnast honum.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Breskir þættir með íslensku tali um þá félaga Stóran og Smáan sem bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum. Þættirnir um Stóran og Smáan höfða til barna á leikskólaaldri og hafa náð miklum vinsældum víða um heim. Í þáttunum taka þeir félagar alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Mick Jackson
Söguþráður David Irving er einn þekktasti helfararafneitari heims, en hann heldur því m.a. fram að enginn hafi nokkurn tíma verið tekinn af lífi í gasklefum útrýmingarbúða nasista í síðari heimsstyrjöldinni og að helförin sé í raun alger uppspuni frá rótum. Þegar sagnfræðingurinn Deborah Lipstadt, sem jafnframt er sérfræðingur í sögu gyðinga, hélt því fram í bók sem hún skrifaði og á fyrirlestrum að David Irving væri lygari og falsari ákvað hann í september 1996 að stefna bæði henni og útgefanda hennar fyrir rógburð og meiðyrði. Þessi mynd er um þau stórmerkilegu réttarhöld.
Spennutryllir
Leikstjórn Jonathan Wright
Söguþráður Myndin segir frá pari sem finnur myndbandsupptökur í eigu raðmorðingja. Þau ákveða að taka lögin í sínar eigin hendur og hætta öllu, í þeirri von að komast yfir 100 þúsund dali. Áður en langt um líður eru þau komin með morðingjann á hælana.