Nýtt á VOD

DramaSpennutryllir
Leikstjórn Farren Blackburn
Söguþráður Mary Portman er barnasálfræðingur sem býr afskekkt uppi í sveit í Englandi þar sem hún hugsar um son sinn, en hann er svo gott sem í dauðadái eftir að hafa lent í bílslysi þar sem faðir hans – eiginmaður Mary – lést. Dag einn ákveður Mary að taka inn á heimilið ungan ráðvilltan dreng og sinna honum þar en það reynist upphafið að ófyrirsjáanlegri atburðarás.
Útgefin: 23. febrúar 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Söguþráður Þegar ung, efnileg og upprennandi sextán ára fyrirsæta kemur til Los Angeles í leit að frama lendir hún fljótlega í hringiðu atburða þar sem viðmiðið og verðmætin eru útlitið og allir vilja fá það sem hún hefur, æsku og æskublómann.
Útgefin: 23. febrúar 2017
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Craig Zobel
Söguþráður Eftir kjarnorkustríð er heimurinn nánast óbyggilegur sökum geislavirkni. Geislavirknin virðist þó ekki hafa náð nema að litlu leiti inn í lítinn dal í Bandaríkjunum, þar sem örlögin leiða þau Ann, John og Caleb saman. Þau reyna að búa í haginn fyrir veturinn en um leið þróast flókinn ástarþríhyrningur – og á meðan vita þau ekki hvort nokkurs staðar sé að finna fleira fólk á lífi.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jonas Cuarán
Söguþráður Fimmtán Mexíkanar í leit að betra lífi ætla að smygla sér yfir landamærin að Bandaríkjunum með því að ganga í gegnum eyðimörk þar sem gæsla er takmörkuð. Þeir vita auðvitað ekki að þeirra bíður sjálfskipaður landamæravörður, hrottinn Sam, sem er staðráðinn í að stöðva för þeirra fyrir fullt og allt. Í fyrstu virðist för fimmtánmenninganna ætla að ganga vel, eða allt þar til Sam byrjar að salla þau niður eitt af öðru með öflugum riffli úr launsátri. Fjögur komast þó undan, skelfingu lostin, en það er bara tímabundið því Sam hefur þegar eftirför og býr að því umfram bráð sína að hann er með eina skotvopnið á svæðinu.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Teiknimyndaþættirnir skemmtilegu um Skógargengið segja frá nokkrum undarlegum dýrum sem búa í skóginum og hafa tekið upp þá iðju að bjarga öðrum úr hættu. Fremstur á meðal jafningja er Marri mörgæs sem öllu jöfnu ætti ekki að hafast við í frumskóginum en þar sem hann hefur alltaf staðið í þeirri trú að hann sé tígrisdýr þá kemur hitt af sjálfu sér. Hér er að finna átta nýja þætti um gengið sem eru hver öðrum viðburðaríkari.
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Tvær ungar stúlkur af munaðarleysingjahæli eru ættleiddar til fjölskyldu í New York. Eina vandamálið er að það er bannað að vera með hunda í íbúðinni sem þær flytja í. Stúlkurnar reyna að lauma hvolpi sem þær finna, inn á heimilið og halda honum þar á laun. Chestnut, sem er risastór hundur af kyni Stór Dana, vex og vex, og lendir í sífellt fleiri vandræðum.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Stewart Hendler
Söguþráður Hinn ungi Max McGrath verður mest hissa sjálfur þegar hann kemst að því að hann býr yfir dularfullri orku í líkama sínum sem aðrir hafa ekki. Enn meiri verður undrun hans þegar hann hittir fljúgandi vélmennið Steel og áttar sig á að saman geta þeir tveir myndað hinn ósigrandi orkubolta Max Steel.
Útgefin: 16. febrúar 2017
Drama
Leikstjórn Lenny Abrahamson
Söguþráður Konu sem haldið hefur verið fanginni af kynferðisglæpamanni í sjö ár og á með honum fimm ára dreng, Jack. Þau mæðgin búa allan tímann í gluggalausu rými sem er einungis 3x3 metrar að rúmmáli. Móðir Jack hefur skapað heilan heim fyrir hann inni í rýminu, og mun gera allt sem hún getur til að Jack geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður. En eftir því sem Jack fer að spyrja meira út í aðstæðurnar sem hann býr í, þá vex óþreyja móður hans, og þau gera áhættusama flóttaáætlun, sem á endanum gæti leitt þau út í hina hina stóru ógn - hinn raunverulega heim utan Herbergisins.
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Þegar Robert Langdon vaknar upp á sjúkrahúsi í Flórens á Ítalíu hefur hann ekki hugmynd um hvernig hann komst þangað. Það síðasta sem hann man er að hann var á gangi á lóð Harvard-háskólans í Bandaríkjunum og nú þarf hann að komast að því hvað leiddi hann í þessar furðulegu aðstæður. Fyrir utan að glíma við algjört minnisleysi þarf Langdon fljótlega að leggja á flótta undan skuggalegum mönnum sem ætla sér að stytta honum aldur. Á flóttanum, þar sem hann nýtur aðstoðar læknisins Siennu Brooks, þarf Robert sem sagt að komast bæði að því í hverju hann lenti og hvernig hann bjargar lífinu ...
Spennumynd
Leikstjórn Patrick Durham
Söguþráður Cross Wars segir frá baráttu Callans löggæslumanns við óforbetranlegt illþýði sem ætlar sér að eyða jörðinni og mannkyninu með. Callan býr yfir töframætti forns kross og getur breytt sér í ofurmenni. Á því er full þörf þegar barist er við ódauðlega víkinga og illmenni eins og Gunnar sem ætla sér að eyða jörðinni með manni og mús. Af því má auðvitað ekki verða og það kemur í hlut Callans og hans manna að stöðva Gunnar áður en það verður orðið of seint ...
GamanmyndHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jim Hosking
Söguþráður Myndin gerist í Los Angeles og segir frá Ronnie, sem heldur úti Disco-gönguferðum, ásamt syni sínum Brayden. Þegar kynþokkafull kona kemur í göngutúrinn, þá fara feðgarnir að keppast um athygli hennar. Einnig birtist slímugur, ómennskur brjálæðingur sem kemur út á göturnar á kvöldin og kyrkir saklausa borgara, og fær fljótt viðurnefnið "The Greasy Strangler".
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Colm McCarthy
Söguþráður Í ekki svo fjarlægri framtíð hefur sveppasýking valdið því að stærsti hluti manna hefur breyst í blóðþyrsta uppvakninga sem eira engum - nema einni. Hér segir frá ferðalagi kennara, vísindakonu og tveggja hermanna frá afskekktri bækistöð hersins til aðalstöðvanna í Lundúnum. Með þeim í för er ung stúlka, hin bráðgáfaða Melanie, sem er enn mannleg en smituð af sveppnum sem veldur uppvakningaplágunni. Af þeim sökum ráðast uppvakningarnir ekki á hana og um leið gæti hún verið lykillinn að lækningu. Vandamálið er að Melanie getur hvenær sem er breyst í uppvakning og þá er voðinn vís ...
RómantískDramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Mel Gibson
Söguþráður Hermaðurinn og læknaneminn Desmond T. Doss er talinn hafa bjargað a.m.k. sjötíu og fimm mannslífum í hinni grimmilegu orrustu við Japani sem kennd er við eyjuna Okinawa. Þetta gerði hann þrátt fyrir að vera vopnlaus og án þess að skjóta einni einustu kúlu. Doss gekk í herinn beinlínis til að bjarga mannslífum og neitaði að bera vopn af trúarástæðum. Sumir félagar hans á meðal hermannanna töldu þetta gunguskap í Desmond en annað átti eftir að koma á daginn ...
Útgefin: 9. febrúar 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Derek Cianfrance
Söguþráður Þau Tom Sherbourne og Isabel Graysmark eru yfir sig ástfangin og þegar Tom snýr heim heill á húfi úr skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Evrópu ákveða þau að gerast vitaverðir á afskekktri eyju undan austurströnd Ástralíu. Dag einn rekur bát að landi eyjarinnar og innanborðs er dáinn maður og lítið stúlkubarn sem þau Tom og Isabel ákveða að ala upp sem sitt eigið þótt Tom sé í fyrstu á báðum áttum um að þau séu með því að gera rétt. Tveimur árum síðar fara þau með stúlkuna, sem þau nefna Lucy-Grace, í fyrsta sinn upp á meginlandið og um leið hefst örlagarík atburðarás ...
DramaRáðgáta
Leikstjórn Joshua Marston
Söguþráður Þegar Alice mætir í afmælisveislu Toms uppgötvar hann að hún er í raun fyrrverandi unnusta hans sem hafði horfið sporlaust fimmtán árum áður. Hér er á ferðinni afar sérstök saga um konu eina sem skömmu eftir tvítugt ákvað að skilja við bakgrunn sinn, taka upp nýtt nafn og nýtt atvinnuheiti og flytja auk þess á nýjar slóðir. Síðan þá hefur hún gert það sama níu sinnum í ýmsum löndum og er nú komin til New York þar sem hún segist heita Alice og vera líffræðingur. Þar hittir hún hins vegar fyrir gamlan unnusta sem ber kennsl á hana og í gang fer stórmerkileg atburðarás ...
GamanmyndDramaFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Josh Framm heldur nú í heimavistarskóla og felur hér með systur sinni Andreu að hugsa um velferð Buddys. Það líður ekki á löngu uns dregur til tíðinda því skömmu eftir að Andrea skráir Buddy til leiks í hafnaboltalið skólans er hvolpum hans og Mollyar rænt einum af öðrum af þvottabirninum Rocky. Í ljós kemur að Rocky er bara handbendi náunga sem telja að hvolpar Buddys gætu orðið eins snjallir og hann í íþróttum og því afar verðmætir. En Buddy tekur það auðvitað ekki í mál að sætta sig við ránið á hvolpunum og grípur til sinna ráða.
BarnamyndTeiknimynd
Leikstjórn Éric Cazes
Söguþráður Fjallhressir teiknimyndaþættir um poppsöngkonurnar Kötu, Kylie og Kim sem í tónleikaferðum sínum um heiminn lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferð um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að koma fram á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrunum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum, hvort sem þau snúast um að góma fingralanga, berjast við skrímsli eða hjálpa þeim sem minna mega sín ...
GamanmyndDrama
Leikstjórn Matt Ross
Söguþráður Ben Cash hefur ásamt eiginkonu sinni Leslie alið börn sín sex upp í skóglendi upp til fjalla í norðvesturhluta Bandaríkjanna þar sem þau hafa lifað á því sem náttúran hefur gefið þeim og án tengsla við umheiminn nema að mjög litlu leyti. Þegar Leslie deyr neyðist Ben til að fara með börnin í sína fyrstu borgarferð.
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Patricia Rozema
Söguþráður Í heimi þar sem rafmagn er orðið næsta lífsnauðsynlegt á öllum sviðum mannlífsins, þá er það skelfileg tilhugsun ef það fer. Myndin segir frá tveimur systrum, Evu og Nell, sem búa ásamt föður sínumafskekkt í jaðri skógar. Dag einn verður öll jörðin skyndilega rafmagnslaus af ókunnum ástæðum og í kjölfarið verður algjört öngþveiti þegar öll fjarskipti og almenningssamgöngur leggjast af ásamt stærstum hluta framleiðslu á nauðsynjavörum. Um leið breytist friðsælt sambýli manna í ört harðnandi lífsbaráttu sem á fljótlega eftir að taka á sig grimmilegar myndir ...
GamanmyndRómantískDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður Efnilegur listamaður í New York, John Hollar, snýr aftur í heimabæ sinn til að vera hjá móður sinni, sem er á leið í heilaaðgerð. Með í för er kærasta hans sem er komin átta mánuði á leið. Hópur ættingja og vina safnast að sjúkrabeði móður hans, og um leið verður ekki hjá því komist að tala um liðna tíð og hluti sem voru annað hvort aldrei framkvæmdir eða aldrei fyllilega gerðir upp ...