Nýtt á VOD

Drama
Leikstjórn David Gordon Green
Söguþráður A.J. Manglehorn er fáskiptinn og sérvitur lásasmiður í Texas sem eyðir deginum aðallega í að annast köttinn sinn, vinna og syrgja konu sem hann elskaði eitt sinn og missti. Hann kynnist gjaldkeranum Dawn, sem hjálpar honum að byrja aftur að lifa lífinu.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jason Momoa
Söguþráður Indíáninn Wolf heldur í sjálfskipaða útlegð í auðnum Vestur-Bandaríkjanna eftir að hafa drepið morðingja móður sinna. Sex mánuðir líða og þá ákveður Wolf að tími sé kominn til að bruna til æskustöðvanna í norðri þar sem hann ætlar að dreifa ösku móður sinnar. En réttvísin bíður hans enn ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Mæja býfluga er svo forvitin að hún flutti úr býflugnabúinu sínu til að geta skoðað allan heiminn með bestu vinum sínum, þeim Skildi, Villa og Max. Mæja býfluga elskar frelsið og býr nú í rjóðri þar sem hún flýgur á milli sveppahattanna, lendir í alls konar ævintýrum ásamt vinum sínum, uppgötvar nýja hluti á hverjum degi og hvílir sig á næturnar í blómunum undir berum næturhimni.
GamanmyndDramaFjölskyldumyndÍþróttamynd
Söguþráður Ungur drengur og hundur með ótrúlega hæfileika í körfuknattleik, verða miklir vinir. Drengurinn, hinn 12 ára Josh Framm, er að jafna sig á fráfalli föður síns og flytur með fjölskyldunni til smábæjarins Fernfield í Washington fylki í Bandaríkjunum. Josh er nýr í bænum og á enga vini og er of feiminn til að reyna að komast í körfuboltaliðið í skólanum. Í staðinn æfir hann sig á afviknum körfuboltavelli og vingast við flækingshund af Golden Reetriever kyni, sem heitir Buddy. Það kemur Josh á óvart þegar hann kemst að því að Buddy elskar körfubolta. Að lokum kemst Josh í skólaliðið og Buddy verður lukkudýr liðsins. Þeir félagarnir verða aðalstjörnurnar í hálfleik þar sem þeir leika listir sínar, og allt þetta vekur athygli fjölmiðla. Til allrar óhamingju sér fyrri eigandi Buddy, Norm Snively, hundinn í sjónvarpinu og sér núna leið til að græða peninga á honum. Nú er spurning hvort að Buddy og Josh þurfi að skiljast að.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Hans Petter Moland
Söguþráður Carls Mørck og Assad vinna í svokallaðri Q-deild lögreglunnar við að flokka gömul óleyst sakamál. Í þetta sinn opna þeir mál um börn sem hurfu sporlaust fyrir fjórtán árum þegar skilaboð frá öðru barni berast þeim, skrifuð með blóði og eru um leið örvæntingarfullt ákall um hjálp. Þeir Carl og Assad tengja þessi mál saman og eru þar með komnir á spor fjöldamorðingja sem enn gengur laus, e.t.v. með enn meira en þetta á samviskunni ...
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Tate Taylor
Söguþráður Hin fráskilda Rachel Watson tekur lestina á hverjum degi til New York og fer framhjá gamla húsinu sínu á leiðinni. Húsinu sem hún bjó í með eiginmanni sínum, sem býr þar enn, með nýrri eiginkonu og barni. Hún reynir að hugsa ekki of mikið um vanlíðan sína, og byrjar að fylgjast með pari sem býr nokkru neðar - Megan og Scott Hipwell. Hún skapar draumalíf fyrir þau í eigin höfði, um hvað þau er ótrúlega hamingjusöm fjölskylda. Og dag einn, þegar lestin fer framhjá, þá sér hún eitthvað sem slær hana, og hún reiðist. Næsta dag þá vaknar hún með rosalega timburmenn, allskonar meiðsli og marbletti, og man ekkert frá kvöldinu áður. Hún veit bara eitt - eitthvað slæmt gerðist. Þá sér hún sjónvarpsfréttirnar: Megan Hipwell er týnd. Rachel blandast inn í málið og reynir að finna út úr hvað gerðist, hvar hún er, og hvað hún sjálf var að gera þetta kvöld.
Útgefin: 19. janúar 2017
HeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Benjamin Ree
Söguþráður Frábær heimildarmynd þar sem fylgst er með norska undarbarninu og skáksnillingnum Magnus Carlsen frá 13 ára aldri þar til hann verður heimsmeistari á Indlandi árið 2013 eftir hörkueinvígi við Indverjann Anand. Fyrir barn með snilligáfu er mikilvægt að hafa gott bakland og Magnus hefði ekki náð svona langt án stuðnings fjölskyldu sinnar, en faðir hans og móðir ásamt systrum hans eru öll mjög nátengd og fylgja honum á öll mót. Myndin inniheldur áður óséð efni og einnig fylgjumst við með þegar hann mætir til Íslands og teflir við sjálfan Gary Kasparov, sterkasta skákmann heims á þeim tíma og nær jafntefli en þá var Magnus aðeins 13 ára gamall og númer 786 á heimslistanum. Kasparov furðar sig á tapinu og skilur hvorki upp né niður: Hver er þessi ungi og óþekkti strákur sem teflir svona vel?
GamanmyndRómantískDrama
Söguþráður Það er óhætt að segja að hér fái ástralskur léttleiki og húmor að njóta sín til fulls í rómantískri sögu um tvö ungmenni sem komin eru að krossgötum í lífi sínu. Fyrir utan æskuvinskapinn deila þau Billy og Lucy sameiginlegum áhuga á ökuleikni og hafa sýnt saman bílaáhættuatriði á hinum ýmsu skemmtunum. Dag einn ákveður Billy að taka mikla og óþarfa aukaáhættu þvert á vilja Lucyar sem ákveður í kjölfarið að fara sína eigin leið án hans. Og hvað gera ungir menn þá?
DramaÆvintýramyndSöguleg
Leikstjórn Timur Bekmambetov
Söguþráður Eftir að hefðarmaðurinn Judah Ben Húr er ranglega sakaður um glæp af æskuvini sínum Messala og hnepptur í þrældóm í kjölfarið sver hann þess dýran eið að hefna sín. Á sama tíma kynnist hann Jesú og verður djúpt snortinn af boðskap hans. Sögulega skáldsagan um Ben Húr er einhver þekktasta saga heimsbókmenntanna og um leið ein sú áhrifaríkasta, en engin bók fyrir utan Biblíuna er talin hafa haft jafn mikil áhrif á kristna trú og hún.
SpennumyndGlæpamynd
Söguþráður Sönn saga Alfredos Ríos Galeana, þekktasta og afkastamesta bankaræningja í sögu Mexíkó, sem flúði þrisvar úr fangelsi og gerðist trúarleiðtogi. Nafn Alfredos Ríos Galeana er ekki mjög þekkt utan Mexíkó en í Los Angeles þekktu margir söngvarann og leiðtoga babtista, Arturo Montoya, sem árið 2005 var skyndilega handtekinn eftir að í ljós kom að hann og Alfredo Ríos, sem hafði horfið sporlaust eftir síðasta flótta sinn úr fangelsi árið 1986, var einn og sami maðurinn. Hér er saga Alfredos/ Arturos sögð, en hún er vægast sagt ótrúlegri en nokkur skáldskapur.
HrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Joe Charbanic
Söguþráður David Allen Griffin er útsmoginn morðingi - hann velur sér ítrekað konur sem fórnarlömb, rannsakar þær svo vikum skiptir til að læra allt sem þær gera, allt niður í smæstu smáatriði. Hann notar þekkingu sína í réttarmeinafræði til að hitta á konuna þegar hún á síst von á því, yfirbuga hana, og drepa með kvalafullum hætti. Joel Campbell varð svo vonsvikinn yfir því að handsama ekki Griffin í Los Angeles á sínum tíma, að hann hætti í alríkislögreglunni FBI, flutti til Chicago og fór í sálfræðimeðferð, og nær ekki að virka eðlilega í samfélaginu í kjölfarið. Nú áttar hann sig á því að Griffin er búinn að velja sér nýtt fórnarlamb og hefur sent Campbell myndir af því. Campbell tilkynnir þetta til lögreglunnar, en vill helst ekki taka þátt í rannsókninni sjálfur, og segir að Griffin sé of útsmoginn og klár, en hann sleppur ekki svo auðveldlega ...
HrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Joe Charbanic
Söguþráður David Allen Griffin er útsmoginn morðingi - hann velur sér ítrekað konur sem fórnarlömb, rannsakar þær svo vikum skiptir til að læra allt sem þær gera, allt niður í smæstu smáatriði. Hann notar þekkingu sína í réttarmeinafræði til að hitta á konuna þegar hún á síst von á því, yfirbuga hana, og drepa með kvalafullum hætti. Joel Campbell varð svo vonsvikinn yfir því að handsama ekki Griffin í Los Angeles á sínum tíma, að hann hætti í alríkislögreglunni FBI, flutti til Chicago og fór í sálfræðimeðferð, og nær ekki að virka eðlilega í samfélaginu í kjölfarið. Nú áttar hann sig á því að Griffin er búinn að velja sér nýtt fórnarlamb og hefur sent Campbell myndir af því. Campbell tilkynnir þetta til lögreglunnar, en vill helst ekki taka þátt í rannsókninni sjálfur, og segir að Griffin sé of útsmoginn og klár, en hann sleppur ekki svo auðveldlega ...
TónlistarmyndHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Thorsten Schütte
Söguþráður Hvort sem þú ert nú þegar forn, gamall eða nýr aðdáandi tónlistarmannsins Francis Vincent Zappa Jr eða ekki þá verður þú að sjá þessa mynd. Eat That Question er sannkallaður hvalreki fyrir aðdáendur Franks Zappa sem án efa var og er enn einn af mikilvægustu og merkustu tónlistarmönnum sinnar kynslóðar. Zappa, sem var af ítölsku bergi brotinn, fæddist í Bandaríkjunum árið 1940 og vakti snemma athygli fyrir listsköpun sína enda fór hann aldrei troðnar slóðir og var alltaf og alla ævi að koma fram með eitthvað nýtt. Eftir hann liggur ógrynni af alls konar tónverkum á meira en 100 plötum, en Zappa lést langt um aldur fram úr krabbameini árið 1993.
HrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Ferð nokkurra ungra umhverfissinna til Suður-Ameríku breytist í algjöra martröð þegar flugvél þeirra hrapar niður í miðjan Amazon-frumskóginn.
Gamanmynd
Leikstjórn Steve Carr
Söguþráður Rafe Khatchadorian er kominn í sjöunda bekk og líst ekkert á að þurfa að díla við allt sem fylgir unglingsárunum, þ. á m. að þurfa að fylgja þeim reglum sem hinir fullorðnu setja honum. Á sama tíma þarf hann að glíma við að verða skotinn í stelpu í fyrsta sinn, verja sig fyrir skólabullunni, gæta þess að systir sín fari sér ekki að voða, sætta sig við stöðuga fjarveru sívinnandi móður sinnar og takast á við nýjasta unnusta hennar, hinn leiðinlega Carl.
GamanmyndVísindaskáldskapurFjölskyldumynd
Leikstjórn John Badham
Söguþráður Númer 5, sem er einn af mörgum hernaðar - tilraunavélmennum, breytist skyndilega eftir að hann fær eldingu í sig. Hann þróar með sér meðvitund og samvisku og óttinn við endurforritun í verksmiðjunni nagar hann. Með hjálp ungrar konu, þá reynir Númer 5 að komast hjá því að verða tekinn höndum, og reynir að sannfæra þann sem bjó hann til um að hann sé raunverulega lifandi.
GamanmyndRómantískFjölskyldumyndTónlistarmynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Hin litla og krúttlega Tiny fær tækifæri til að syngja í áheyrnarprufum fyrir söngvakeppni hunda, Pup Star. Þegar hún kemst í úrslitin þá er henni rænt. En með hjálp besta vinar síns Charlie, fyrrverandi rokk-hundi, þá nær hún að sleppa úr prísundinni. Saman lenda þau í ýmsum ævintýrum í kjölfarið. Þau hitta sálar-hundinn Big Ears sem kennir Tiny að syngja blús, Murray, sem hjálpar henni að finna rétta taktinn og Emily Rose, sveitasönghundinn, sem hjálpar Tiny að syngja beint frá hjartanu. Þau hjálpa Tiny að trúa á sjálfa sig og gefast aldrei upp.
RómantískÆvintýramynd
Leikstjórn Matteo Garrone
Söguþráður „Sagnasveigur“ fléttar saman þremur óvenjulegum ævintýrum. Kóngar og drottningar, álfar og risar, drekar og flær og nornir og galdrar. Í Tale of Tales er áhorfendum boðið inn í stórfenglegan heim ítalskra ævintýra. Í einu þeirra leikur Salma Hayek drottningu sem fórnar lífi eiginmanns síns sem leikinn er af John C. Reilly. Í öðru leikur Vincent Cassel konung sem er heillaður af tveimur leyndardómsfullum systrum. Ævintýrin eru öll stórbrotið sjónarspil þar sem myndlíkingar leika stórt hlutverk. Einu sinni voru þrjú konungsríki sem áttu landamæri hvert að öðru. Öllum var þeim stjórnað af konungum, drottningum, prinsum og prinsessum í stórkostlegum konungshöllum. Einn konungurinn var siðlaus saurlífisseggur, annar var fangi framandi skepnu og ein drottninganna var heltekin af ósk sinni um að eignast barn. Seiðkarlar og álfkonur, skelfileg skrímsli, tröll, gamlar þvottakerlingar, fimleikafólk og gleðikonur fara með aðalhlutverkin í þessum ævintýralega sagnasveig sem byggir lauslega á vinsælum verkum ítalska skáldsins Giambattista Basile. Stórbrotið sjónarspil á mörkum raunsæis og súrrealisma þar sem hver rammi er þrunginn merkingu.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jerzy Skolimowski
Söguþráður Afbrýðisamur eiginmaður, kynþokkafull eiginkona hans sem er leikkona, slepjulegur Hollywood leikstjóri, kærulaus eiturlyfjasendill, áttavilt ung kona, pylsusali sem er fyrrum tugthúslimur, nemandi í vanda sem á dularfullri vegferð, gluggaþvottamaður í óleyfi, eldri teiknari, bráðaliðar og hópur af svöngum nunnum. Líf þessa fólks tengist allt. Þau búa á óvissutímum þar sem allt getur gerst hvenær sem er. Einungis 11 mínútur geta breytt örlögunum.
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Russell Mulcahy
Söguþráður Rannsóknarlögreglumaðurinn John Prudhomme, af Cajun ætterni sem fluttur var til Chicago, er fenginn til að rannsaka grimmilegt morð á manni sem blæddi út þegar höndin var skorin af honum. Skilaboðin "Hann er að koma", skrifuð með blóði á glugga fórnarlambsins, eru drungalegar vísbendingar um hvers eðlis verkefnið er. Eftir að tvö önnur fórnarlömb sem vantar á útlimi, finnast, þá áttar Prudhomme sig á því að hann þarf að finna raðmorðingja sem notar líkamspartana sem vantar á líkin til að endurgera líkama Krists ... og ætlar að ljúka ætlunarverkinu fyrir Páska. Á sama tíma og Prudhomme eltist við morðingjann, þá leitar dauði sonar hans á hann, skilnaður við konuna, og minnkandi trú hans á Guð.