Nýtt á VOD

DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Jaume Collet-Serra
Söguþráður Michael er tryggingasölumaður sem um tíu ára skeið hefur ferðast með sömu lestinni fram og til baka úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona sem býður honum 75 þúsund dollara greiðslu fyrir að leysa dularfullt verkefni sem tengist einum farþega lestarinnar ... áður en hún kemur á endastöð.
Útgefin: 19. apríl 2018
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Dan Gilroy
Söguþráður Roman J. Israel er lögfræðingur á sextugsaldri sem segja má að hafi fórnað öllu fyrir starf sitt og þá hugsjón sína að bæta réttarkerfið með nýjum lögum sem hann hefur skrifað sjálfur. En hver hefur áhuga á að hlusta á hann? Israel verður hins vegar fyrir því áfalli að missa vinnuna þegar eigandi lögfræðistofunnar sem hann vinnur hjá fær hjartaáfall. Það sem Roman tekur til bragðs til að bjarga sínum málum kemur verulega á óvart, svo og afleiðingarnar ...
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Jaume Collet-Serra
Söguþráður Michael er tryggingasölumaður sem um tíu ára skeið hefur ferðast með sömu lestinni fram og til baka úr vinnu. Dag einn sest hjá honum ókunnug kona sem býður honum 75 þúsund dollara greiðslu fyrir að leysa dularfullt verkefni sem tengist einum farþega lestarinnar ... áður en hún kemur á endastöð.
Útgefin: 19. apríl 2018
Drama
Leikstjórn Alex Ross Perry
Söguþráður Naomi er ung áströlsk kona sem komin er til New York til að vinna tímabundið fyrir bókasafnsfræðing sem tekið hefur að sér að koma skikki á ótal skjöl úr dánarbúi tengdaföður síns. En Naomi á eftir að gera miklu meira!
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í átt að því að verða jedi-riddari heldur Rey á vit ævintýra ásamt Luke Skywalker, Leiu prinsessu og hinum dyggu Poe og Finn þar sem þau eiga eftir að uppgötva leyndardóm kraftsins og fortíð sem var þeim hulin.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í átt að því að verða jedi-riddari heldur Rey á vit ævintýra ásamt Luke Skywalker, Leiu prinsessu og hinum dyggu Poe og Finn þar sem þau eiga eftir að uppgötva leyndardóm kraftsins og fortíð sem var þeim hulin.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Natalie Portman
Söguþráður Myndin er æskusaga rithöfundarins Amoz Oz, en hann fæddist í Jerúsalem 4. maí árið 1939 og ólst þar upp. Foreldrar hans, þau Fania og Yehuda Arieh, voru af pólsku og litháísku bergi brotin og höfðu hist þegar þau stunduðu nám í Hebreska háskólanum í Jerúsalem. Svo fór, eftir að faðir Faniu varð gjaldþrota, að þau hjón ákváðu að setjast að í borginni til framtíðar. Amoz upplifði því í æsku sinni þegar Bretar slepptu hendinni af Palestínu, stofnun Ísraelsríkis og átökin sem hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í kjölfarið og enn sér ekki fyrir endann á ...
VísindaskáldskapurFjölskyldumynd
Leikstjórn Jason Murphy
Söguþráður Þegar hundur hins unga Tylers deyr ákveður faðir hans, sem er snjall uppfinningamaður að smíða handa honum vélhund sem getur ekki bara skilið og talað mannamál heldur er að auki gæddur ýmsum óvæntum hæfileikum Grunnurinn að því að faðir Tylers getur smíðað vélhundinn er ný tegund af orkugjöfum sem hann hefur fundið upp og er mörgum sinnum kraftmeiri en venjulegar rafhlöður. Fyrir utan að gera vélhundinum kleift að tala gæðir þessi nýi orkugjafi hann alls konar ofurkröftum og miklum hraða. En þegar gráðugur auðjöfur uppgötvar vélhundinn skipar hann sínum mönnum að færa sér hann, hvað sem það kann að kosta. Það reynist hins vegar hægara sagt en gert ...
RómantískDramaFjölskyldumyndStríðsmyndTónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Ben Verbong
Söguþráður Agathe von Trapp, elsta dóttirin í hinni vel þekktu tónlistarfjölskyldu, Von Trapp fjölskyldunni, þarf að ýta ýmsum hindrunum úr vegi til að ná langt í tónlistinni, og komast til Bandaríkjanna.
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Sígild og hlý ævintýramynd um óvenjulegt tvíeyki sem gæti ekki verið ólíkara. KC er klár, orkumikill en allt of ákafur vél-hundur, en Marshall er gamall, önugur alvöru hundur, sem hefur litla þolinmæði fyrir nýjum hlutum. Þessir tveir félagar lenda í mesta ævintýri lífs síns, þar sem þeir læra allt um vináttuna og því að dæma ekki eftir útlitinu.
Drama
Leikstjórn Michael Haneke
Söguþráður Skyndimynd af fjölskyldu evrópskra góðborgara, hinni auðugu Laurent-fjölskyldu sem er saman komin ásamt vinum til að fagna 85 afmælisdegi ættföðurins Georges Laurent. Umhverfis iðar samfélagið í Calais og ekki síst erlendu flóttamennirnir og vandamálin tengd auknu streymi þeirra til Evrópu.
Gamanmynd
Söguþráður Myndin segir í stuttu máli frá Max Angély sem hefur langa reynslu að baki við skipulagningu alls konar gleðskapar. Í þetta sinn hefur hann tekið að sér að sjá um veisluna í brúðkaupi Pierres og Hélénu en hana á að halda á 18. aldar óðalssetri og skal ekkert til sparað til að gera hana sem glæsilegasta og skemmtilegasta fyrir gestina. Við fylgjumst síðan með Max og starfsfólki hans undirbúa veisluna og að sjálfsögðu fer ýmislegt úrskeiðis, Max og hans fólki til mikillar mæðu á meðan áhorfendur hlæja sig máttlausa.
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Gorô Miyazaki
Söguþráður Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu umhverfis kastalann þar sem alls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra sínum, strák, sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar breytist allt ...
Útgefin: 12. apríl 2018
RómantískDramaÆvintýramynd
Leikstjórn David Lowery
Söguþráður Líf ungra hjóna sem komið hafa sér upp heimili í Dallas breytist að eilífu þegar eiginmaðurinn deyr í bílslysi. En þar með er saga hans rétt að byrja. Eiginmaðurinn fær tækifæri til að stíga inn í „ljósið“ eftir dauða sinn en hafnar því og gerist í staðinn draugur í húsinu sem hann bjó í þegar hann lést. Þar fylgist hann með ekkju sinni glíma við sorgina og söknuðinn og hvernig hún smám saman nær áttum á ný. En hvað svo?
DramaGlæpamynd
Leikstjórn S. Craig Zahler
Söguþráður Aðalpersóna myndarinnar er Bradley Thomas, fyrrverandi hnefaleikamaður sem starfaði eitt sinn fyrir eiturlyfjakónginn Eleazar og neyðist til að snúa til hans aftur þegar honum er sagt upp á bifreiðaverkstæðinu sem hann vinnur hjá. Í þetta sinn er Bradley hins vegar ekki eins heppinn og í fyrra skiptið og eftir að hann er gómaður við eiturlyfjasmygl er hann dæmdur til sjö ára fangelsisvistar. Þar uppgötvar hann að það var í raun engin tilviljun að löggan náði honum.
GamanmyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Brian Smrz
Söguþráður Segja má að CIA-leyniþjónustumaðurinn Travis Conrad hafi fórnað öllu, bæði fjölskyldu sinni og eigin lífi, fyrir ættjörðina. En það er ein fórn eftir! Á einhvern dularfullan hátt er hann lífgaður við og á úlnlið hans er komin klukka sem telur niður þá 24 klukkutíma sem honum hafa verið gefnir til að ... ja, gera hvað? Um það veit Travis í raun ekkert til að byrja með frekar en áhorfendur. Það eina sem hann veit er að eiginkona hans og sonur eru dáin og fyrir dauða þeirra vill hann hefna, svo og sinn eigin dauða. En hver ber ábyrgð á því að hann var lífgaður við og til hvers ætlast sá af honum?
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Stórskemmtilegar fimm mínútna teiknimyndir um alls konar dýr, bæði stór og smá, og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi. Skógarfjörs-þættirnir eru fullir af fjöri frá upphafi til enda, en þeir innihalda ekkert mannamál heldur eingöngu umhverfis- og dýrahljóð og dálítið af tónlist þegar það á við.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjallaranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji. Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Eftir að þau átta sig á hvað hefur gerst uppgötva þau að eina leiðin fyrir þau að snúa aftur til raunveruleikans er að sigrast á andstæðingum sínum og forðast að verða drepin af einhverju af villtu dýrunum sem eru úti um allt í hinni ævintýralegu opnu veröld leiksins – áður en þau klára lífin þrjú sem þau hafa úr að spila!
Útgefin: 5. apríl 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Þegar þau Spencer, Bethany, Fridge og Martha eru látin sitja eftir í skólanum rekast þau á gamla leikjatölvu í kjallaranum og leik sem þau hafa aldrei heyrt minnst á áður, Jumanji. Þau ákveða að prófa að spila – og sogast bókstaflega inn í leikinn. Eftir að þau átta sig á hvað hefur gerst uppgötva þau að eina leiðin fyrir þau að snúa aftur til raunveruleikans er að sigrast á andstæðingum sínum og forðast að verða drepin af einhverju af villtu dýrunum sem eru úti um allt í hinni ævintýralegu opnu veröld leiksins – áður en þau klára lífin þrjú sem þau hafa úr að spila!
Útgefin: 5. apríl 2018
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgátaSöguleg
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Myndin fjallar um þann fræga atburð í júlí árið 1973 þegar alnafna og sonarsyni ríkasta manns heims á þeim tíma, John Paul Getty III, var rænt í Róm og afi hans neitaði að greiða lausnargjaldið. Við tók margra mánaða árangurslaus barátta móður Johns við að frelsa hann. nóvember sama ár skáru mannræningjarnir af honum annað eyrað og sendu það í pósti til fjölmiðils ásamt orðsendingu um að þeir myndu þaðan í frá, á tíu daga fresti, skera af honum fleiri líkamshluta uns lausnargjaldið bærist eða hann dæi af sárum sínum
Útgefin: 5. apríl 2018