Nýtt á VOD

DramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Yared Zeleke
Söguþráður Ephraim er ungur eþíópískur drengur sem býr með föður sínum og litlu lambi. Ephraim og lambið hans ferðast langa vegalengd til fjarskyldra ættingja þar sem hann stendur sig vel í landbúnaðarstörfum en hann á sér einnig einn dulinn hæfileika, hann er nefnilega góður kokkur! Einn daginn kemur frændi hans að máli við hann og segir honum að hann þurfi að fórna lambinu í trúarlegri athöfn sem er á döfinni – en ungi drengurinn vill leggja allt í sölurnar til þess að bjarga lambinu og til þess að snúa aftur heim.
Spennutryllir
Leikstjórn Suzanne Osten
Söguþráður Siri er einstæð móðir sem býr ein í íbúð með dóttur sinni. Djöflarnir ráða ríkjum í lífi hennar en dóttir hennar Ti upplifir veröldina í íbúðinni öðruvísi. Ti er lítil stúlka sem hvorki heyrir né sér djöflana sem móðir hennar talar stundum við en ástandið versnar þegar djöflanir taka alveg yfir. Ti styðst við sitt eigið ímyndunarafl til þess að sigra djöfla móður sinnar.
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn André Øvredal
Söguþráður Sheldon lögreglustjóri og hans fólk, klórar sér í höfðinu yfir líki ókunnugrar konu sem þau finna í kjallara húss, sem passar ekki vettvangi glæpsins. Hann fer með líkið af hinni fögru ókunnugu manneskju til krufningar hjá Tommy Tilden, og biður hann um að skera úr um dánarorsök. Sonur Tommy og aðstoðarmaður, Austin Tilden, er á leið í bíó með kærustunni, Emma, en ákveður að hjálpa í staðinn föður sínum við krufninguna. Þarna um nóttina komast þeir að ýmsu skrýtnu og óhuggulegu um hina óþekktu konu.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Tölvuteiknimyndirnar um Skógargengið segja frá nokkrum undarlegum dýrum sem búa í skóginum og hafa tekið upp þá iðju að bjarga öðrum úr hættu. Fremstur á meðal jafningja er Marri mörgæs sem öllu jöfnu ætti ekki að hafast við í frumskóginum en þar sem hann hefur alltaf staðið í þeirri trú að hann sé tígrisdýr þá kemur hitt af sjálfu sér. Hér er að finna sjö nýja þætti um gengið sem eru hver öðrum viðburðaríkari.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Chad Stahelski
Söguþráður Leigumorðinginn John Wick sem var neyddur aftur í slaginn í fyrstu myndinni um hann þarf nú í framhaldinu að sinna beiðni gamals félaga og takast á við stórhættulega morðingja alþjóðlegs glæpa- og njósnagengis sem hreiðrað hefur um sig í Róm.
Útgefin: 22. júní 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Baran bo Odar
Söguþráður Vincent Down er lögreglumaður í Las Vegas sem leikur tveimur skjöldum. Annars vegar blandar hann sér inn í hóp spilltra lögreglumanna sem stela bæði fé og eiturlyfjum í eigin ágóðaskyni og hins vegar er hann útsendari innra eftirlits lögreglunnar og á að uppræta spillinguna frá rótum. Um seinna hlutverk hans veit enginn nema hann og yfirmaður hans. Eftir að Vincent tekur þátt í að ræna kókaínsendingu sem mafían átti að fá lendir hann hins vegar á milli steins og sleggju þegar mafían rænir syni hans og heimtar kókaínið til baka ...
Drama
Leikstjórn Ritesh Batra
Söguþráður Röng afhending í hinu fræga og skilvirka kerfi nestisboxa-sendinga í Mumbai, Indlandi, tengir óvænt saman unga vanrækta húsmóður og eldri mann. Þau skapa heim fantasíu með orðsendingum í nestisboxunum. Smátt og smátt fer fantasían að ógna veruleikanum. Þetta er verulega hjartnæm "feel-good" mynd sem sneiðir hjá klisjunum.
Drama
Leikstjórn Ritesh Batra
Söguþráður Röng afhending í hinu fræga og skilvirka kerfi nestisboxa-sendinga í Mumbai, Indlandi, tengir óvænt saman unga vanrækta húsmóður og eldri mann. Þau skapa heim fantasíu með orðsendingum í nestisboxunum. Smátt og smátt fer fantasían að ógna veruleikanum. Þetta er verulega hjartnæm "feel-good" mynd sem sneiðir hjá klisjunum.
RómantískDrama
Leikstjórn James Foley
Söguþráður Fifty Shades Darker sem er gerð eftir annarri bók E.L. James um hið sérstaka ástarsamband Anastasíu Steele og Christians Grey, er beint framhald fyrstu bókarinnar og hefst aðeins nokkrum dögum eftir að henni lauk með sambandsslitum. Við þau er Christian hins vegar afar ósáttur og biðlar til Anastasíu að halda áfram að hitta sig, en nú á hennar forsendum.
Útgefin: 15. júní 2017
Drama
Leikstjórn Katie Holmes
Söguþráður Hin þrettán ára gamla Ruthie Carmichael og móðir hennar, Rita, hafa lítið á milli handanna, þó svo að Rita sé í mörgum störfum. Þegar leigusalinn hendir þeim út, þá notar Rita útlitið til að redda plássi fyrir mæðgurnar. Áður en langt um líður, þá sannfærir Ruthie móður sína um að fara austur á bóginn í leit að betra lífi, og þær enda í smábænum Fat River, þar sem Rita fær vinnu og þær setjast að.
SpennumyndGamanmynd
Söguþráður Tvær spilltar löggur múta og koma sök á alla glæpamenn sem á vegi þeirra verða. En þegar þeir hitta aðila sem er jafnvel hættulegri en þeir eru sjálfir, þá snúast vopnin í höndunum á þeim.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni. Þessi DVD-diskur og Vod-útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða fyrstu seríu útgáfunnar sem inniheldur átta sjálfstæða og fjöruga þætti.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Eran Creevy
Söguþráður Þegar unnusta Caseys Stein, Juliette Marne, veikist skyndilega og í ljós kemur að hún þarf á nýjum nýrum að halda ákveður Casey að hverfa til fyrri starfa hjá glæpaforingjanum Geran til að afla peninganna sem þarf til að Juliette geti keypt og fengið grædd í sig ný nýru. En Casey er fljótlega kominn á kaf í enn verri mál en hann hefur nokkurn tíma áður þurft að glíma við. Geran sendir Casey í ránsferð til glæpaforingjans Hagens en sú ferð fer illilega úrskeiðis þegar menn Hagens ná honum og Casey má þakka fyrir að týna ekki lífinu. En Casey er snjall og tekst að flýja með álitleg verðmæti í skjalatösku og við tekur æsilegur eltingaleikur eftir hinum stórfenglegu hraðbrautum Þýskalands þar sem hann er með menn þeirra Hagens og Gerans á hælunum auk lögregluliðs landsins ...
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Asghar Farhadi
Söguþráður Íraska parið Ranaa og Emad, sem eru leikarar í leikriti Arthur Miller, Sölumaður deyr, neyðast til að skipta um samastað, og leigja íbúð í eigu eins af meðleikurum þeirra í leikritinu. Óafvitandi að fyrri leigjandi var vafasöm kona, þá koma þau sér fyrir í íbúðinni. En allt fer á versta veg þegar viðskiptavinir konunnar fara að birtast í íbúðinni þegar Ranaa er ein heima í baði, og nú fer friðsamt og gott líf þeirra allt á hvolf.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Fjallhressir teiknimyndaþættir um poppsöngkonurnar Kötu, Kylie og Kim sem í tónleikaferðum sínum um heiminn lenda í ótrúlegustu ævintýrum. Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferð um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að koma fram á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum, hvort sem þau snúast um að góma fingralanga, berjast við skrímsli eða hjálpa þeim sem minna mega sín í veröldinni. Þetta er safn númer þrjú í seríunni, þættir 17 til 24.
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Ang Lee
Söguþráður Eftir að myndband af hinum 19 ára gamla hermanni Billy Lynn sýnir hann reyna að bjarga lífi yfirmanns síns er hann hylltur sem hetja. En er hann það? Um leið og við fylgjumst með hvað gerist í kringum Billy vegna myndbandsins sem var tekið í bardaga í Írak er sagan sögð aftur í tímann þannig að áhorfendur byrja smám saman að skilja hvað það var sem raunverulega átti sér stað. Og það er ekki það sem allir halda ...
Drama
Leikstjórn Danny Boyle
Söguþráður Það eru liðin 20 ár síðan við kynntumst hinum kostulegu karakterum í myndinni Trainspotting og kominn tími til að endurnýja kynnin. Hvernig skyldi þeim Renton, Spud, Sick Boy, Diane, Gail og Begbie hafa gengið og hvað eru þau öll að bardúsa núna? Tuttugu ár eru liðin síðan Mark Renton kom á heimaslóðirnar og hitti þá Sick Boy, Begbie og Spud. Í ljós kemur að þótt margt í lífi þeirra hafi breyst er annað sem situr enn í sama farinu og um leið og þeir endurnýja kynnin, ásamt fleiri gömlum félögum eins og Gail og Diane, skjóta ýmis fortíðarmál upp kollinum – flest óuppgerð ...
DramaSpennutryllirHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Robert Greene
Söguþráður Fréttakonan Christine Chubbuck framdi sjálfsmorð í beinni útsendingu árið 1974. Þetta var fyrsta sjálfsmorðið sem sýnt var beint í sjónvarpi – en þegar leikkonan Kate Lyn Sheil undirbýr sig fyrir að leika Christine 40 árum síðar reynist henni merkilega erfitt að grafa upp heimildir um hana. Hver var Christine og hvað vakti fyrir henni? Við fylgjumst með rannsókn Kate á lífi og dauða Christine og horfum á þessar tvær konur, sem aldrei hittu hvor aðra, renna hægt og rólega saman í eina persónu.
RómantískDramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peter Chelsom
Söguþráður Geimskip fer af stað í fyrstu ferðina þar sem markmiðið er að nema land á Mars, en eftir flugtak komast menn að því að einn geimfarinn er ófrískur. Stuttu eftir lendingu, þá deyr geimfarinn af barnsförum, en barnið lifir og verður fyrsta mannveran sem fæðist á plánetunni - en faðirinn er ókunnur. Þannig hefst ótrúlegt líf Gardner Elliot, forvitins og vel gefins drengs, en um það leiti sem hann verður 16 ára hefur hann einungis umgengist 14 manns alla sína ævi. Hann er forvitinn um föður sinn og heimaplánetu sína, og byrjar í netsambandi með stelpu frá Colorado, sem heitir Tulsa. Þegar hann kemst loksins til Jarðar, þá vill hann upplifa allt sem Jörðin hefur upp á að bjóða og hann gat aðeins lesið um á Mars. En þegar hann er kominn til Jarðar sjá vísindamenn að líffæri hans eru ekki hæf til að starfa á Jörðinni. Gardner er mjög ákveðinn í að finna föður sinn og flýr frá vísindamönnum og fer með Tulsa í ferð til að finna föður sinn, og finna sinn stað í heiminum.
Útgefin: 1. júní 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður Kevin er maður sem haldin er alvarlegri persónuleikaröskun en innra með honum búa a.m.k. 23 mismunandi persónur sem koma fram þegar þeim hentar. Þegar ein af þessum persónum rænir þremur stúlkum og lokar þær inni hefst atburðarás sem enginn getur getið sér til um hvernig fer – né hvernig hún endar!
Útgefin: 1. júní 2017