Nýtt á VOD

GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Anthony Leondis
Söguþráður Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er þar engin undantekning. Hann er svokallað „meh“-tákn og á að vera með tómlátan svip. Gene hefur þó litla sem enga stjórn á svipum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að þessu vandamáli. Gémmi Fimm og Töggur ganga til liðs við Gene og ferðast um símann þveran og endilangan í leit að kóðanum sem á að gera Gene að „eðlilegu“ emoji-tákni með einn fastan svip.
Útgefin: 7. desember 2017
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Anthony Leondis
Söguþráður Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er þar engin undantekning. Hann er svokallað „meh“-tákn og á að vera með tómlátan svip. Gene hefur þó litla sem enga stjórn á svipum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að þessu vandamáli. Gémmi Fimm og Töggur ganga til liðs við Gene og ferðast um símann þveran og endilangan í leit að kóðanum sem á að gera Gene að „eðlilegu“ emoji-tákni með einn fastan svip.
Útgefin: 7. desember 2017
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Söguþráður Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð einhvers staðar í Danmörku þar sem við kynnumst bræðrunum Johani og Emil. Þegar heimabrugg þess síðarnefnda leiðir til þess að einn af verkamönnunum veikist hastarlega leiðir það til harkalegra deilna og útskúfunar sem Emil á erfitt með að höndla, enda ekki á bætandi í þessu einangraða samfélagi sem bauð ekki upp á mikinn kærleik eða umhyggju fyrir. Um leið reynir á samstöðu bræðranna, en þegar Johan virðist á góðri leið með að vinna ástir draumastúlku Emils hefst atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir ...
Spennumynd
Leikstjórn John O. Hartman
Söguþráður Bobby Dunlap er ungur maður sem syrgir föður sinn, en sá var mikil kappaksturshetja. Sjálfan dreymir Bobby um að taka þátt í helsta kappakstrinum í heimabæ sínum en skortir bæði bíl og þjálfun. En þá fær hann óvænta hjálp frá dularfullum manni sem ákveður að hjálpa honum umfram það sem nokkur hefði getað átt von á, síst af öllu Bobby sjálfur ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Skemmtilegir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín gegn ofríki Jóhanns konungs og hvers konar spillingu og harðstjórn hans.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Skemmtilegir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín gegn ofríki Jóhanns konungs og hvers konar spillingu og harðstjórn hans. Sögurnar um alþýðuhetjuna Hróa hött og alla góðu félagana hans í Skírisskógi hafa hér fengið hressilega andlitslyftingu í bráðskemmtilegum teiknimyndum þar sem hvert ævintýrið rekur annað.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Michael Cuesta
Söguþráður Eftir að unnusta Mitch Rapp er myrt í hryðjuverkaárás ákveður hann að helga líf sitt baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og gengur til liðs við bandarísku leyniþjónustuna. Þar nýtur hann leiðsagnar Stans Hurley sem er þaulvanur í baráttunni og áður en langt um líður er komið að fyrsta verkefninu: Að stöðva dularfullan hryðjuverkamann sem kallast „Draugurinn“ og er að reyna að koma þriðju heimsstyrjöldinni í gang.
Útgefin: 7. desember 2017
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Paul Lynch
Söguþráður Sam Wells er gamall maður sem þráir að vera jólasveinn eitt árið til áður en líkami hans deyr. Hann ákveður að biðja smákrimmann Eddie um aðstoð gegn milljón dollara greiðslu og Eddie ákveður að slá til þrátt fyrir áhættuna. Sam verður mjög glaður þegar hann fær afnot af líkama Eddies sem að sama skapi þarf að bíða á meðan í líkama Sams og uppgötva hvernig það er að vera gamall. Um leið kynnist hann dóttur Sams, hinni fögru og umhyggjusömu Susan, og er áður en varir orðinn ástfanginn upp fyrir haus. En þegar komið er að því að skipta aftur um líkama kemur babb í bátinn.
RómantískDrama
Leikstjórn Leslie Hope
Söguþráður Katherine er fráskilinn vinnualki, og þegar vinnan fer að bitna á syni hennar, þá ákveður hún að fara með honum í gamla heimabæinn sinn til að eyða þar Jólunum með móður sinni, Lilly, sem þar býr. Þegar hún kemur í bæinn hittir hún gamlan kærasta og það kviknar í gömlum glæðum ...
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Terry Ingram
Söguþráður Þegar brestur á með óveðri og gríðarlegri snjókomu neyðast átta manns sem þekkjast ekkert innbyrðis til að leita skjóls í gamalli kirkju. Staðan er slæm því jólin eru að koma og því vilja þau öll komast heim sem allra fyrst.
RómantískDrama
Leikstjórn Justin Chadwick
Söguþráður Hin munaðarlausa Sophiua telst heppin þegar hinn auðugi Cornelis Sandvoort tekur hana sér fyrir konu. Þegar Cornelis ákveður að láta mála mynd af þeim hjónum og ræður til verksins ungan listmálara að nafni Jan Van Loos vandast málin því Jan verður þegar ástfanginn af hinni fögru Sophiu – og setur í gang óvænta atburðarás ...
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Cal Brunker
Söguþráður Íkorninn Surlí og hin dýrin í Eikarbæ hafa haft það gott frá því við hittum þau í samnefndri mynd árið 2014. Nú er tilveru þeirra hins vegar ógnað þegar borgarstjórinn í Eikarbæ ákveður að ryðja burt almenningsgarðinum sem þau búa í og nota svæðið í staðinn undir skemmtigarð. Það má auðvitað ekki gerast en hvað eiga Surlí og hin dýrin að taka til bragðs?
Útgefin: 1. desember 2017
DramaÆviágrip
Leikstjórn Destin Cretton
Söguþráður Jeannette Walls fæddist árið 1960 og ólst upp ásamt þremur systkinum í mikilli fátækt, óreiðu og afskiptaleysi. Faðir þeirra var drykkfelldur skýjaglópur sem hélst hvergi í vinnu og móðirin sagðist vera listakona þótt hún skapaði aldrei neitt af viti og virtist reyndar hvorki vita í þennan heim né annan löngum stundum. Fjölskyldan festi hvergi rætur, var stöðugt að flytja (flýja) og hvorki Jeannette né systkini hennar gengu í skóla á uppvaxtarárunum. Svo fór líka að þau lærðu fljótt að standa á eigin fótum og flúðu öll foreldra sína um leið og þau gátu, en foreldrana dagaði síðan uppi sem hústökufólk í New York.
Útgefin: 1. desember 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Michael Apted
Söguþráður Þegar yfirheyrslusérfræðingurinn Alice Racine, sem vinnur fyrir CIA en er líka með tengsl við yfirmenn bresku leyniþjónustunnar, er kölluð til að yfirheyra meintan hryðjuverkamann áttar hún sig ekki fyrr en of seint á því að yfirheyrslan er í raun gildra, sett á svið til að veiða upplýsingar upp úr henni sjálfri. Eftir að Alice áttar sig á að hún hefur verið leidd í gildru og í raun gefið hryðjuverkamönnum mikilvægar upplýsingar í stað þess að afla þeirra eins og starf hennar snýst um áttar hún sig um leið á því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Þá áætlun verður að stöðva en vandamálið er að nú veit Alice ekki lengur hverjum hún getur treyst
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Janus Metz Pedersen
Söguþráður Úrslitaleikurinn á Wimbledon-tennismótinu í London 5. júlí 1980 er án nokkurs vafa einhver merkilegasti og mest spennandi íþróttaviðburður sögunnar en í honum mættust hinn rólyndi Svíi og fjórfaldi Wimbledon-meistari Björn Borg og hinn bráði og skapstóri Bandaríkjamaður John McEnroe sem hafði aldrei áður leikið til úrslita á Wimbledon. Hér er sögð forsagan að þessum magnaða leik. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að ná upp á toppinn í tennisheiminum, en þeir þóttu eins ólíkar manngerðir og hugsast gat.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn James Marquand
Söguþráður Ungur rithöfundur leitar í ofboði að innblæstri fyrir nýjustu skáldsöguna sína, en er á sama tíma að jafna sig á því að hin stórglæsilega kærasta hans er farin frá honum, og því að búa nú fjarri heimaborginni Liverpool. Tveir bestu vinir hans reyna að hressa hann við með því að fara með hann út á djammið í London, þar sem hann hittir draumadísina, galleristann Anna. En á sama tíma togast á í honum helstu áherslur hans í lífinu, vinirnir, skrifin og ræturnar.
GamanmyndRómantískDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Terry Ingram
Söguþráður Mary Tobin á dásamlegar minningar af því þegar fjölskyldan hittist um Jólin í Jóla bústaðnum. Þegar hún skellir sér í helgarfrí í bústaðinn, þá sér hún að gamli góði kofinn, sem hún dýrkar og dáir, er farinn að láta verulega á sjá. Hún hefur ekki mikil fjárráð, en klukkan tifar, og hún nær ekki einungis að blása lífi í bústaðinn á ný, heldur finnur hún ástina í leiðinni.
Gamanmynd
Leikstjórn Fred Olen Ray
Söguþráður Riley Thomas er ung og á uppleið í einu stærsta eignaumsýslufyrirtæki í heimi. Nú þegar Jólin eru á næsta leiti er hún send í smábæinn Chestnut í Vermont, til að meta eignir eins af fyrirtækjunum sem fyrirtækið hennar á, en það er fataframleiðandi í bænum. Þegar hún kemur á staðinn ræður hún stofnanda félagsins, Nick, sér til aðstoðar. Allir halda að hún sé þarna til að bjarga félaginu, en hún segir engum að hún eigi einmitt að gera hið öndverða, að leysa það upp. En í þessari vinnu allri fer hún að kunna að meta hvað fyrirtækið þýðir fyrir bæinn og hjálpar meira segja til við að gera nýja vöru fyrir Jólin. Nú þegar forgangsatriðin hafa breyst, og ástin bankar á dyrnar, mun hún geta staðið fyrir máli sínu frammi fyrir yfirmanni sínum Preston Bullock, og bjargað fyrirtækinu sem hún átti að eyðileggja?
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Fred Olen Ray
Söguþráður Þau Patrick og Maya eru starfsmenn fyrirtækis sem framleiðir gæludýravörur og kemur ekkert allt of vel saman, enda ólík að upplagi. Þegar eigandi fyrirtækisins sendir þau saman í kynningarferð fyrir jólin breytist allt.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Hér segir frá hinum einhleypa Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina gagnvart uppátækjum íkornakrakkanna sinna og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“