Nýtt á VOD

DramaSpennutryllir
Leikstjórn Tom Ford
Söguþráður Myndin hefst á því að listasafnseigandinn Susan Morrow fær í hendur handrit að nýrri spennusögu sem fyrrverandi eiginmaður hennar, Edward Sheffield, skrifaði. Þegar hún byrjar að lesa uppgötvar hún að sagan er í raun tileinkuð henni og sambandi þeirra og að í henni leynast skilaboð sem eru greinilega ætluð henni einni. Getur verið að skáldsagan sé í raun sönn saga frá upphafi til enda?
Spennumynd
Leikstjórn Antony Smith
Söguþráður Áður en Artúr konungur deyr tekst honum samt að forða því að hið öfluga sverð Excalibur lendi í höndum Mordreds. Nítján árum seinna uppgötvar launsonur Artúrs, Owain, hver hann er í raun og veru og þegar hann fær að vita hvernig faðir hans dó og hver drap hann ákveður hann að steypa hinum svikula og illa bróður sínum af stóli og láta hann gjalda illverka sinna ...
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Denis Villeneuve
Söguþráður Sérsveitarmaðurinn Officer K, kemst á snoðir um dularfullt mál úr fortíðinni. Til að aðstoða sig við rannsóknina þarf hann að hafa uppi á Rick sem hafði horfið þrjátíu árum fyrr, þ.e. eftir að hafa leyst sitt síðasta verkefni. Leit K ber árangur að lokum, en með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ...
Útgefin: 15. febrúar 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Tomas Alfredson
Söguþráður Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole fær til rannsóknar hvarf ungrar móður kemst hann fljótlega að því að málið tengist eldri morðmálum þar sem ungar mæður voru myrtar í vetrarbyrjun – um það leyti sem fyrsti snjórinn féll.
Útgefin: 15. febrúar 2018
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Anton er þrettán ára gamall strákur sem er heillaður af sögum um hina dauðu og ódauðlegu og myndi gefa mikið fyrir að hitta eins og eina vampíru. Honum verður að ósk sinni þegar hann vingast við jafnaldra sinn Runólf, en hann er vampíra sem býr í gömlum kirkjugarði ásamt fjölskyldu sinni. Líf Antons breytist umsvifalaust í ævintýri en hætta steðjar að þegar hinn ógnvekjandi vampírubani Rökkfinnur mætir á svæðið, staðráðinn í að koma öllum vampírum fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll. Það má ekki takast!
Útgefin: 15. febrúar 2018
GamanmyndÆviágripÍþróttamynd
Söguþráður Þann 20. september 1973 mættust þau Bobby Riggs og Billie Jean King í tenniseinvígi í Texas eftir að Bobby hafði haldið því fram að engin kona gæti sigrað hann í tennis. Í þessari afar vel leiknu og skemmtilegu mynd er farið yfir aðdraganda þessa einvígis og að sjálfsögðu einvígið sjálft.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Danny Strong
Söguþráður Kvikmynd um uppvaxtarár rithöfundarins J.D. Salinger en gerist þó að mestu árunum 1938 til 1947 þegar hann stundaði nám í Columbia-háskólanum í New York, var síðan sendur til Evrópu í stríðið og hóf síðan að skrifa bækur þegar hann kom til baka reynslunni ríkari. J.D. Salinger varð þekktur þegar hann gaf út sína fyrstu bók, meistaraverkið Catcher in the Rye.
Gamanmynd
Leikstjórn Andrew J. Cohen
Söguþráður The House segir frá hjónunum Scott og Kate Johansen sem verða alveg miður sín þegar villa í heimilisbókhaldinu leiðir í ljós að þau eiga ekki fyrir háskólanámi dóttur sinnar, sem er þó þegar búin að fá inngöngu. Til að bjarga málunum með hraði ákveða þau hjón (eftir að hafa reynt ýmislegt löglegt) að starta spilavíti, ásamt nágranna sínum, í húsinu hans, þrátt fyrir að viðurlög við því gætu kostað þau 20 ár í fangelsi. Þann séns verða þau samt sem áður að taka.
DramaSpennutryllirGlæpamyndSöguleg
Leikstjórn Kathryn Bigelow
Söguþráður Þann 23. júlí árið 1967 réðst lögreglan til inngöngu í klúbb einn í borginni Detroit Bandaríkjunum sem hafði ekki leyfi til reksturs. Þetta hratt af stað mótmælum sem undu fljótt upp á sig og urðu að allsherjar uppþoti sem síðar var kallað „tólfta strætis-óeirðirnar“ (The 12th Street Riot). Á öðrum degi óeirðanna var framið hrottalegt morð sem fékkst aldrei rannsakað að fullu.
Barnamynd
Söguþráður Stór og smár bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum. Í þáttunum taka þeir félagar alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir.
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Niels Arden Oplev
Söguþráður Læknanemar rannsaka mörk lífs og dauða, og upplifa ýmislegt, þar til skuggahliðar tilrauna þeirra fara að setja líf þeirra í hættu. Hvernig er að deyja? Hvað hugsar maður á dauðastundinni? Ein af þeim sem langar að finna svörin er læknisfræðineminn Courtney sem fær dag einn þá brjálæðislegu hugmynd að deyja í tilraunaskyni, nokkuð örugg um að verða lífguð við af samnemanda sínum áður en það er orðið of seint. Tilraunin heppnast, eða þannig lítur það út í byrjun, en ekki án eftirmála sem enginn hefði getað séð fyrir ...
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Martin Campbell
Söguþráður Eftir að yngsta og eina eftirlifandi dóttir veitingastaðareigandans Quangs lætur lífið í sprengjuárás IRA í London leitar hann bæði til lögreglunnar og leyniþjónustunnar til að fá það uppgefið hverjir séu grunaðir um verknaðinn, enda ákveðinn í að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sjálfur – sem allra fyrst.
Útgefin: 8. febrúar 2018
Fjölskyldumynd
Leikstjórn W.D. Hogan
Söguþráður Allie Morgan vinnur á skrifstofu dagblaðs og vonast til að fá tækifæri í blaðamennskunni áður en langt um líður. Sá draumur rætist þegar yfirmaður hennar felur henni að skrifa nokkrar greinar að eigin vali yfir sumartímann. Í leit að viðfangsefni rekst Allie inn á kaffihús eitt sem er þekktast fyrir það að eigandinn, Sam, þykir afar fær í að kynna fólk sem passar fyrir hvort annað og hefur átt þátt í stofnun margra farsælla ástarsambanda. Sjálfur er hann hins vegar á lausu ...
SpennumyndDramaFjölskyldumynd
Söguþráður Bóndahjónin Jack og Rita Shepard hafa átt í ströggli með að láta enda ná saman og eiga nú á hættu að missa bæ sinn og jörð vegna skulda. En þegar fimmtán ára dóttir þeirra, Megan, uppgötvar villtan og sérlega glæsilegan fola sem hefst við í nálægu skóglendi fer óvænt atburðarás í gang.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Langt, langt í burtu er eyjan og borgin Ninjago. Þar búa þau Lloyd, Jay, Kai, Cole, Zane og Nya sem á daginn þurfa að glíma við skólann, skólalífið og öll hin hversdagsmálin en á kvöldin við alls konar skrímsli og óvætti sem herja á Ninjago auk hins valdagráðuga og illa Lords Garmadon – sem er faðir Lloyds.
HrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Söguþráður Rannsókn lögreglu á nokkrum óhugnanlegum morðum leiðir í ljós að allar aðstæður og aðferðir sem morðinginn hefur notað til að murka lífið úr fórnarlömbunum benda ótvírætt til að þar sé á ferðinni enginn annar en John Kramer, öðru nafni Jigsaw, sem gerði lögreglunni lífið leitt fyrr á árum með hefndarmorðum sínum. Vandamálið við þessa kenningu er að John er búinn að vera undir grænni torfu í tíu ár ...
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Eftir að hafa veikst af lömunarveiki var Robin Cavendish ekki ætlað líf í meira en þrjá mánuði enda hætti hann að geta andað. En eiginkona hans, Diana, var ekki á sama máli og krafðist þess að hann héldi áfram að lifa. Svo fór að þau hjón fundu leiðir sem ekki bara framlengdu líf Robins heldur urðu til þess að stórbæta þaðan í frá lífsgæði margra annarra sem veikjast af lömunarveiki ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Þættirnir um Móa björn, sem elskar að ferðast um heiminn á hjólinu sínu ásamt besta vini sínum og heimsækja sögufræga staði.
HrollvekjaÍslensk mynd
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Söguþráður Myndin fjallar um barnfóstruna Helen sem villist út í nærliggjandi skóg þegar barnið sem hún passar hverfur um miðja nótt. En sögur segja að skógurinn sé ekki tómur. Í honum á að búa óhugnalegur maður sem gæðir sér á augum barna til þess að veigra sér frá blindu …
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Gary Preisler
Söguþráður Við kynnumst hér tveimur heimskingjum, Calvin og Leonard, sem dreymir um að verða ríkir svo þeir geti lifað í lúxus eins og hitt þotuliðið í Beverly Hills og náð sér í stelpur. Þegar þeim býðst að kvænast tveimur eldri systrum sem virðast eiga nægan pening stökkva þeir á tækifærið en vita ekki að systurnar sjá líka gróðavon í þeim – en á allt annan hátt en þeir hefðu getað ímyndað sér ...