Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndBarnamyndFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Richard Martin
Söguþráður Josh, sem nú er í 8. bekk, hefur komist að því að hann er með frábæra kasthönd, og reynir því að komast í ruðningslið skólans. Fljótlega sjá menn að íþróttahundurinn hans, Buddy, getur einnig náð að grípa hin ótrúlegustu köst, og þessir tveir verða óstöðvandi saman. En illt rússneskt sirkus-tvíeyki vill ræna Buddy og nota hann í sirkusinn, á sama tíma og ruðningsliðið the Timberwolves er á hraðri leið að meistaratitlinum. Getur Josh bjargað Buddy nógu tímanlega fyrir úrslitaleikinn?
Útgefin: 26. janúar 2017
SpennumyndVestriÆvintýramynd
Leikstjórn Antoine Fuqua
Söguþráður Íbúar þorpsins Rose Creek eru orðnir langþreyttir á yfirgangi iðnjöfursins Bartholomews Bogue og ákveða að ráða í sína þjónustu nokkra byssu- og bardagamenn til að vernda þá. En hvað hafa sjö menn að gera í fjölmennan her Bartholomews?
Útgefin: 26. janúar 2017
Drama
Leikstjórn Meera Menon
Söguþráður Pólitískur peningatryllir þar sem áhorfendur eru leiddir um völundarhús fjárfesta sem þurfa oft að taka ákvarðanir á ljóshraða og vera tilbúnir að mæta hindrunum við hvert horn. Í þessum leik er Naomi Bishop orðin snillingur enda hefur henni gengið vel að undanförnu og er stolt af árangri sínum. En á Wall Street geta veður skipast skjótt í lofti og að því á Naomi eftir að komast þegar opinbert hneyksli byrjar að skekja hressilega allar hennar fjármálastoðir ...
Útgefin: 26. janúar 2017
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Ung stúlka, sem á foreldra sem eru mjög uppteknir í vinnunni, og kærasti hennar, kynnast talandi apa sem vill vera tekinn alvarlega sem leikari.
Útgefin: 26. janúar 2017
BarnamyndTeiknimynd
Leikstjórn Marc Wasik, Noel Cleary
Söguþráður Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst.
Útgefin: 26. janúar 2017
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Ewan McGregor
Söguþráður Seymour „Swede“ Levov hefur að segja má verið alla sína ævi fyrirmynd annarra í samfélaginu. Hann er af góðu og ríku fólki kominn, er fyrrverandi íþróttastjarna sem kvæntist eftirsóttustu stúlkunni í bænum, fegurðardísinni Dawn, eignaðist með henni dótturina Merry og bjó fjölskyldu sinni fallegt og veglegt heimili á stórum búgarði. En hamingjan er hverful og að því á Swede sannarlega eftir að komast ...
Útgefin: 27. janúar 2017
GamanmyndDrama
Söguþráður Sagan af undrabarninu og píanóleikaranum Eli Smith, og sambandi hans við móður sína, Penny, sem er eiturlyfjasjúklingur sem neitar að viðurkenna að hún eigi við vandamál að stríða. Hún hefur þó með semingi samþykkt að fara í 28 daga meðferð. Eli er sjálfur drykkfelldur og móðir hans segir það genetískt vandamál vegna þess að faðir hans var alkóhólisti. Eli þráir ekkert meir en að móðir sín taki sig saman í andlitinu svo hann geti einbeitt sér að sjálfum sér. Þegar Eli er á leið með Penny í meðferðina tekur eiturlyfjasali hann sem gísl, og ævintýrið hefst fyrir alvöru.
Útgefin: 27. janúar 2017
GamanmyndRómantískDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður Efnilegur listamaður í New York, John Hollar, snýr aftur í heimabæ sinn til að vera hjá móður sinni, sem er á leið í heilaaðgerð. Með í för er kærasta hans sem er komin átta mánuði á leið.
Útgefin: 2. febrúar 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Bill Bannerman
Söguþráður Josh og besti vinur hans, Tom Stewart, eru nýkomnir með fast sæti í fótboltaliðinu í skólanum, þegar þjálfarinn tilkynnir þeim að liðið verði blandað strákum og stúlkum. Josh kynnist Emma, sætri stelpu sem er nýflutt frá Englandi. Hún er ekki bara með honum í liðinu heldur á hún Golden Retriever hundinn Molly. Molly eignast fljótlega hvolpa með körfu- og ruðningshundi Josh, Buddy. Fljótlega koma ómældir fótboltahæfileikar Buddy einnig í ljós, og hann leiðir lið Josh til meistaratitils. En þegar sex nýfæddum hvolpum Buddy er stolið, er úr vöndu að ráða.
Útgefin: 2. febrúar 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Jonas Cuarán
Söguþráður Fimmtán Mexíkanar í leit að betra lífi ætla að smygla sér yfir landamærin að Bandaríkjunum með því að ganga í gegnum eyðimörk þar sem gæsla er takmörkuð. Þeir vita auðvitað ekki að þeirra bíður sjálfskipaður landamæravörður, hrottinn Sam, sem er staðráðinn í að stöðva för þeirra fyrir fullt og allt. Í fyrstu virðist för fimmtánmenninganna ætla að ganga vel, eða allt þar til Sam byrjar að salla þau niður eitt af öðru með öflugum riffli úr launsátri. Fjögur komast þó undan, skelfingu lostin, en það er bara tímabundið því Sam hefur þegar eftirför og býr að því umfram bráð sína að hann er með eina skotvopnið á svæðinu.
Útgefin: 3. febrúar 2017
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Patricia Rozema
Söguþráður Í heimi þar sem rafmagn er orðið næsta lífsnauðsynlegt á öllum sviðum mannlífsins, þá er það skelfileg tilhugsun ef það fer. Feðgin, faðir og tvær dætur hans, þurfa að finna leið til að lifa af eftir að algjört rafmagnsleysi verður, sem breytir öllu og öllum á svæðinu. En hver er ástæðan fyrir því að rafmagnið fór? Er þetta svæðisbundið, eða hefur þetta áhrif um allt landið? Enginn veit það í raun og veru, og nú reynir á fjölskylduna að lifa af við þessar aðstæður.
Útgefin: 3. febrúar 2017
RómantískDramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Mel Gibson
Söguþráður Myndin gerist í Seinni heimsstyrjöldinni og segir frá herlækninn Desmond T. Doss, sem var í bandaríska hernum í bardaganum við Okinawa. Bardaginn var einn sá blóðugasti í styrjöldinni, en Doss neitaði að beita ofbeldi, og varð síðar fyrsti samvisku-mótmælandinn í sögu Bandaríkjanna til að vera sæmdur heiðursorðu þingsins. Doss bjargaði 75 mönnum án þess að hleypa af byssu, eða halda á byssu yfir höfuð. Hann var ekki á móti stríðinu sem slíku, en taldi dráp vera rangt; hann var eini bandaríski hermaðurinn í Seinni heimsstyrjöldinni til að berjast vopnlaus í fremstu víglínu. Doss fjarlægði hina særðu frá átakasvæðum og særðist sjálfur eftir sprengingu og fékk í sig skot frá leyniskyttum.
Útgefin: 9. febrúar 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Derek Cianfrance
Söguþráður Þau Tom Sherbourne og Isabel Graysmark eru yfir sig ástfangin og þegar Tom snýr heim heill á húfi úr skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Evrópu ákveða þau að gerast vitaverðir á afskekktri eyju undan austurströnd Ástralíu. Dag einn rekur bát að landi eyjarinnar og innanborðs er dáinn maður og lítið stúlkubarn sem þau Tom og Isabel ákveða að ala upp sem sitt eigið þótt Tom sé í fyrstu á báðum áttum um að þau séu með því að gera rétt. Tveimur árum síðar fara þau með stúlkuna, sem þau nefna Lucy-Grace, í fyrsta sinn upp á meginlandið og um leið hefst örlagarík atburðarás ...
Útgefin: 9. febrúar 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Josh er nú á fyrsta ári í framhaldsskóla, og hundurinn hans Buddy varð eftir heima hjá Andrea og hinum í fjölskyldunni. Andrea, sem er að reyna að laga sig að lífinu í miðskólanum, ákveður að skrá sig í hafnaboltaliðið, og kemst þá að því að Buddy er frábær hafnaboltaleikmaður. Þegar leiktímabilið er að hefjast, þá gerist nokkuð hræðilegt - hvolpar Buddy byrja að hverfa einn af öðrum á dularfullan hátt. Nú þarf hann að finna þá, á sama tíma og hann stefnir á atvinnumannadeildina í hafnaboltanum, þar sem hann ætlar að keppa með Anaheim Angels!
Útgefin: 9. febrúar 2017
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Colm McCarthy
Söguþráður Vísindamaður og kennari í framtíð eftir alheimsfaraldur, fara saman í ferð í leit að mótefni, með sérstakri ungri stúlku að nafni Melanie. Þeir sem smitaðir eru af farsóttinni eru rændir frjálsum vilja og eru orðnir að kjötétandi "hungries" eða "svöngum". Eina von mannkyns er lítill hópur blendingsbarna sem þyrstir í mannakjöt, en geta samt sem áður hugsað og fundið til. Börnin ganga í skóla í herstöð uppi í sveit í Bretlandi, þar sem þau þurfa að gangast undir grimmilegar tilraunir Dr. Caroline Caldwell. Kennarinn Helen Justineu binst einni stúlku sérstökum böndum, Melanie. En þegar ráðist er á herstöðina, þá sleppur þríeykið með hjálp Eddie Parks liðþjálfa, og gerir allt hvað það getur til að bjarga sér, en á sama tíma þarf Melanie að horfa inn á við, og átta sig á hver hún er í raun og veru.
Útgefin: 10. febrúar 2017
GamanmyndHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jim Hosking
Söguþráður Myndin gerist í Los Angeles og segir frá Ronnie, sem heldur úti Disco-gönguferðum, ásamt syni sínum Brayden. Þegar kynþokkafull kona kemur í göngutúrinn, þá fara feðgarnir að keppast um athygli hennar. Einnig birtist slímugur, ómennskur brjálæðingur sem kemur út á göturnar á kvöldin og kyrkir saklausa borgara, og fær fljótt viðurnefnið "The Greasy Strangler".
Útgefin: 10. febrúar 2017
Drama
Leikstjórn Lenny Abrahamson
Söguþráður Konu sem haldið hefur verið fanginni af kynferðisglæpamanni í sjö ár og á með honum fimm ára dreng, Jack. Þau mæðgin búa allan tímann í gluggalausu rými sem er einungis 3x3 metrar að rúmmáli. Móðir Jack hefur skapað heilan heim fyrir hann inni í rýminu, og mun gera allt sem hún getur til að Jack geti lifað innihaldsríku lífi þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður. En eftir því sem Jack fer að spyrja meira út í aðstæðurnar sem hann býr í, þá vex óþreyja móður hans, og þau gera áhættusama flóttaáætlun, sem á endanum gæti leitt þau út í hina hina stóru ógn - hinn raunverulega heim utan Herbergisins.
Útgefin: 16. febrúar 2017
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Þegar Robert Langdon vaknar upp á sjúkrahúsi í Flórens á Ítalíu hefur hann ekki hugmynd um hvernig hann komst þangað. Það síðasta sem hann man er að hann var á gangi á lóð Harvard-háskólans í Bandaríkjunum og nú þarf hann að komast að því hvað leiddi hann í þessar furðulegu aðstæður. Fyrir utan að glíma við algjört minnisleysi þarf Langdon fljótlega að leggja á flótta undan skuggalegum mönnum sem ætla sér að stytta honum aldur. Á flóttanum, þar sem hann nýtur aðstoðar læknisins Siennu Brooks, þarf Robert sem sagt að komast bæði að því í hverju hann lenti og hvernig hann bjargar lífinu ...
Útgefin: 16. febrúar 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Stewart Hendler
Söguþráður Hinn ungi Max McGrath verður mest hissa sjálfur þegar hann kemst að því að hann býr yfir dularfullri orku í líkama sínum sem aðrir hafa ekki. Enn meiri verður undrun hans þegar hann hittir fljúgandi vélmennið Steel og áttar sig á að saman geta þeir tveir myndað hinn ósigrandi orkubolta Max Steel.
Útgefin: 16. febrúar 2017
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Tvær ungar stúlkur af munaðarleysingjahæli eru ættleiddar til fjölskyldu í New York. Eina vandamálið er að það er bannað að vera með hunda í íbúðinni sem þær flytja í. Stúlkurnar reyna að lauma hvolpi sem þær finna, inn á heimilið og halda honum þar á laun. Chestnut, sem er risastór hundur af kyni Stór Dana, vex og vex, og lendir í sífellt fleiri vandræðum.
Útgefin: 16. febrúar 2017