Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Dean Israelite
Söguþráður Fimm ungmenni sem þekkjast ekki mikið í byrjun en eiga meira sameiginlegt en sýnist eru fyrir gráglettni örlaga leidd saman einn góðan veðurdag og komast þá að því að þau eru ný kynslóð af hinum öfluga Power Rangers-bardagahópi.
Útgefin: 29. júní 2017
Drama
Leikstjórn Kenneth Lonergan
Söguþráður Þegar bróðir Lees Chandler deyr er hann beðinn um að taka að sér son hans, Patrick. Þá ósk á Lee afar erfitt með að uppfylla. Hann hefur í kjölfar skelfilegs atburðar og persónulegs áfalls nánast dregið sig í hlé frá umheiminum. Þegar hann stendur skyndilega frammi fyrir beiðni um ábyrgð sem hann getur hvorki hafnað né höndlað má segja að hann sé neyddur til að endurmeta allt sitt ...
Útgefin: 29. júní 2017
GamanmyndRómantískDramaÆvintýramynd
Söguþráður Hank er strandaglópur á eyðieyju og hefur misst alla von um björgun. Hann ákveður því að ljúka þessu af og hengja sig – en þá sér hann lík í fjöruborðinu! Eftir að Hank uppgötvar líkið, sem er af ungum manni, fyllist hann nýrri von um að komast heim. Ásamt líkinu, sem reynist reyndar grunsamlega líflegt af líki að vera, heldur hann svo bjartsýnn af stað ...
Útgefin: 30. júní 2017
Drama
Leikstjórn Kelly Reichardt
Söguþráður Myndin fjallar um þrjár konur í smábæ og er byggð á smásagnasafni Maile Meloy, Both Ways Is the Only Way I Want It.
Útgefin: 6. júlí 2017
Spennumynd
Leikstjórn Peter Malota
Söguþráður Eftir mikinn skotbardaga, þá kemur dularfullur maður á spítalann nær dauða en lífi. Í kjölfarið kemur hópur útlendinga á spítalann einnig í leit að manninum. Hjúkrunarkona hans, sem er eina vitnið að skotbardaganum, er tekin til yfirheyrslu af alríkislögreglunni FBI, og í ljós kemur að málið snýst um víðtækt samsæri og hefnd.
Útgefin: 6. júlí 2017
Drama
Leikstjórn Benedict Andrews
Söguþráður Una er 27 ára kona sem kemur í vinnuna til Ray til þess að gera upp sambandið sem þau áttu í mörgum árum áður. Þau höfðu hlaupist á brott saman og áttu, að henni fannst þá, í ástarsambandi. En þar sem hún var aðeins tólf ára þá og Ray var fertugur þá lítur hún málið öðrum augum núna. En hún er enn að leita að svörum og endar á að eiga langt og erfitt samtal við Ray á skrifstofunni hans.
Útgefin: 7. júlí 2017
RómantískDrama
Leikstjórn François Favrat
Söguþráður Antoine Rey er að leita að góðri gjöf handa systur sinni til að gefa henni í fertugsafmælisgjöf. Hann ákveður að koma henni á óvart og gefa henni ferð til frönsku eyjarinnar Noirmoutier, þar sem þau voru oft á sumrin þegar þau voru börn, þar til móðir þeirra féll frá. Á leiðinni heim til Parísar lendir Melanie í alvarlegu bílslysi ...
Útgefin: 7. júlí 2017
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Mick Jackson
Söguþráður Hinn virti rithöfundur og sagnfræðingur Deborah E. Libstadt, þarf að berjast fyrir sögulegum staðreyndum, til að sanna að Helförin hafi í raun átt sér stað, þegar David Irving, þekktur helfarar-afneitandi, kærir hana fyrir meiðyrði.
Útgefin: 13. júlí 2017
Spennutryllir
Leikstjórn Jonathan Wright
Söguþráður Myndin segir frá pari sem finnur myndbandsupptökur í eigu raðmorðingja. Þau ákveða að taka lögin í sínar eigin hendur og hætta öllu, í þeirri von að komast yfir 100 þúsund dali. Áður en langt um líður eru þau komin með morðingjann á hælana.
Útgefin: 13. júlí 2017
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Niki Caro
Söguþráður Myndin segir sögu dýragarðsvarða við dýragarðinn í Varsjá. Antonina og Jan Zabinski björguðu hundruðum manna og dýra eftir að Þjóðverjar réðust inn í landið í Seinni heimsstyrjöldinni.
Útgefin: 14. júlí 2017
Drama
Leikstjórn Charlotte Sieling
Söguþráður Simon er kóngurinn í dönsku listalífi. Hann er sérvitur, farsæll, auðugur, á fagra konu og unga hjákonu. Lífið er frábært, þar til dag einn þegar áður óþekktur sonur hans birtist og fær alla athyglina. Það kemur í ljós að Casper er hinn heimsfrægi veggjakrotari "The Ghost". Þetta er ögrun og áskorun fyrir Simon, og nú reynir á sambandið á milli feðganna. En samt sem áður styrkist samband þeirra smátt og smátt, en spurningin er hvort að blóðskyldleikinn sé nægjanlegur? Þegar allt kemur til alls þá ætlaði Simon sér alls ekki að verða faðir, og Casper er með aðrar áætlanir með föður sinn en bara að kynnast honum.
Útgefin: 14. júlí 2017
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Jordan Peele
Söguþráður Parið Chris og Allison eru ákaflega ástfangin hvort af öðru, en þau eru hvort af sínum kynþættinum, hann svartur en hún hvít. Að því kemur að Allison vill kynna Chris fyrir foreldrum sínum, en af því hefur Chris nokkrar áhyggjur því hann er hræddur um að foreldrar hennar taki sér ekki vel. Hann verður samt að láta á það reyna en á heldur betur eftir að sjá eftir því!
Útgefin: 20. júlí 2017
Drama
Leikstjórn Tommy Bertelsen
Söguþráður Olivia og Matthew Grey eru 18 ára gamlir tvíburar sem eru fædd inn í heim forréttinda og mikilla væntinga. Það er eiginlega ekkert sem skilur þau að, jafnvel draumar þeirra eru samtvinnaðir. Þegar þau eru að búa sig undir síðasta skólaárið saman, þá verður harmleikur til þess að þau skiljast að, og sá tvíburi sem eftir lifir, þarf að læra að lifa lífinu án hins - eða láta reyna á hve langt á að ganga til að reyna að endurheimta þann sem fór.
Útgefin: 20. júlí 2017
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Söguþráður Myndin gerist árið 1997, eftir að alheimsfaraldur hefur lagt Jörðina í eyði. The Kid er ungur skransafnari sem er með ástríðu fyrir teiknimyndasögum. Hann þarf að horfast í augu við hættur og sýna djörfung, og breytast í uppáhalds ofurhetjuna sína, þegar hann hittir dularfulla stúlku að nafni Apple. Zeus, hinn sjálfskipaði og illskeytti leiðtogi, gerir þeim lífið leitt, og með lítið annað í farteskinu en trú á sjálfan sig og gamaldags vopn, heldur The Kid af stað í tilraun til að kveða hin illu öfl í kútinn, og bjarga draumastúlkunni.
Útgefin: 21. júlí 2017
SpennumyndDramaÆvintýramyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Myndin segir ótrúlega sögu breska landkönnuðarins Percy Fawcett, sem fór inn í Amazon frumskóginn í byrjun 20. aldarinnar og finnur þar merki um áður óþekkta menningu. Þó að hann hafi þurft að þola háð og spott vísindasamfélagsins, sem skilgreindi frumstæða ættbálka sem villimenn, þá fór Fawcett ítrekað á svæðið til að afla sönnunargagna, þar til hann hvarf með dularfullum hætti árið 1925.
Útgefin: 28. júlí 2017
Drama
Leikstjórn Mia Hansen-Løve
Söguþráður Nathalie kennir heimspeki við menntaskóla í París. Hún er ástríðufullur kennari, og vill fá nemendur sína til að hugsa um hlutina. Hún er gift og á tvö börn, og deilir tíma sínum milli fjölskyldu sinnar, fyrrum nemenda og kröfuharðrar móður. Dag einn tilkynnir eiginmaður hennar henni að hann ætli að fara frá henni vegna annarrar konu. Eftir að hafa fengið frelsið svona skyndilega og óumbeðið, þá þarf Nathalie nú að endurhugsa allt sitt líf.
Útgefin: 28. júlí 2017