Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Mark Waters
Söguþráður Jólin nálgast og Willie Stokes er við sama heygarðshornið og áður yfir hátíðarnar þar sem hann safnar peningum fyrir bágstadda en hirðir svo peninginn sjálfur. En Willie vill meira, enda gráðugur með endemum, og þegar hinn smávaxni félagi hans Marcus kemur með tillögu um að ræna vel stæð góðgerðarsamtök ákveður Willie að slá til ásamt móður sinni, Sunny.
Útgefin: 19. október 2017
HeimildarmyndDýralífsmynd
Leikstjórn Luc Jacquet
Leikarar: Lambert Wilson
Söguþráður Luc Jacquet snýr aftur með nýjar myndir sem hann tók á Suðurskautslandinu, myndir sem hann tók með drónum og í kafbátum. Fylgst er með ungri mörgæs sem er að fara í sitt fyrsta ferðalag, út í óvissuna.
Útgefin: 19. október 2017
GamanmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Jay Baruchel
Söguþráður Gömlu liðsfélagarnir í ísknattleiksliðinu Halifax Highlanders koma saman á ný, en það vantar aðalmanninn, Doug "The Thug" Glatt. Hann hefur lagt skautana á hilluna, og er nú tryggingasölurmaður, kvæntur og með barn á leiðinni. En þegar erkióvinur Doug, Anders Cain, er gerður að fyrirliða Higlanders liðsins, og nýir eigendur hóta að leysa upp liðið, þá sér Doug sig tilneyddan til að mæta aftur til leiks.
Útgefin: 19. október 2017
ÆvintýramyndBarnamyndTeiknimynd
Leikstjórn Max Lang, Jan Lachauer
Söguþráður Ketti hennar til mikillar gremju þá leyfir góðgjörtuð norn hundi, fugli og froski, sem hafa hjálpað henni að finna hluti sem hún týndi, að fljúga með henni á kústinum, sem verður alltof þungur fyrir vikið. Eldspúandi dreki eyðileggur kústinn, og hótar að éta nornina, en dýrin vinna saman og þykjast vera skrímsli til að bjarga henni. Þetta verður til þess að nornin eignast nýjan flottan kúst með sætum á, og allir geta flogið saman og haft það gott
Útgefin: 20. október 2017
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Xavier Gens
Söguþráður Við kynnumst hér ungri blaðakonu, Nicole Rawlins, sem fær áhuga á dularfullu máli þar sem nunna hafði látið lífið eftir særingar kaþólsks prests. Það sem Nicole vill komast að er hvort nunnan hafi verið geðsjúk eða hvort hún hafi í raun verið haldin illum anda sem gaf prestinum tilefni til særingarinnar. Til að afla sér vísbendinga heldur hún í klaustrið þar sem særingin fór fram og þar verður hún vitni að ótrúlegum atburðum ...
Útgefin: 20. október 2017
DramaSpennutryllirGlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baltasar Kormákur
Söguþráður Finnur þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Útgefin: 26. október 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Edgar Wright
Söguþráður Ungur og hæfileikaríkur flóttabílstjóri reiðir sig á undirleik góðrar tónlistar til að verða sá besti í faginu. Þegar hann hittir draumadísina, þá sér Baby möguleika á að hætta í sínu vafasama starfi, og komast í burtu. En eftir að hafa verið neyddur til að vinna fyrir glæpaforingja, þá þarf hann að mæta afleiðingunum þegar mislukkað rán ógnar lífi hans, ástinni og frelsi.
Útgefin: 26. október 2017
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Claudio Fäh
Söguþráður Kolumbíski eiturlyfjabaróninn Jesús Morales greiðir á laun fyrir þjónustu leyniskyttu sem kölluð er "The Devil", sem drepur óvini Morales einn af öðrum þar til enginn er eftir. Völd Morales aukast og hann nær yfirráðum yfir smyglleiðum til Bandaríkjanna. Fíkniefnalögreglan sendir fulltrúann Kate Estrada, sem hefur verið á hælunum á Morales í mörg ár, og leyniskyttuna Brandon Beckett, til Kólumbíu. Þau eiga að drepa "The Devil" og færa Morales til Bandaríkjanna þar sem á að rétta í máli hans.
Útgefin: 26. október 2017
HeimildarmyndÍþróttamynd
Söguþráður Hér eru áhorfendur leiddir inn í veröld fólks sem hreint og beint lifir fyrir skíða- og snjóbrettaíþróttina. Við kynnumst bæði nýjum og gömlum hetjum í íþróttinni, fylgjumst með ungviðinu falla fyrir sportinu, skoðum hvað það er sem fær fólk til að fórna öllu til að komast upp í fjöllin ... og síðast en ekki síst sláumst við í för með þeim sem elska að taka áhættu í rosalegustu brekkum og hlíðum norskra fjalla. Allt er þetta kvikmyndað á þann hátt að áhorfendum finnist þeir raunverulega vera þátttakendur í spennunni og hraðanum sem fær adrenalínið til að flæða ...
Útgefin: 27. október 2017
BarnamyndTeiknimyndSjónvarpssería
Leikstjórn J.D. Dillard
Söguþráður Stórskemmtilegar fimm mínútna teiknimyndir um alls konar dýr, bæði stór og smá, og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi. Skógarfjörs-þættirnir eru fullir af fjöri frá upphafi til enda, en þeir innihalda ekkert mannamál heldur eingöngu umhverfis- og dýrahljóð og dálítið af tónlist þegar það á við.
Útgefin: 27. október 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Matt Reeves
Söguþráður Í War for the Planet of the Apes, þriðja kaflanum í hinni vinsælu Apaplánetu seríu, þá neyðast Caesar og aparnir til að fara í blóðugt stríð við her manna, undir stjórn hins miskunnarlausa Colonel. Þegar aparnir verða fyrir gríðarlegu “mann”falli, þá á Caesar í innri glímu við myrka hlið eðlis síns og byrjar að leita að leið til að hefna þeirra sem féllu. Að lokum liggja leiðir þeirra Caesar og Colonel saman, og úr verður sögulegur bardagi sem mun ákvarða örlög kynþáttanna og framtíð plánetunnar.
Útgefin: 2. nóvember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Söguþráður Þegar Strympa verður vör við að ókunnug augu eru að stara á hana í nágrenni Strumpaþorps og finnur í framhaldinu dularfullt kort sem gefur til kynna að Strumparnir séu ekki einu íbúarnir í Strumpaskógi leiðir það til þess að hún, Gáfnastrumpur, Kraftastrumpur og Klaufastrumpur halda í leiðangur í leit að sannleika málsins, þvert á vilja Æðstastrumps.
Útgefin: 2. nóvember 2017
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Erik Poppe
Söguþráður Sannsögulega myndin Höfnun konungsins gerist á þremur dögum í apríl árið 1940 og segir frá því þegar þýski herinn kom til Oslóar og setti norsku ríkisstjórninni og konungi Noregs, Hákoni sjöunda, þá afarkosti að gefast upp eða deyja ella. Norðmenn höfðu vonast til að hlutleysi þeirra í síðari heimsstyrjöldinni yrði virt enda vanbúnir til átaka og því var þeim mikill vandi á höndum þegar Þjóðverjar kröfðu þá um uppgjöf. Átti konungurinn að fallast á það eða átti hann að hvetja norska herinn til mótstöðu gegn innrásarliðinu og hætta þar með á mikið mannfall?
Útgefin: 2. nóvember 2017
DramaSpennutryllir
Söguþráður Kona verður sífellt ofsóknaróðari eftir að hún tekur lífshættulegt eiturlyf.
Útgefin: 2. nóvember 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Kate Lane
Söguþráður Tvær unglingsstúlkur sem lifa samhliða lífi, en koma af ólíkum stigum samfélagsins, hittast sumar eitt. Þær verða vinkonur og uppgötva kynferðislega þrá.
Útgefin: 3. nóvember 2017
GamanmyndSöngleikur
Leikstjórn Isaac Rentz
Söguþráður Misheppnaður Broadway söngvari, sem vinnur nú við framleiðslustjórn, þarf að bjarga frumsýningarakvöldi á nýju verki, með því að ná tökum á ólíkindatólunum sem hann vinnur með.
Útgefin: 3. nóvember 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jon Watts
Söguþráður Peter Parker nýtur lífsins með hina nýfundnu hæfileika sína sem gera hann að köngulóarmanninum. En alvaran er skammt undan og spurningin er hvort Peter hafi í raun það sem þarf til að takast á við hættulegustu glæpamenn New York-borgar.
Útgefin: 9. nóvember 2017
Drama
Leikstjórn Liz W. Garcia
Söguþráður Æskuvinir, sem nú eru í menntaskóla, hittast í sumarleyfinu og gera upp skelfilega atburði úr fortíð sinni.
Útgefin: 9. nóvember 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Julius Onah
Söguþráður Barþjónn í New York flækist í morðgátu, þar sem við sögu kemur örvæntingarfull kona, týndur eiturlyfjasali, og erfingi umsvifamikils fjárfestingarfyrirtækisins.
Útgefin: 10. nóvember 2017
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Söguþráður Hinn heimsþekkti sálfræðingur Dr. Amanda Tyler rannsakar rætur ofbeldisfullrar hegðunar og fær tækifæri til að taka viðtal við og greina hinn dauðadæmda Jackson Shea. Eftir því sem viðtalinu vindur fram, og örlög Jack eru í óvissu, þá þarf Amanda að ákveða hvort að samþykkja eigi að fresta aftökunni.
Útgefin: 10. nóvember 2017