Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndDramaSpennutryllirStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Hér segir frá einhverju magnaðasta björgunarafreki sögunnar þegar Bretum og bandamönnum þeirra tókst, þvert á allar aðstæður, að bjarga um 340 þúsund hermönnum úr nánast vonlausri sjálfheldu í Dunkirk og yfir Ermarsundið þrátt fyrir stanslausar árásir þýskra orrustuflugmanna sem einnig fengu skipanir um að sökkva öllum bátum og skipum sem freistuðu þess að bjarga mönnunum. Seinna hlaut þessi atburður viðurnefnið „kraftaverkið í Dunkirk“.
Útgefin: 18. desember 2017
DramaÆviágrip
Leikstjórn David Gordon Green
Söguþráður Sönn saga Jeffs Bauman sem missti báða fætur þegar hryðjuverkamenn sprengdu tvær sprengjur við endalínu Bostonmaraþonhlaupsins þann 15. apríl 2013 og þurfti í framhaldinu að takast á við gjörbreyttar aðstæður í lífi sínu. Þegar Jeff Bauman rankaði við sér á sjúkrahúsi og gerði sér grein fyrir hvað hafði gerst bað hann um blað og penna þar sem átti óhægt um mál og skrifaði: „Sá manninn. Hann horfði beint á mig.“ Þessi orð hjálpuðu lögreglunni að komast á slóð ódæðismannanna tveggja sem frömdu hryðjuverkið fyrr en ella.
Útgefin: 22. desember 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Ash Christian
Söguþráður Franny er ung kona sem finnst hún vera algjörlega stopp í lífinu. Hún er í yfirvigt vegna skyndibitafíknar og hefur nánast neyðst til að sjá um ruglaða móður sína og eldri systur sem hefur farið illa á ólifnaði og eiturlyfjaneyslu. Dag einn breytist líf hennar þegar bankaræningi tekur hana í gíslingu.
Útgefin: 22. desember 2017
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst. Hann og frændi hans þurfa oft að leysa vandasamar þrautir til að sleppa heilir á húfi frá furðulegustu aðstæðum og enn furðulegri verum ...
Útgefin: 22. desember 2017
SpennumyndDramaSpennutryllir
Söguþráður Þegar Gabriel fer að átta sig á að draumar hans tengist á einhvern hátt raunveruleikanum og að morðin sem hann fremur í þeim og ofbeldið sem hann beitir virðist eiga sér raunverulega samsvörun byrjar hann að gruna að eitthvað hafi komið fyrir hann sem hefur samt gjörsamlega þurrkast út úr minninu. Í leit að svörum, og um leið og gátan fer að rakna upp, áttar hann sig líka á að einhver sem hann þekkir og tengist jafnvel náið veit líklega sannleika málsins. En hver?
Útgefin: 29. desember 2017
Drama
Leikstjórn Goran Radovanovic
Söguþráður Myndin gerist í Kosovo árið 2004, fimm árum eftir stríðið. Nenad, tíu ára kristinn drengur frá svæði innan Serbíu, er ákveðinn í að halda alvöru jarðarför fyrir afa sinn. Til þess þarf hann að fara yfir á óvinasvæði, og vingast við múslimska meirihlutann, í hinni stríðshrjáðu og margskiptu Kosovo.
Útgefin: 29. desember 2017
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Í þáttunum taka þeir félagar Stór og Smár alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir.
Útgefin: 29. desember 2017
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Sacha Gervasi
Söguþráður Addison, vel gefinn en eirðarlaus eldri nemandi í menntaskóla, kynnir sér undirheima Washington D.C. með besta vini sínum og sálufélaga, skarpri stúlku að nafni Digger. Saman reyna þau að leysa gátuna um morðið á samnemenda sínum.
Útgefin: 5. janúar 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Griff Furst
Söguþráður Larkin fjölskyldan, sem býr í rólegum bæ í suðurríkjum Bandaríkjanna, lendir í hræðilegum harmleik. Umferðarljósin gefa undarlegar viðvaranir, draugalegir svipir reika um götur bæjarins, og grafir í kirkjugarðinum opnast. Og undir drungalegu yfirborði árinnar, þá er vera, sem er á mörkum þess að vera mannleg, að búa sig undir að grimmilega hefnd.
Útgefin: 5. janúar 2018
DramaSpennutryllirÆvintýramynd
Söguþráður Eitt villt og viðburðaríkt sumar í lífi hins unga Jude Traynor, þar sem hann ástundar smáglæpi og þjófnað.
Útgefin: 5. janúar 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Jayson Thiessen
Söguþráður Lífið í höfuðborg smáhestanna gæti varla verið fullkomnara en það er, enda byggt á gleði, söng, ævintýrum og órjúfanlegum vinaböndum. En þegar hin vonda og valdagráðuga Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnilegum þjónum sínum neyðast smáhestarnir undir forystu prinsessunnar Skystar til að ferðast þvert í gegnum Smáhestaland og freista þess að finna nýja bandamenn sem geta hjálpað þeim.
Útgefin: 11. janúar 2018
Ævintýramynd
Leikstjórn Richard Boddington
Söguþráður Tvö börn og hundurinn þeirra, þurfa að nota útsjónarsemi sína og hæfileika til að lifa af á sléttum Afríku eftir að hafa lent í flugslysi.
Útgefin: 11. janúar 2018
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Gabriele Altobelli
Söguþráður Saga um ítalskan leikara sem kemur til New York frá Róm, ævintýri hans og ástamál.
Útgefin: 12. janúar 2018
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Phillip Guzman
Söguþráður Ung kona þarf að bjarga sér og vinum sínum undan fornum óvætti, sem eltir uppi fórnarlömb sín í gegnum svokallaða svefn lömun.
Útgefin: 12. janúar 2018
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Steven Soderbergh
Söguþráður Bræðrunum Jimmy, Mellie og Clyde Logan finnst örlögin leika fjölskyldu þeirra grátt. Til að leiðrétta stöðuna skipuleggja þeir meiriháttar rán á NASCAR kappakstri í Norður Karólínu í Bandaríkjunum.
Útgefin: 18. janúar 2018
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Steven R. Monroe
Söguþráður Leigh heldur úti vefsíðunni Bad Date Chronicles, en þar getur fólk undir nafnleysi sett inn sögur af hræðilegum stefnumótum. Þegar bloggarinn og samkeppnisaðilinn Conner kemur við sögu í einni færslunni hennar, þá ákveða þau að hittast á stefnumóti til að sjá hvort þeirra er slæmi aðilinn á stefnumótinu.
Útgefin: 18. janúar 2018
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Marc Forster
Söguþráður Samband blindrar konu við eiginmanninn breytist þegar hún fær aftur sjónina, og kemst að óþægilegum hlutum varðandi þau tvö.
Útgefin: 19. janúar 2018
DramaHrollvekja
Leikstjórn Andres Muschietti
Söguþráður Þegar sjö vinir í bænum Derry í Maine-ríki Bandaríkjanna komast á snoðir um að í holræsum bæjarins er á kreiki óvættur sem ber að öllum líkindum ábyrgð á hvarfi margra ungmenna í gegnum árin ákveða þau að rannsaka málið á eigin ábyrgð.
Útgefin: 22. janúar 2018
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Myndin segir kostulega sögu flugmannsins, eiturlyfjasmyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seal sem var flugmaður sem eftir að hafa flogið vélum flugfélagsins TWA frá 1966 til 1974 ákvað að söðla hressilega um og gerast stórtækur eiturlyfjasmyglari fyrir hinn stóra, kólumbíska Medellín-eiturlyfjahring þar sem hann tók m.a. við skipunum beint frá Pablo Escobar. Í hátt í tíu ár tókst Barry síðan að smygla ógrynni af kókaíni til Bandaríkjanna og efnaðist mjög enda fékk hann um hálfa milljón Bandaríkjadala fyrir hvert flug. Að því kom þó að hann var handtekinn og árið 1984 var hann dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir þær smyglferðir sem sönnuðust á hann. Þá brá hann á það ráð að gerast uppljóstrari fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og það samstarf og sönnunargögnin sem Barry aflaði átti m.a. eftir að verða veigamikill þáttur í Iran-Contra-hneykslinu mikla sem skók bandarísk stjórnmál á níunda áratug síðustu aldar. Þar með er sagan þó ekki öll sögð því Barry lumaði á sínu eigin einkatrompi í þeim blekkingarleik sem nú hófst – sem við segjum ekki nánar frá hér til að skemma ekki fléttuna og upplifunina fyrir þeim áhorfendum sem þekkja ekki sögu Barrys Seal til hlítar.
Útgefin: 25. janúar 2018
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Jon Brewer
Söguþráður Heimildarmynd um Mick Ronson sem átti stóran þátt í að skapa gítarsándið sem einkenndi glamrokk-tímabilið á ferli Davids Bowie, en Mick var gítarleikari sviðshljómsveitar Bowies, The Spiders From Mars. Mick Ronson fæddist í maí árið 1946 í Hull í Bretlandi og lést langt um aldur fram vegna krabbameins í lifur, aðeins 46 ára gamall árið 1993. Í myndinni er farið yfir feril Micks, bæði sem sólólistamanns og sem aðstoðarmanns annarra og rætt við fjölda fólks sem þekkti hann vel.
Útgefin: 25. janúar 2018