Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

DramaÆviágrip
Leikstjórn Garth Davis
Söguþráður Sönn saga Saroos Brierley sem fimm ára gamall varð viðskila við fjölskyldu sína á Indlandi þegar hann sofnaði í lest sem síðan lagði af stað og bar hann langar leiðir frá heimahögunum. Eftir að Saroo vaknaði og yfirgaf lestina vissi hann ekkert hvert hann ætti að fara og gat engum sagt hvar hann ætti heima. Hann lenti því á vergangi en var að lokum tekinn inn á munaðarleysingjahæli og síðan ættleiddur af áströlskum hjónum sem fóru með hann til Ástralíu. Þar ólst hann síðan upp en í stað þess að gleyma uppruna sínum urðu minningarnar um móður hans og bróður stöðugt áleitnari þar til hann ákvað, þrítugur að aldri, að fara til Indlands og reyna til þrautar að finna hina raunverulegu fjölskyldu sína ...
Útgefin: 3. mars 2017
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Laurent Tirard
Söguþráður Diane er falleg og aðlaðandi kona. Hún er stjörnulögfræðingur, glaðlynd og hefur að geyma mikinn og geislandi persónuleika. Nú þegar óhamingjusamt hjónaband hennar er að baki hefur hún bæði tíma og pláss í sínu lífi til að hitta þann eina rétta. Það virðist ætla að ganga erfiðlega, allt þar til hún fær símtal fá Alexandre nokkrum en hann fann farsímann hennar. Á meðan á símtalinu stendur þá gerist eitthvað mjög sérstakt. Alexandre er kurteis, skemmtilegur, menningarlega sinnaður ... og hann heillar Diane upp úr skónum. Í kjölfarið ákveða þau að hittast. En stefnumótið fer á annan veg en ætlað var ...
Útgefin: 3. mars 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Matt Ross
Söguþráður Myndin fjallar um nokkur ár í lífi tveggja einstaklinga, ungs manns og ungrar konu, sem eiga skyndikynni í hótelherbergi. Þó að þau fari hvort sína leið, þá hittast þau næstu árin í nýju og nýju hóteli, um öll Bandaríkin, þegar þau eru í viðskiptaferðum. Þau eru bæði í samböndum, en leita til hvors annars eftir rómantískri spennu. En munu þau komast að því með tímanum að þau séu í raun sköpuð fyrir hvort annað?
Útgefin: 3. mars 2017
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Shane Meadows
Söguþráður Árið 2011, eftir meira en 15 ára hlé, koma upprunalegir meðlimir hinnar goðsagnakenndu bresku hljómsveitar The Stone Roses, þeir Ian Brown, John Squire, Alan "Reni" Wren og Gary "Mani" Mounfield, saman til að spila á tónleikum. Í myndinni er fylgst með endurfundum þeirra, æfingum og tónleikunum sjálfum.
Útgefin: 3. mars 2017
GamanmyndFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Jack er þriggja ára gamall simpansi sem Dr. Kendall hefur gert tilraunir á, og kennt honum að tjá sig á táknmáli. Jack hefur þó ekki náð nógu hröðum framförum að mati Dr. Peabody, sem kostar rannsóknirnar, og hann hefur því hætt stuðningi sínum og selt Jack í tilraunastofu. Dr. Kendall nær að smygla honum þaðan í burtu, en samt sem áður er Jack sendur til Kanada fyrir slysni. Þar sleppur hann úr prísundinni og hittir Tara, heyrnarlausa stúlku, sem getur talað við Jack á táknmáli. Jack sýnir mikla hæfileika í íshokkí, og fer að keppa með bróður Tara, Steven. Nú stefnir liðið hraðbyri í átt að meistaratitli, en Dr. Peabody er staðráðinn í að koma honum aftur til nýju eigenda sinna.
Útgefin: 3. mars 2017
ÆvintýramyndHeimildarmynd
Leikstjórn Nick Ryan
Söguþráður Saga af örlagaríkasta deginum á hættulegasta fjalli heims, K2, þegar 11 göngumenn hurfu sporlaust á dularfullan hátt.
Útgefin: 3. mars 2017
FjölskyldumyndStuttmyndTeiknimynd
Söguþráður Stick Man býr með konu sinni og börnum í fjölskyldutrénu. Þegar hann er úti að skokka dag einn, þá hittir hann lítinn dreng sem hendir honum og lætur hundinn sinn sækja. Börn leika sér að honum og svanur notar hann til að byggja sér hreiður. Honum skolar á haf út og á strönd langt í burtu. Eftir ýmsar auðmýkjandi uppákomur, þá bjargar jólasveinninn honum og hjálpar honum að komast heim til sín.
Útgefin: 3. mars 2017
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthias Hoene
Söguþráður Jack Bronson er ungur bandarískur strákur sem lendir óvænt í því að vernda líf kínverskrar prinsessu fyrir hrottanum Arun sem ætlar að nota hana til að ná yfirráðum í Kína. Til að bjarga prinsessunni þarf Jack að ferðast langt aftur í tímann ásamt Kínverjanum Zhang og takast þar á við óvini af öðrum heimi.
Útgefin: 9. mars 2017
GamanmyndFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Hinn hæfileikaríki íþróttasimpansi Jack reynir sig nú við skíðabrekkurnar. Eftir að hann kynnist nokkrum krökkum í Colorado, þá slær hann í gegn á snjóbrettinu.
Útgefin: 10. mars 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Craig Moss
Söguþráður Löngu yfirgefnu sláturhúsi er breytt í nútímalegar íbúðir í úthverfi. Fljótlega eftir að leigjendur flytja inn þá fer drungalegt leyndarmál á stjá sem hefur verið læst og lokað inni í byggingunni í meira en 30 ár, og gerir íbúunum lífið leitt.
Útgefin: 10. mars 2017
DramaSpennutryllirÆviágrip
Leikstjórn Oliver Stone
Söguþráður Edward Snowden verður eflaust minnst sem eins helsta uppljóstrara 21. aldarinnar en mál hans komust í hámæli þegar upp komst að hann hafði lekið upplýsingum til fjölmiðla um persónunjósnir breskra og bandarískra yfirvalda.
Útgefin: 17. mars 2017
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Billy Ray
Söguþráður Samheldinn hópur rannsóknarlögreglumanna, ásamt yfirmanni þeirra, tvístrast þegar unglingsstúlka eins þeirra finnst myrt á hrottalegan hátt.
Útgefin: 17. mars 2017
Drama
Leikstjórn Julio Medem
Söguþráður Magda, sem er nýbúin að verða fyrir sárri reynslu, bregst við með því að taka nýja stefnu í lífinu.
Útgefin: 17. mars 2017
GamanmyndFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Myndin hefst á því að íþróttasimpansinn Jack er rekinn úr íshokkíliðinu, The Seattle Simians, eftir að hafa verið ranglega sakaður um svindl. Hann fer til borgarinnar, þar sem hann kynnist Ben, heimilislausum brettastrák, og Ollie, sem á brettabúð. Jack reynist vera ótrúlega góður á hjólabrettinu, og áður en langt um líður eru hann og Ben að rúlla upp brettakeppnum um allt land.
Útgefin: 17. mars 2017
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Denis Villeneuve
Söguþráður Þegar tólf geimskip koma óvænt til jarðar er málvísindakonunni Louise Banks ásamt vísindamönnum á öðrum sviðum falið að ná sambandi við geimverurnar í von um að komast að ástæðunni fyrir heimsókn þeirra. Það sem Louise og kollegar hennar uppgötva með rannsóknum sínum er langt fyrir utan allt það sem nokkur hefði getað ímyndað sér.
Útgefin: 24. mars 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Þegar pabbanum Buddy og mömmunni Molly er rænt, þá þurfa hvolparnir þeirra fimm, The Air Buddies, að bjarga málunum...
Útgefin: 24. mars 2017
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Robert Legato
Söguþráður Myndin gerist í yfirgefnu geðsjúkrahúsi sem þekkt er undir nafninu Eloise. Fjórir vinir brjótast inn á hælið til að leita að dánarvottorði, sem mun veita einum þeirra rétt á vænum arfi. Þegar þeir eru inni í hælinu þá komast þeir ekki bara að því hvaða hræðilegu atburðir gerðust þarna, heldur uppgötva þeir einnig eitt og annað um sína eigin sorglegu fortíð.
Útgefin: 24. mars 2017
GamanmyndDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Lee Kirk
Söguþráður Eiginmaður og faðir með gráa fiðringinn, ákveður að halda rosalegt pönk-rokk afmælispartý þegar hann verður fertugur. Partýið er haldið í forsetasvítunni í Drake hótelinu, en þar hittir hann sætu gömlu kærustuna sína og fyrrum hljómsveitarfélaga, sem hafa allir náð langt í lífinu.
Útgefin: 24. mars 2017
Ævintýramynd
Leikstjórn Tim Burton
Söguþráður Þegar Jakob var lítill drengur hafði afi hans sagt honum sögur af barnaheimili þar sem munaðarlaus börn voru ekki bara undarleg og öðruvísi heldur bjuggu einnig yfir óvenjulegum hæfileikum. Nú þegar Jakob er orðinn sextán ára ákveður hann að athuga hvort eitthvað hafi verið til í þessum sögum. Það sem hann uppgötvar á eftir að flækja hans eigið líf verulega.
Útgefin: 31. mars 2017
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Russell er hundur af Terrier kyni sem dreymir um að eignast fjölskyldu. Þegar hann strýkur úr gæludýrabúðinni, þá tekur The Ferraros fjölskyldan hann að sér, en fjölskyldan er að reyna að endurvekja fjölbragðaglímuhöll sem afi þeirra átti. Nú komast þau að því sér til mikillar gleði að Russell er mikill fjölbragðakappi, og nú rís stjarna hans hratt í fjölbragðaglímuheiminum. En þegar óheiðarlegur mangari svíkur Ferraros fjölskylduna, þá reynir á Russell.
Útgefin: 31. mars 2017