Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Ponsoldt
Söguþráður Mae Holland er ung kona sem verður afar glöð þegar hún landar nýju starfi hjá hátæknirisanum The Circle. Fljótlega renna þó á hana tvær grímur þegar hún uppgötvar að nýjasta afurð fyrirtækisins er hátæknibúnaður sem gerir hverjum sem er kleift að fylgjast með hverjum sem er hvar og hvenær sem er.
Útgefin: 18. ágúst 2017
Drama
Leikstjórn Gaby Dellal
Söguþráður Ray er strákur í kvenmannslíkama sem er að undirbúa kynskiptingu þegar þess er krafist að hann fái samþykki föður síns, en hann hefur Ray ekki séð frá barnsaldri og þekkir ekki neitt. Þegar faðirinn neitar að skrifa undir neyðist Ray til að fara og sannfæra hann í eigin persónu ...
Útgefin: 18. ágúst 2017
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Skemmtilegir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín gegn ofríki Jóhanns konungs og hvers konar spillingu og harðstjórn hans. Skelltu þér með í baráttuna ásamt Tóka munki, Litla-Jóni og Maríu og öllum hinum bandamönnum Hróa hattar!
Útgefin: 18. ágúst 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jake Paltrow
Söguþráður Myndin gerist í nálægri framtíð þegar vatn er orðið verðmætasta auðlind jarðar og birgðirnar fara hratt dvínandi. Vatn stjórnar þannig öllu, allt frá stjórnmálum að málum fjölskyldna og rómantískra sambanda. Landið er orðið skorpið. Rykið hefur sest á einmana og ófrjósama jörð. Eftirlifendur strita við að halda lífi. Ernest Holm býr við kröpp kjör ásamt börnum sínum Jerome og Mary. Hann ver bæinn sinn fyrir þorpurum, heldur aðfangaleiðum opnum og vonast til að moldin verði frjó á ný svo þar fái eitthvað gróið. En kærasti Mary, Flem Lever, er með stærri áætlanir. Hann vill sjálfur komast yfir land Ernest, og gerir allt sem hann getur til að eignast það.
Útgefin: 25. ágúst 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jake Paltrow
Söguþráður Myndin gerist í nálægri framtíð þegar vatn er orðið verðmætasta auðlind jarðar og birgðirnar fara hratt dvínandi. Vatn stjórnar þannig öllu, allt frá stjórnmálum að málum fjölskyldna og rómantískra sambanda. Landið er orðið skorpið. Rykið hefur sest á einmana og ófrjósama jörð. Eftirlifendur strita við að halda lífi. Ernest Holm býr við kröpp kjör ásamt börnum sínum Jerome og Mary. Hann ver bæinn sinn fyrir þorpurum, heldur aðfangaleiðum opnum og vonast til að moldin verði frjó á ný svo þar fái eitthvað gróið. En kærasti Mary, Flem Lever, er með stærri áætlanir. Hann vill sjálfur komast yfir land Ernest, og gerir allt sem hann getur til að eignast það.
Útgefin: 25. ágúst 2017
RómantískDramaSöguleg
Leikstjórn Terry George
Söguþráður Þegar Mikael Boghosian fær tækifæri til að hefja nám í læknisfræði í Konstantínópel grunar hann ekki að því fylgi bæði ástarævintýri og lífshætta. The Promise er mögnuð og áhrifarík ástarsaga sem er byggð inn í þá sannsögulegu atburði þegar Ottóman-heimsveldið svokallaða riðaði til falls í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem aftur leiddi af sér ýmis grimmdarverk, m.a. þjóðarmorð á Armenum sem náðu ekki að flýja ofsóknirnar í tíma.
Útgefin: 25. ágúst 2017
GamanmyndDramaSpennutryllirÆvintýramyndRáðgátaTeiknimynd
Söguþráður Sagan hefst árið 1870 þegar Napoleon III heimsækir vísindamanninn Gustave Franklin til að skoða uppfinningu hans, nýja tegund af ofurhermönnum. Allt fer hins vegar úrskeiðis við skoðunina og um leið gerist eitthvað sem veldur því að vísinda- og uppfinningafólk tekur að hverfa og um leið stöðvast nánast öll tækniframþróun og uppfinningastarf – sem breytir framtíð Jarðarbúa.
Útgefin: 25. ágúst 2017
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Alain Gsponer
Söguþráður Hið sígilda ævintýri um Heiðu, sem býr hjá afa sínum í svissnesku Ölpunum, hefur fangað hjörtu allra um áratugabil. Spennandi, hjartnæm og falleg kvikmynd fyrir alla fjölskylduna.
Útgefin: 31. ágúst 2017
HeimildarmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Laura Israel
Söguþráður Robert Frank er frumkvöðull á sviði ljósmyndunar og sjálfstæðrar kvikmyndagerðar. Hann tók upp myndefni um bítskáldin, velska kolanámumenn, indíána í Perú, Rolling Stones, bankamenn í Lundúnum ofl.
Útgefin: 1. september 2017
Drama
Leikstjórn Bart Freundlich
Söguþráður 18 ára körfuboltaleikmaður sem kemur til Cornell háskólans virðist hafa allt á hreinu. Hann er fyrirliði liðsins, góður námsmaður, á kærustu og góða vini. En heima fyrir eru vandræði, því faðir hans glímir við spilafíkn. Móðir hans gerir hvað hún getur til að halda fjölskyldunni saman, en þarf að færa ýmsar fórnir.
Útgefin: 1. september 2017
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Martin Zandvliet
Söguþráður Þegar seinni heimsstyrjöldin lýkur þvingar danski herinn hóp ungra þýskra stríðsfanga til að sinna lífshættulegu verkefni; að fjarlægja jarðsprengjur af strönd Danmerkur og gera þær óvirkar. Piltarnir, sem búa yfir ýmist lítilli eða engri þjálfun til verksins, komast brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið.
Útgefin: 7. september 2017
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Martin Zandvliet
Söguþráður Þegar seinni heimsstyrjöldin lýkur þvingar danski herinn hóp ungra þýskra stríðsfanga til að sinna lífshættulegu verkefni; að fjarlægja jarðsprengjur af strönd Danmerkur og gera þær óvirkar. Piltarnir, sem búa yfir ýmist lítilli eða engri þjálfun til verksins, komast brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið.
Útgefin: 7. september 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn J.D. Dillard
Söguþráður Ungur götutöframaður þarf að sjá um litlu systir sína eftir að foreldrar þeirra deyja. Hann snýr sér að glæpum til að hafa í þau og á. Þegar hann gengur of langt á glæpabrautinni er systur hans rænt, og hann neyðist til að nota töfra og góðar gáfur sínar, til að bjarga henni.
Útgefin: 7. september 2017
GamanmyndRómantískÍslensk mynd
Söguþráður Myndin fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langvarandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju, og hún flytur inn.
Útgefin: 14. september 2017
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Sex manna áhöfn alþjóðlegrar geimstöðvar tekur á móti könnunarfari sem sent var til sýnatöku á Mars og uppgötvar að í sýnunum er að finna nýtt lífsform og um leið fyrsta lífið sem menn finna utan Jarðar. En gleðin og spennan yfir uppgötvuninni breytist í skelfingu þegar í ljós kemur að þetta litla lífssýni er banvænna en nokkuð annað sem menn hafa séð.
Útgefin: 14. september 2017
HeimildarmyndSjónvarpssería
Söguþráður David Attenborough snýr aftur í stórkostlegri heimildarmynd um lífið á Jörðinni.
Útgefin: 14. september 2017
RómantískDramaFjölskyldumyndHeimildarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Roger Ross Williams
Söguþráður Uppvaxtarsaga um strák og fjölskyldu hans sem yfirstíga mikil vandamál, með því að breyta Disney teiknimyndum í tungumál til að tjá ást, söknuð, samband og bræðralag.
Útgefin: 15. september 2017
Heimildarmynd
Söguþráður Rithöfundurinn James Baldwin segir sögu kynþáttar í Bandaríkjum nútímans, í ókláraðri skáldsögu sinni Remember This House. Hann rekur sögu og morð á nánum vinum sínum, Medgar Evers, Malcolm X og Martin Luther King, Jr. Þegar Baldwin lést skildi hann eftir sig aðeins 30 tilbúnar síður í handriti. Kvikmyndagerðarmaðurinn Raoul Peck sér fyrir sér bókina sem James Baldwin náði aldrei að klára.
Útgefin: 15. september 2017
DramaSpennutryllirGlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baltasar Kormákur
Söguþráður Finnur þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Útgefin: 21. september 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Mangold
Söguþráður Þeir Logan og Charles Xavier, einnig þekktir sem Wolverine og prófessor X, hafa dregið sig í hlé frá skarkala umheimsins og lifa nú rólegu lífi einhvers staðar við mexíkósku landamærin þar sem þeir reyna að láta lítið á sér bera. En þá birtist hin unga Laura Kinney, öðru nafni X-23, og þar með er friðurinn úti.
Útgefin: 21. september 2017