Baltasar gerir mynd um leigumorðingja

balta__130620182723Deadline kvikmyndavefurinn greinir frá því nú í dag að Baltasar Kormákur hyggist leikstýra og framleiða spennutrylli á ensku sem byggist á sögu sem hann hefur hrifist af samkvæmt vefnum.

Um er að ræða sannsögulegt efni og fjallar um spillingar-hneykslismál sem tengist því þegar fangar fengu leyfi í einn dag til að gerast leigumorðingjar fyrir spillta stjórnmálamenn.

Þessi sama saga var einnig notuð til grundvallar í filippeysku myndinni On The Job, sem var frumsýnd nú á síðustu Cannes kvikmyndahátíð. Ekki er þó um endurgerð að ræða.

Baltasar mun sjálfur framleiða myndina í gegnum fyrirtæki sitt Blueeyes Productions. XYZ Films, framleiðslu og sölufyrirtækið sem fer með alþjóðleg réttindi fyrir On the Job, mun einnig koma að framleiðslunni.