Yankee Bandit

Nú á að gera mynd eftir ævi Eddie Dodson. Eddie þessi lifði athyglisverðri ævi. Árið 1984 átti hann húsgagnabúð, og var virtur kaupsýslumaður. Þá komst upp að hann hafði rænt 64 banka á 9 mánuðum, og var hann settur í fangelsi. Þegar hann hafði setið af sér 12 ára fangelsisdóm, fékk hann vinnu hjá engum öðrum en Jack Nicholson við það að sjá um eitt af húsum hans. 1999 var hann síðan handtekinn aftur, og aftur fyrir bankarán. Hann lést síðan í fangelsi í febrúar síðastliðnum úr lifrarbilun. Myndin verður byggð á tímaritsgrein um ævi Eddie, en greinin og myndin heita báðar Yankee Bandit. Myndin verður framleidd af Di Bonaventura Films og Killer Films.