Yfirgefin börn í yfirgefnu húsi

the-woman-in-black--angel-of-death-(2015)-large-coverFyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Woman In Black: Angel of Death var opinberuð fyrir skömmu. Myndin er sjálfstætt framhald af mynd í leikstjórn James Watkins, með Daniel Radcliffe í aðalhlutverki, frá árinu 2012.

Að þessu sinni leikstýrir John Harper mynd um yfirgefin börn í seinni heimstyrjöldinni sem eru flutt í yfirgefið hús ásamt umsjónarfólki fjarri mannabyggðum. Undarlegir hlutir eiga sér stað í þessu húsi og fá börnin engan frið frá veru sem býr þar.

Með aðalhlutverk fara Helen McCrory og Jeremy Irvine. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.