Wahlberg eini eftirlifandinn

Fyrsta stiklan er komin út fyrir stríðsmyndina sannsögulegu Lone Survivor, en það er Mark Wahlberg sem leikur titilhlutverkið – þann eina sem lifði af.

mark wahlberg

Myndin er sannsöguleg og byggir á Red Wing áætluninni svokölluðu, en þann 10. júní árið 2005 fóru fjórir meðlimir sérsveita Bandaríkjahers í ferð til að drepa Talibana leiðtogann Ahmad Shah.  Þeir lentu fljótt í vandræðum, og Marcus Luttrell var sá eini sem lifði af og náði að komast hjá því að vera tekinn höndum.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Leikarar sem leika hermenn sem voru ekki eins heppnir og Marcus Luttrell, eru þeir Taylor Kitsch, Emile Hirsch og Ben Foster.

Eins og sést í stiklunni þá fer allt að ganga á afturfótunum þegar sérsveitin tekur afganskan geitahirði til fanga, og þarf að taka ákvörðun um hvort þeir eigi að sleppa honum eða drepa hann – en ákvörðunin gæti leitt til þess að 200 manna her Talibana myndi frétta af veru þeirra. Þrátt fyrir áhættuna sem í því fólst, þá ákváðu þeir að taka seinni kostinn, sem hafði skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir þá.

Aðrir leikarar eru Alexander Ludwig, úr The Hunger Games, Eric Bana úr Hulk og Jerry Ferrara úr Entourage.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 10. janúar nk.