Villeneuve í viðræðum vegna Dune

Denis Villeneuve er í viðræðum um að leikstýra endurgerð Dune. Framleiðsluhópurinn sem tryggði sér kvikmyndaréttinn að samnefndri vísindaskáldsögu Frank Herbert hafði samband við Villeneuve vegna verkefnisins.

denis_villeneuve_cannes_2015Nýjasta mynd hins kanadíska Villeneuve er Arrival, auk þess sem hann leikstýrir framhaldi Blade Runner.

Dune kom út árið 1984 í leikstjórn David Lynch. Hún fékk litla aðsókn en hefur síðan þá öðlast költ-stöðu, samkvæmt frétt Hollywood Reporter.

Endurgera átti myndina árið 2010 og haft var samband við Pierre Morel (Taken) og Peter Berg en ekkert varð af framleiðslunni.

Jóhann Jóhannsson hefur samið tónlistina við síðustu myndir Villeneuve og því má telja líklegt að samstarf þeirra haldi áfram ef Villeneuve ákveður að leikstýra Dune.