Síðasti séns að sjá Dune á stærsta tjaldi landsins

Vísindaskáldsagan Dune, eftir Denis Villeneuve, er um það bil að hverfa af hvíta tjaldinu, en myndin var frumsýnd þann 17. september á Íslandi. Nú gefst fólki kjörið lokatækifæri til að sjá þessa geggjuðu mynd við bestu aðstæður á stærsta bíótjaldi landsins, sal 1 í Sam bíóunum í Egilshöll á morgun miðvikudag og á fimmtudaginn, allt í boði kvikmyndir.is ef heppnin er með þér!

Þetta eru síðustu forvöð en myndin hættir í bíó á föstudaginn. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem hafa enn ekki séð myndina, og einnig fyrir þá sem hafa séð hana en vilja fara í annað sinn.

Kvikmyndir.is er með leik í gangi á Instagram reikningi sínum sem við hvetjum þig til að kíkja á.

Það eina sem þarf að gera er að fylgja okkur á Instagram og commenta undir póstinn þá sem þú myndir bjóða með þér í bíó.

Við ætlum að draga fjóra einstaklinga sem hver fær fimm miða, samtals 20 miðar.

Við drögum á morgun og því er ekki seinna vænna að drífa sig inn á Instagram og taka þátt!