Verður Jörðin apapláneta ? – Fyrsta stikla úr War for the Planet of the Apes

Fyrsta stiklan úr þriðju myndinni úr hinni endurræstu Apaplánetuseríu, War for the Planet of the Apes, er komin út, en þar eiga mannfólkið og aparnir í grimmilegu stríði, og í lokin segir Woody Harrelson að allt snúist þetta um það hver sigri, og hverjir muni byggja þessa Jörð að stríði loknu, menn eða apar.

sdfsdf

Fyrri tvær myndirnar úr hinni endurræstu seríu eru Rise of the Planet of the Apes og Dawn of the Planet of the Apes, en upprunalegu myndirnar voru gerðar á árunum 1968 – 1973.

Miðað við það sem fram kemur í stiklunni er von á miklum átökum, en leiðtogi apanna er sem fyrr hinn gáfaði Caesar, sem Andy Serkis leikur.

ffffff

Leikstjóri er Matt Reeves. Myndin kemur í bíó 14. Júlí nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: