Val Kilmer umbreytist í Mark Twain

Nýjar myndir hafa birst af leikaranum Val Kilmer, þar sem hann setur upp gervi sem Mark Twain.

Val Kilmer fór úr kvikmyndabransanum yfir í leikhúsbransann og hefur verið að leika bandaríska rithöfundinn Mark Twain í einleik sem er búið að sýna í Kirk Douglas leikhúsinu í Los Angeles. Einleikurinn er forveri kvikmyndarinnar Mark Twain and Mary Baker Eddy.

valkilmertwain-e1364781332147

Kilmer sækist nú eftir stuðningi til þess að klára myndina, en áhugasamir geta skoðað heimasíðu myndarinnar hér. Myndin fjallar um samband Twain við kvenskörunginn Mary Baker Eddy sem hann hitti aldrei.

Þeir sem ekki þekkja Mark Twain, þá var hann merkur bandarískur rithöfundur og fyrirlesari. Frægasta verk hans er skáldsagan The Adventures of Huckelberry Finn sem er talin með sígildum meistaraverkum bandarískra bókmennta þar sem hann blandar saman kímni, óhefluðu alþýðumáli og beittri samfélagsgagnrýni. Önnur þekkt verk eru The Adventures of Tom Sawyer og The Prince and the Pauper.

Nú er bara að vona að Kilmer finni fjármagn til þess að klára kvikmyndina sem hann hefur verið að vinna að í áratug.

Hér að neðan má sjá brot úr albúmi sem sýnir umbreytinguna og förðunina sem Kilmer þarf að gangast undir til þess að líta út eins og Mark Twain. Allt albúmið má sjá hér.

marktwain marktwain1 marktwain2 marktwain3 marktwain4