Væntanlegar kvikmyndir fá ný plaköt

Ný plaköt voru nýlega birt fyrir væntanlegar kvikmyndir sem verða sýndar í lok sumars og í haust. Um er að ræða fimm plaköt fyrir myndir sem er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Má þar helst nefna framhaldsmyndina Sin City: A Dame to Kill For, en sú mynd hefur verið í bígerð í mörg ár.

Vísindaskáldskapurinn The Zero Theorem er einnig væntanlegur, en fyrra plakatið var bannað því ber rassinn á Christoph Waltz þótti ekki smekklegur, en myndin verður frumsýnd í september. Ekki má heldur gleyma nýjustu mynd Alexandre Aja, Horns, með Daniel Radcliffe í aðalhlutverki sem verður svo sýnd í október.

Hér að neðan má kynna sér plakötin og stuttar lýsingar á myndunum.

Sin City: A Dame to Kill For (frumsýnd: 22. ágúst)

sin-city-a-dame-to-kill-for-poster3

Myndin er líkt og sú fyrri byggð á teiknimyndasögu eftir Frank Miller og leikstýrt af Robert Rodriguez. Í þessari mynd eru tvær myndasögur settar saman í eitt, annarsvegar úr annarri bók Miller sem ber sama nafn og titill myndarinnar og hinsvegar sögunni Just Another Saturday Night.

Horns (frumsýnd: 31. október)

horns

Daniel Radcliffe leikur Ig Perrish, ungan mann sem er grunaður um að hafa nauðgað og myrt unnustu sína, glæp sem hann framdi ekki. Hornin sem byrja að spretta upp úr enni hans, bæta gráu ofan á svart, en þó fylgir þeim sá hæfileiki að Perrish getur nú dregið játningar upp úr ókunnugu fólki, sem er hæfileiki sem mun hjálpa honum að finna hinn raunverulega morðingja unnustunnar.

The Equalizer (frumsýnd: 26. september)

eq

Denzel Washington leikur fyrrum sérsveitarmann sem setur dauða sinn á svið til að geta lifað rólegu lífi í nágrenni Boston. Hann ákveður að koma aftur til starfa til að bjarga ungri stúlku, Teri, og á nú í höggi við rússneska glæpamenn. Moretz leikur Teri og svipar hlutverkið til Jodie Foster í kvikmyndinni Taxi Driver. Foster lék þá unga stelpu sem var á villigötum í lífinu og var byrjuð að selja sig til þess að sjá fyrir sér.

The One I Love (frumsýnd: 15. ágúst)

the-one-i-love-poster

Par í hjónabandsvandræðum fer í burtu um helgi, en þar tekur við nýtt vandamál. Með aðalhlutverk fara Elisabeth Moss (Mad Men) og Mark Duplass (The League).

The Zero Theorem (frumsýnd: 19. september)

the-zero-theroem-poster

Myndin fjallar um tölvuhakkara sem hefur það að markmiði að komast að ástæðunni fyrir tilvist mannsins, en hann er sífellt truflaður af Yfirstjórninni, og í þetta sinn þá senda þeir ungling og munúðarfulla konu til að trufla hann.