Umfjöllun: Philomena (2013)

Eldri kona afhjúpar áratuga leyndarmál. Sem ung stúlka varð hún ófrísk eftir stutt ástarævintýri og faðir hennar skilur hana eftir í klaustri á Írlandi þar sem hún er alin upp af nunnum og þarf að borga fyrir syndir sínar með þrælkunarvinnu og aga. Barnið sem hún elur er gefið til ættleiðingar. Á fimmtugsafmæli barnsins segir konan frá leyndarmáli sínu og málin æxlast þannig að hrokafullur blaðamaður, sem leitar að æsifrétt, gengur til liðs við hana í leitinni.
philomenaMyndin er byggð á sönnum atburði og er byggð á bókinni „The Lost Child of Philomena Lee„. Myndin náði mér alveg og var sorglega „skemmtileg“ en náði aldrei neinu „flugi“. Ég bjóst við meira af fyndnum samtölum þar sem tveir ólíkir heimar mætast. Aftur á móti skil ég vel að þetta er ekki gamanmynd, þetta er sönn saga og það þarf að fara með hana sem slíka. Ég hló upphátt af samtölum Philomena og Sixsmith í mörgum tilfellum. Persónulega hefði ég viljað sá meira af samtölum þeirra á milli þar sem þau eru svo ólíkar persónur og hafa ekki sömu sýn á lífið.

Judi Dench – Philomena (Skyfall, Chocolat)
Maður finnur fyrir leikhæfileikum Judi Dench og hún fer með hlutverkið að mikilli virðingu og er mjög sannfærandi.
Áður hef ég eiginlega bara séð hana sem M í James Bond myndum. Þannig að hún kom mér á óvart.

Steve Coogan – Sixsmith (Alan Partridge, Tropic Thunder)
Steve er best þekktur sem karakterinn Alan Partridge og hefur komið fram í gervi hans oftar en einu sinni. Ég hef lesið bókina “ I, Partridge: We Need to Talk About Alan“ og hafði ekki gaman af. í þessari mynd stendur hann sig vel í því hlutverki sem hann leikur.

Myndinni er leikstýrt af Stephen Frears sem hefur leikstýrt The Queen (2006Dangerous Liaisons (1988) og High Fidelity (2000) og það gerir hann mjög vel.
Tónlistin er svona „Ævintýra“ tónlist sem minnir á Pétur Pan myndir og er í höndum Alexandre Desplat sem gerði til dæmis tónlistina í myndunum The King’s Speech (2010) og Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 2 (2011). Mér finnst þessi tónlist ekki eiga alveg nægilega vel við Philomena (2013) og ekki nenni ég að hlusta á soundtrackið eitt og sér.

Myndin er bönnuð innan 12 ára. Ég sé ekki alveg afhverju.

Í þremur orðum: Áhugaverð, sorgleg og skemmtileg.

Ég gef Philomena (2013) 8 af 10.