Umfjöllun: My Sister’s Keeper

Eftirfarandi umfjöllun er því miður spoiler-laus.

„Sjónvarpsmyndaklisja í dulargervi“

Leikstjórinn Nick (sonur John) Cassavetes er augljóslega afar stoltur
af því að hafa náð að græta kvenmenn á öllum aldri með The Notebook,
svo hann hefur ákveðið að búa til mynd sem gengur nánast alfarið út á
það að dæla út tárum við hvert tækifæri. Og hvernig gerir hann það? Að
sjálfsögðu með öllum gömlu brellum bókarinnar: Væminni tónlist, slow
motion-skotum, áköfum nærmyndum af tárum leikaranna og síðast ekki síst
gömlum tuggum þar sem persónur hamra á því hvað þeim líður illa. Ef mér
skjátast ekki þá líða varla fimm mínútur á milli atriða þar sem fólk
grætur. Fólk sem tárast auðveldlega yfir bíómyndum ætti að búa sig
undir átakanlegt bíókvöld. Það má gleyma því að taka með sér vasaklúta.
Hentugra væri að taka heila fötu.

Persónulega fannst mér myndin
frekar „cheap“ í dramanu. Mér fannst hún áhrifarík að vissu leyti, en
allan tímann leið mér eins og leikstjórinn hafi ætlast til að ég myndi
finna fyrir tárum fremur en að leyfa dramanu að virka sterkt af sjálfu
sér, án þess að styðjast við yfirdrifna tónlistarnotkun og klisjukennda
frasa. Því miður lenti ég oft í því að þurfa að sitja yfir lélegum
sjónvarpsmyndum á Hallmark-rásinni með múttu í denn, og satt að segja
er My Sister’s Keeper ekkert ólík slíkum, nema jú, hún hefur þekktari
leikara í forgrunni.

Það er lítið að frammistöðunum í myndinni,
og í raun verð ég svolítið að dást að því hvernig leikararnir meikuðu
þessa endalausu táraflóðspyntingu leikstjórans. Fólkið á skjánum hefði
alveg getað látið myndina virka betur, en handritið og leikstjórnin var
einum of. Það er að vísu eitt ákaflega sterkt atriði sem stóð upp úr,
og sú sena er gjörsamlega í höndum Joan Cusack. Það er ótrúlegt, en hún
sýndi öflugri tilþrif og meiri persónuleika í þessu eina atriði heldur
en flestir aðrir gera út alla myndina. Og hvergi heyrðist mjúk
melódramatísk tónlist.

Ég skil ekki alveg hvað leikstjórinn var
að pæla með svona þvingaðri sögu. Hingað til hef ég haft fínt álit á
manninum. Ég meira að segja fílaði Notebook tiltölulega vel. Hún var
væmin á sumum stöðum, hjartnæm á öðrum en almennt komst góð saga til
skila. Svo fyrir nokkrum árum gerði hann hina dúndurgóðu Alpha Dog. Það
er samt alveg hægt að segja að My Sister’s Keeper þjóni tilgangi sínum.
Stelpur í tonnatali munu eflaust láta undan þeim brjálaða þrýstingi
leikstjórans að gráta yfir senum sem „vilja“ að þú grátir yfir þeim.
Einhverjir halda kannski að ég sé með hjarta úr stáli, en fyrir mér
voru dramaatriði þessarar myndar álíka fyrirsjáanleg og lin og flestar
bregðusenur eru í ungingahrollvekjum. Ef ég vil horfa á mynd með
vasaklútinn við næstu hönd, þá er ég alltaf veikur fyrir Million Dollar
Baby. Svo er náttúrulega alltaf Showgirls.

5/10

Umfjöllun: My Sister's Keeper

Eftirfarandi umfjöllun er því miður spoiler-laus.

„Sjónvarpsmyndaklisja í dulargervi“

Leikstjórinn Nick (sonur John) Cassavetes er augljóslega afar stoltur
af því að hafa náð að græta kvenmenn á öllum aldri með The Notebook,
svo hann hefur ákveðið að búa til mynd sem gengur nánast alfarið út á
það að dæla út tárum við hvert tækifæri. Og hvernig gerir hann það? Að
sjálfsögðu með öllum gömlu brellum bókarinnar: Væminni tónlist, slow
motion-skotum, áköfum nærmyndum af tárum leikaranna og síðast ekki síst
gömlum tuggum þar sem persónur hamra á því hvað þeim líður illa. Ef mér
skjátast ekki þá líða varla fimm mínútur á milli atriða þar sem fólk
grætur. Fólk sem tárast auðveldlega yfir bíómyndum ætti að búa sig
undir átakanlegt bíókvöld. Það má gleyma því að taka með sér vasaklúta.
Hentugra væri að taka heila fötu.

Persónulega fannst mér myndin
frekar „cheap“ í dramanu. Mér fannst hún áhrifarík að vissu leyti, en
allan tímann leið mér eins og leikstjórinn hafi ætlast til að ég myndi
finna fyrir tárum fremur en að leyfa dramanu að virka sterkt af sjálfu
sér, án þess að styðjast við yfirdrifna tónlistarnotkun og klisjukennda
frasa. Því miður lenti ég oft í því að þurfa að sitja yfir lélegum
sjónvarpsmyndum á Hallmark-rásinni með múttu í denn, og satt að segja
er My Sister’s Keeper ekkert ólík slíkum, nema jú, hún hefur þekktari
leikara í forgrunni.

Það er lítið að frammistöðunum í myndinni,
og í raun verð ég svolítið að dást að því hvernig leikararnir meikuðu
þessa endalausu táraflóðspyntingu leikstjórans. Fólkið á skjánum hefði
alveg getað látið myndina virka betur, en handritið og leikstjórnin var
einum of. Það er að vísu eitt ákaflega sterkt atriði sem stóð upp úr,
og sú sena er gjörsamlega í höndum Joan Cusack. Það er ótrúlegt, en hún
sýndi öflugri tilþrif og meiri persónuleika í þessu eina atriði heldur
en flestir aðrir gera út alla myndina. Og hvergi heyrðist mjúk
melódramatísk tónlist.

Ég skil ekki alveg hvað leikstjórinn var
að pæla með svona þvingaðri sögu. Hingað til hef ég haft fínt álit á
manninum. Ég meira að segja fílaði Notebook tiltölulega vel. Hún var
væmin á sumum stöðum, hjartnæm á öðrum en almennt komst góð saga til
skila. Svo fyrir nokkrum árum gerði hann hina dúndurgóðu Alpha Dog. Það
er samt alveg hægt að segja að My Sister’s Keeper þjóni tilgangi sínum.
Stelpur í tonnatali munu eflaust láta undan þeim brjálaða þrýstingi
leikstjórans að gráta yfir senum sem „vilja“ að þú grátir yfir þeim.
Einhverjir halda kannski að ég sé með hjarta úr stáli, en fyrir mér
voru dramaatriði þessarar myndar álíka fyrirsjáanleg og lin og flestar
bregðusenur eru í ungingahrollvekjum. Ef ég vil horfa á mynd með
vasaklútinn við næstu hönd, þá er ég alltaf veikur fyrir Million Dollar
Baby. Svo er náttúrulega alltaf Showgirls.

5/10