True North með nýtt kynningarmyndband

Framleiðslufyrirtækið True North hefur þjónustað margar af hverjum stærstu kvikmyndum síðustu ára. Þar má telja Oblivion, Thor: The Dark World, Prometheus, The Secret Life of Walter Mitty og Noah.

NOAH

Til dæmis voru um 150 íslenskir statistar og aukaleikarar sem komu að Noah og álíka margir voru í starfsmannahópum í kringum myndina svo allt í allt, voru hátt í 300 Íslendingar sem komu að þessari stórmynd.

True North var stofnað árið 2003 og verið í samstarfi við kvikmyndaverin Warner Bros, Paramount Pictures, Universal Pictures svo fátt sé nefnt.

Fyrirtækið frumsýndi í kvöld nýtt kynningarmyndband á Facebook, þar sem stjörnur á borð við Tom Cruise og Ben Stiller hæla Íslandi fyrir fegurð sína. Myndbandið er einnig stútfull af myndbútum úr stórmyndunum sem hafa verið teknar hér á Íslandi. Í enda myndbandsins má sjá leikstjórann Ridley Scott fara fögrum orðum yfir íslenskt starfslið kvikmyndarinnar Prometheus.

Stikk: