Tónelskur flóttabílstjóri heillaði landann

Baby Driver, nýja myndin frá Shaun of the Dead leikstjóranum Edgar Wright, sló í gegn hér á landi og í Bandaríkjunum um helgina. Í Bandaríkjunum fór hún beint í annað sæti aðsóknarlistans, með 21 milljón bandaríkjadala í tekjur, en hér á landi var það ekkert minna en toppsætið sem dugði, og 4,4 milljónir króna í tekjur.

Beint í annað sætið á íslenska bíóaðsóknarlistanum fór önnur ný mynd, grínmyndin The House, með Will Ferrell og Amy Poehler í aðalhlutverkum, og í þriðja sætinu situr toppmynd síðustu viku, Transformers: The Last Knight. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: