Katniss á hvínandi siglingu

Katniss Everdeen og aðrar persónur í The Hunger Games: Mockingjay Part 2 fóru á hvínandi siglingu á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, rétt eins og þess bandaríska, nú um helgina. Myndin var sú langvinsælasta hér á landi með rúmar 11 milljónir íslenskra króna í tekjur, en myndin í öðru sæti, James Bond myndin Spectre, toppmynd síðustu viku, var með rúmar 5 milljónir króna í tekjur.

jennifer lawrence mockingjay

Í þriðja sæti listans er ný mynd, spennutryllirinn Solace.

Ein ný mynd til viðbótar komst á listann að þessu sinni; hin ævisögulega hjólreiðamynd The Program fór beint í 25. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice