Rómantísk gamanmynd með uppvakningum. Ég efast um það þurfi meira til að lýsa því hvernig þessi mynd er.
Shaun Of The Dead er fyrsta myndin í Blood and Ice Cream þríleiknum sem eru leiknar af Simon Pegg og Nick Frost og leikstýrð af Edgar Wright. Hot Fuzz var næsta myndin þeirra og sú síðasta á eftir að koma. Strax hérna sést hversu efnilegir þeir eru, því myndin nær að gera grín af Zombie-myndunum eins mikið og hún sýnir hversu mikið þeir elska þær. Það er auðvitað gert grín að klisjum sem koma fyrir í myndunum (söguþráðurinn sjálfur er frekar svipaður Night Of The Living Dead) en húmorinn nær að vera fjölbreytilegur og mjög góður, og það er æðislegt hversu mikið af litlum bröndurum þeir ná að setja í myndina. Creditlistinn í byrjun og atriðið þegar Shaun fer í vinnuna er líka ágætis skot á nútímann hvernig við getum lifað lífi ekkert ósvipuðu uppvakningum, heilalaust og ekki að pæla í hvað er að gerast í kringum okkur.
Karakterarnir eru líka mjög góðir og aðalkarakterarnir ná mjög trúverðugri þróun og nær maður að tengjast þeim vel, jafnvel þótt þeir gera mikið af heimskulegum hlutum út myndina. Myndin hefur líka æðisleg cameo. Skoðið bara atriðið þegar hópurinn hans Shaun hittir vinkona sína Yvonne (leikin af Jessica Stevenson) og takið eftir hverjir eru með henni. Leikurinn er mjög góður og eru Nick Frost og Simon Pegg sem standa sig best. Bill Nighy stóð sig líka vel í litlu hlutverki.
Ég held að það eina slæma sem ég get sagt um hana er að hún er það versta sem Edgar Wright hefur gert, en hann hefur bætt sig með hverri mynd sem hann hefur gert (Hot Fuzz og Scott Pilgrim Vs. The World). Það sem þessi mynd hefur samt yfir hinar er að hún hefur miklu fyndari endi heldur en hinar tvær myndirnar.
8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei