Tölvuþrjótar herja á Sony Pictures

furyplakatAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn eftir að kvikmyndaver Sony varð fyrir áras tölvuþrjóta fyrir nokkrum dögum. Þrjótarnir náðu m.a. að hlaða niður myndum í DVD-gæðum á borð við Fury, Annie, Mr. Turner og Still Alice og var þeim dreift á netið í kjölfarið.

Myndirnar eru allar merktar Sony Pictures og átti að senda þessi eintök til akademía sem úrskurða hvort myndirnar verði tilnefndar til verðlauna á komandi kvikmyndaverðlaunum.

Samkvæmt Torrentfreak þá er kvikmyndin Fury, með Brad Pitt í aðalhlutverki, ein vinsælasta myndin á The Pirate Bay þessa stundina. Myndin er væntanleg á DVD, en það er hægt að nálgast hana á The Pirate Bay í fullum gæðum.

Myndirnar Annie, Mr. Turner og Still Alice eiga allar eftir að koma í kvikmyndahús.