The Simpsons ná upp í 500

persónur… nei, þættinum tókst það fyrir löngu. Gula fjölskyldan sem allir elska mun fá sinn fimm hundraðasta þátt í loftið næsta sunnudagskvöld í Bandaríkjunum, enda hefur þátturinn verið í loftinu síðan 1989.

Þó þetta er ekki beint kvikmyndafrétt, þá hefur Simpsons lengi verið í miklu uppáhaldi meðal okkar kvikmyndanördanna fyrir ótal margar bráðfyndnar tilvísanir í þetta áhugamál og hefur lengi verið í uppáhaldi margra sem vinna í kvikmyndaiðnaðinum. Allir, og þá meina ég ALLIR, kannast við persónurnar (ó guð hvað þær eru margar!), frasana, sófann og klassísku þættina.

 

Simpsons-fjölskyldunni tókst jafnvel að rata á hvíta tjaldið í The Simpsons Movie og halaði sú mynd inn alveg heilar  527 milljónir dollara á heimsvísu (hvar er önnur mynd?). Þau hafa einnig ratað í fjölmarga tölvuleiki og eiga sínar eigin myndasögur, safngripi og leikföng.


Mikið hefur verið deilt um hvort þættirnir hafi orðið slakari í gegnum árin og dregur fólk gæðamörkin oftast í kringum 10. seríu. Þó hefur þeim enn tekist að heilla fjölmarga áhorfendur á hverju ári í imbakassanum og telst ég m.a. einn af þeim sem horfir og hlær enn yfir hverjum nýjasta þætti. Þátturinn hefur einnig slegið heilmörg met hvað varðar endingu þáttanna- ekki aðeins á Simpsons-fjölskyldan metið fyrir lengstu bandarísku teiknimyndaseríu allra tíma, heldur einnig lengsta sitcom þátt Bandaríkjanna. Í heildina séð tekur circa 86 og hálfa klukkustund að horfa á allt safnið í einni runu.

Hérlendis hafa þættirnir notið mikilla vinsælda síðan þeir voru upphaflega sýndir RÚV en síðar færðust þættirnir yfir á Stöð 2. og eru þar enn í dag Margir muna eflaust eftir því þegar fjögur hundraðasti þátturinn var sýndur hérlendis með íslensku tali og fékk allt nema hlýjar viðtökur- kvikmyndatalsetningin var aðeins skárri og fagmannlegri.

Hverjir eru uppáhalds klassísku Simpsons-þættir notenda, og hvaða nýlegi þáttur stendur uppúr fyrir ykkur?