Tarantino: Lestaratriðið var flott

Eins og við sögðum frá á dögunum þá birti leikstjórainn Quentin Tarantino topp 10 lista sinn fyrir árið ( sem hefur reyndar breyst síðan þá eins og við sögðum frá í gær ) yfir bestu bíómyndir ársins hingað til. Það kom mörgum á óvart að á listanum var Disney myndin The Lone Ranger, með Armie Hammer og Johnnie Depp í aðalhlutverkum, sem floppaði í bíóhúsum í sumar.

tarantino

Nú um helgina gaf Tarantino skýringu á þessu vali sínu, en skýringin var birt í viðtali sem hann gaf frönsku dagblaði og IndieWire þýddi yfir á ensku: „Fyrstu 45 mínúturnar eru frábærar … næstu 45 mínúturnar eru aðeins meira svæfandi. Það var slæm hugmynd að skipta vondu köllunum í tvo hópa; það þarf tvo klukkutíma til að útskýra það og öllum er sama.  Svo kemur lestaratriðið -ótrúlegt! Þegar ég sá það, þá hugsaði ég „Hvað, er þetta myndin sem allir eru að segja að sé drasl? Í alvöru?“