Tarantino: Big Bad Wolves besta mynd ársins

Quentin Tarantino segir að ísraelska glæpamyndin Big Bad Wolves sé sú besta sem hann hafi séð á þessu ári.

tarantino 2

Leikstjórinn sá myndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Busan í Suður-Kóreu. „Þetta er ekki bara besta myndin í Busan heldur er þetta besta mynd ársins,“ sagði hann.

Stutt er síðan hann birti lista sinn yfir tíu bestu myndir ársins. Þá hafði hann ekki sótt kvikmyndahátíðina og séð Big Bad Wolves.

Myndin er í svokölluðum neo-noir stíl og fjallar um löggu sem reynir að handsama barnamorðingja. Myndin mun vera ein sú myrkasta sem hefur komið frá Ísrael. Hún hefur einnig verið sýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni og hlaut þar mikið lof.

Hér má sjá stiklu myndarinnar.