Úr brúðum í búninga

Prúðuleikaraleikstjórinn James Bobin hefur skrifað undir samning um að leikstýra búninga- söngvamyndinni Tribyville, að því er vefmiðillinn The Wrap greinir frá.

Bobin mun sjálfur skrifa handritið, en enn er lítið meira vitað um verkefnið.

Bobin er þekktur fyrir leikstjórn sína á The Muppets og framhaldsmynd af The Muppets sem nú er í vinnslu með Modern Family stjörnunni Ty Burrell og grínistanum Ricky Gervais í aðal – mannlegu hlutverkunum.

Bobin var einnig einn af höfundum Da Ali G Show, og fór með þá þætti frá Bretlandi til HBO sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum. Hann átti einnig þátt í að skapa Ali G persónuna, ásamt Sacha Baron Cohen, sem lék Ali G.