Konur gera strípibúllumynd

Strípibúllur koma ósjaldan fyrir í bandarískum kvikmyndum, en nýja súludans- og strípibúllumyndin Hustlers, nálgast strípibúlluþemað frá aðeins öðru sjónarhorni, einkum vegna þess að aðstandendur eru aðallega konur. Fremst í flokki fer þar leikstjórinn Lorene Scafaria, en með henni er fríður en ólíkur flokkur kvenna sem fer með öll helstu aðalhlutverk. Eins og segir á vef […]

Þögðu í heila viku

Adam Driver og Andrew Garfield þögðu í heila viku, við undirbúning nýjustu myndar sinnar Silence. Myndin, sem er eftir Martin Scorsese, og byggð á sögu eftir Shūsaku Endō,  fjallar um tvo unga Jesúíta-trúboða á 17. öldinni, sem fara til Japans til að leita uppi lærimeistara sinn, sem Liam Neeson leikur. Kvikmyndin er sögð vera lengsta […]

Trúboðum misþyrmt – Fyrsta stikla úr Silence

Paramount Pictures, framleiðandi nýju Martin Scorsese myndarinnar Silence, ætlaði að senda frá sér fyrstu stiklu úr myndinni á laugardaginn næsta, en eftir að stiklunni var lekið á YouTube í gær, og fyrirtækið varð að taka stikluna úr umferð, þá hefur stiklan nú verið birt opinberlega. Í gær birtum við fyrstu ljósmyndir og plaköt fyrir myndina, […]

Trúboðar leita að Neeson í Japan – Fyrstu myndir

Fyrstu ljósmyndirnar og plakötin fyrir nýjustu mynd Martin Scorsese, Silence, eða Þögn, í lauslegri íslenskri þýðingu, voru birtar í dag. Lítið hefur hingað til sést úr þessari mynd, en Paramount framleiðslufyrirtækið er þó nú þegar byrjað að sýna völdum aðilum myndina í tengslum við komandi verðlaunatímabil ( Óskarsverðlaun, Golden Globe osfrv. ) Auk þess er von […]

Silence frá Scorsese undir þremur tímum

Framleiðandinn Irwin Winkler segir að Silence, nýjasta mynd Martin Scorsese, sú núna 2 klukkustundir og 39 mínútur. Winkler heldur því einnig fram að myndin sé sú besta frá Scorsese, hvorki meira né minna, samkvæmt frétt Playlist.net. Ekki er langt síðan Silence var yfir þriggja tíma löng en Scorsese hefur verið duglegur að stytta hana að undanförnu. Með […]

Uppáhaldsatriði Martin Scorsese

Martin Scorsese segir að uppáhaldsatriðið úr öllum sínum myndum sé hið fræga einnar töku atriði á staðnum Copacabana í Goodfellas. Leikstjórinn segist hafa farið á Copacabana þegar hann var yngri og séð mafíósana mæta og vera með alls konar vandræði. Þannig fékk hann hugmyndina að atriðinu. Í viðtali við Shortlist sagði hann atriðið hafa verið skipulagt […]

Grannur Neeson í Scorsese-mynd

Fyrsta ljósmyndin af Liam Neeson í hlutverki föður Cristóvao Ferreira í kvikmyndinni Silence, er komin út. Neeson grennti sig um tæp tíu kíló fyrir hlutverkið, eins og sjá má á myndinni. Tökum á þessari nýjustu kvikmynd Martin Scorsese lauk í maí síðastliðnum. Martin vill að menn leggi sig mikið fram og ég held að það hafi […]

Handritshöfundur E.T. látinn

Melissa Mathison, handritshöfundur E.T.: the Extra-Terrestrial, lést í Los Angeles á miðvikudag, 65 ára.  Mathison, sem hlaut Óskarstilnefningu  árið 1983 fyrir handritið, hafði barist við krabbamein. „Hjarta Melissu var uppfullt af ást og örlæti og það skein jafnskært og hjartað sem hún gaf E.T.,“ sagði Steven Spielberg, leikstjóri E.T.. Mathison skrifaði einnig handritið að myndum […]

Allar 29 myndir Spielberg – Frá verstu til bestu

Í tilefni af útkomu Bridge of Spies í leikstjórn Steven Spielberg hefur vefsíðan Vulture birt lista yfir allar 29 kvikmyndir Spielberg, frá þeirri verstu til þeirrar bestu.  Hver er fremsti leikstjóri samtímans? Sumir myndu segja Steven Spielberg, á meðan aðrir nefna kappa á borð við Martin Scorsese eða Quentin Tarantino. Eitt er víst að Spielberg er líklega sá þekktasti um […]

DiCaprio leikur raðmorðingja í mynd Scorsese

Leikstjórinn Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio ætla að taka höndum saman enn á ný í kvikmyndinni The Devil in the White City sem er byggð á bók Erik Larson frá árinu 2003 en hún fjallar um sanna atburði.  DiCaprio mun leika raðmorðingjann Dr. HH Holmes, sem lokkaði til sín fórnarlömb á heimssýningunni í Chicago árið 1893. […]

Banaslys á tökustað nýjustu myndar Scorsese

Taívanskur maður lést og nokkrir eru slasaðir eftir að þak féll á verkamenn sem voru að undirbúa tökustað fyrir nýjustu mynd leikstjórans Martin Scorsese. Verkamennirnir höfðu verið fengnir til þess að gera við byggingu sem þótti vera varasöm við tökur. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að allir þeir sem vinna við myndina séu í […]

Scorsese gerir stuttmynd með Pitt, DiCaprio og De Niro

Stórleikararnir Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Robert De Niro munu fara með aðalhlutverk í nýrri stuttmynd sem Martin Scorsese mun leikstýra. Um er að ræða mynd sem er styrkt af fyrirtækinu Melco-Crown Entertainment (MCE), en fyrirtækið rekur hótel og spilavíti í Hong Kong og Macau. Leikstjórinn og leikararnir eru hvergi óvanir þegar kemur að því að […]

Nýir sjónvarpsþættir byggðir á kvikmynd Martin Scorsese

Það hefur færst í aukana að sjónvarpsstöðvar framleiði þætti út frá kvikmyndum. Má þar helst nefna nýja þætti á borð við Fargo, About a Boy og Rosemary’s Baby. Að þessu sinni verða sjónvarpsþættir gerðir út frá spennumyndinni Shutter Island, sem kom út árið 2010. Myndinni var leikstýrt af Martin Scorsese og fóru Leonardo DiCaprio og Mark […]

Þögnin áhrifaríkari en tónlistin

Kvikmyndir meistaraleikstjórans Martin Scorsese hafa verið þekktar fyrir að hafa sterkar senur undir þekktri tónlist og hefur Scorsese t.a.m. verið mikill aðdáandi Rolling Stones og strax í sinni fyrstu kvikmynd, Mean Streets, notaði hann tvö lög þeirra og hafa Stones lög reglulega verið í kvikmyndum hans síðan. Þó að Scorsese sé frægur fyrir að nota mikið […]

Hlakkar til að leika í The Irishman

Það er orðið alltof langt síðan við sáum Robert De Niro í kvikmynd eftir Martin Scorsese og fögnum við öllum fréttum að því að kvikmyndin The Irishman sé vonandi að detta í gang. Aðdáendur bíða í ofvæni að þessi mynd verði gerð og er áætlað að hún muni einnig skarta gömlum kempum á borð við […]

DiCaprio og forsetarnir

Leikarinn Leonardo DiCaprio og leikstjórinn Martin Scorsese eru sagðir vera að undirbúa kvikmynd um fyrrum Bandaríkjaforsetann, Theodore Roosevelt. Eftir að kvikmynd þeirra, The Wolf of Wall Street sló í gegn þá hafa þeir verið að stinga saman nefjum á ný. Þykir það engin furða í ljósi þeirra kvikmynda sem þeir hafa unnið saman við í […]

Scorsese á fáar myndir eftir

Martin Scorsese hefur gefið í skyn að hann eigi bara eftir að leikstýra nokkrum myndum til viðbótar áður en hann leggst í helgan stein. Scorsese tjáði sig um þetta á Marrakech-kvikmyndahátíðinni þar sem nýjasta myndin hans The Wolf Of Wall Street er sýnd. „Mig langar að gera helling af myndum en núna er ég orðinn […]

Scorsese klippti burt kynlífsatriðin

Leikstjórinn Martin Scorsese er sagður hafa klippt sum kynlífsatriðin út úr nýjustu mynd sinni og Leonardo DiCaprio, The Wolf Of Wall Street, til að tryggja sér R-stimpilinn í Bandaríkjunum. Bandaríska kvikmyndaeftirlitið hótaði að skella stimplinum NC-17 á myndina ef Scorsese vildi ekki klippa hana til, samkæmt The Hollywood Reporter. Þá hefði enginn yngri en sautján […]

Gangs of New York í sjónvarp

Miramax í samvinnu við Martin Scorsese hafa ákveðið að gera þáttaröð eftir kvikmyndinni Gangs of New York sem var gerð árið 2002 og var meðal annars tilnefnd til tíu Óskarsverðlauna. Þáttaröðin mun fjalla um fæðingu og baráttu stærstu gengja Bandaríkjanna á seinni hluta 19 aldar, ekki aðeins í New York, heldur líka í Chicago og […]

Sonur Jo Nesbo seldur

Warner Bros kvikmyndafyrirtækið vann kapphlaupið um kvikmyndaréttinn á skáldsögu norska rithöfundarins Jo Nesbo, The Son, eða Sonurinn, en ýmis kvikmyndaver höfðu áhuga á að eignast réttinn, að því er fram kemur á Deadline.com Bókin er ekki enn komin út, en verður gefin út árið 2014. Bókin fjallar um ungan mann sem er í fangelsi af […]

Heimildarmynd um Ebert framleidd af Scorsese

Ævisaga þekktasta gagnrýnanda okkar tíma, Roger Ebert, er í ótrúlega góðum höndum. Ekki einungis er Martin Scorsese að framleiða heimildarmynd byggða á ævisögu Ebert, heldur mun óskarsverðlaunaði handritshöfundurinn Steven Zaillan skrifa hana og vinna náið með leikstjóra myndarinnar, Steve James, sem færði okkur eina mögnuðustu heimildarmynd allra tíma, Hoop Dreams. Það var Ebert sjálfur sem […]

Endurlit: The Last Temptation of Christ

Pælið í því að Willem Dafoe hefur leikið illmenni svo oft (og skemmtilega) að margir gleyma að einu sinni lék hann ekki bara góða gæjann, heldur AÐAL góða gæjann, Jesús. Það sem kom mér mest á óvart við The Last Temptation of Christ var ekki leikur Dafoe, eða brillerandi leikstjórn Martin Scorsese, heldur var það stórgóði strúktúr myndarinnar og gloppulaus […]

Úlfur Wall Street lætur sjá sig

Það hringja ætíð fagnaðar bjöllur þegar að ný Scorsese-mynd fer í framleiðslu, en nú hljóma þær enn á ný í ljósi þess að í upphafi mánaðarins hófust tökur á fimmta samstarfsverkefni hans og Leonardo DiCaprio; The Wolf of Wall Street. Félagarnir eru staddir í Manhattan og nú hafa nokkrar ljósmyndir frá tökustað sloppið á netið, […]

85 myndir sem Scorsese heimtar að þú sjáir

Leikstjórinn Martin Scorsese var í fjögurra klukkustunda viðtali um daginn þar sem höfuðmarkmiðið var að finna út hvernig honum hefði tekist að halda myndunum sínum svona einstökum og kreatívum með þá pressu sem hann fær frá framleiðendum og bransanum sjálfum. Óhætt er að fullyrða að Scorsese sé einn besti leikstjóri okkar tíma, en nýjasta mynd […]

Scorsese tæklar Snjókarlinn

Enn er einhver tími í næstu mynd Martins Scorsese, Hugo, hér á landi, en kappinn hefur tilkynnt að hann muni taka það að sér að leikstýra mynd byggðri á skáldsögunni The Snowman; eftir Norðmanninn Jo Nesbø. Fyrst heyrðist að Scorsese myndi tækla bókina seint í oktbóber síðastliðnum og að Matthew Michael Carnahan, handritshöfundur hinnar væntanlegu […]

Cameron og Scorsese tala um Hugo – þrívídd

Leikstjórinn James Cameron settist niður með Martin Scorsese til að tala um nýjustu mynd þess síðarnefnda, Hugo. Myndin er fyrsta þrívíddarmynd Scorsese og hefur fengið góðar viðtökur þar sem hún hefur sést hingað til, en Cameron stjórnaði Q&A (spurt og svarað) forsýningu á myndinni á dögunum. Myndband með þeim köppum er einnig komið á netið, […]

Ný stikla: Hugo

Næsta mynd Martin Scorcese kemur út í Bandaríkjunum eftir mánuð, þó það verði ekki fyrr en eftir jól hér á klakanum, og lokastiklan fyrir myndina var að detta á netið. Myndin er að sjálfsögðu Hugo, fyrsta mynd meistarans í þrívídd, og sú fyrsta sem kalla má fjölskyldumynd. Myndin er byggð á bókinni The Invention of […]

Scorsese frumsýnir mynd um Harrison í október

Ný heimildamynd um gítarleikara bresku hljómsveitarinnar The Beatles, eða Bítlanna, verður frumsýnd í október á HBO sjónvarpsstöðinni bandarísku. Í myndinni er notast m.a. við fjölskyldumyndbönd, viðtöl og efni sem aldrei hefur sést áður opinberlega. Myndin er framleidd af Óskarsverðlaunaleikstjóranum Martin Scorsese og ekkju Harrisons, Oliviu. Myndin, sem heitir George Harrison: Living in the Material World, […]

Scorsese og DiCaprio saman á ný

Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio eru munu brátt leiða saman hesta sína í fimmta sinn, en þessir meistarar vinna nú að myndinni The Wolf of Wall Street. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Terry Winter, og fjallar hún um líf og störf Wall Street skúrksins Jordan Belfort. Belfort var stjarna á Wall Street og […]

Nolan fer úr Batman í Howard Hughes

Nú er komið á hreint hvað leikstjórinn Christopher Nolan mun taka sér fyrir hendi eftir að hann lýkur við þriðju og seinustu Batman myndina, The Dark Knight Rises. Fyrir mörgum árum stóð til að Nolan leikstýrði kvikmynd sem byggð yrði á lífi auðjöfursins og sérvitringsins Howard Hughes, en þegar ljóst varð The Aviator, sem einnig […]