Scorsese tæklar Snjókarlinn

Enn er einhver tími í næstu mynd Martins Scorsese, Hugo, hér á landi, en kappinn hefur tilkynnt að hann muni taka það að sér að leikstýra mynd byggðri á skáldsögunni The Snowman; eftir Norðmanninn Jo Nesbø. Fyrst heyrðist að Scorsese myndi tækla bókina seint í oktbóber síðastliðnum og að Matthew Michael Carnahan, handritshöfundur hinnar væntanlegu World War Z, myndi skrifa handritið. Nesbø sjálfur þurfti þó að sammþykkja, sem hann gerði í vikunni, og eru báðir aðilar eru nú staðfestir við Snjókarlinn; en bókin er sú sjöunda í seríunni um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole. Í bókinni rannsakar hann hvarf konu sem er sú nýjasta í röð óleystra mála, en það sem sameinar málin er dularfullur snjókarl og sú staðreynd að þau gerðust öll á fyrsta degi snjófalls.

Það er þó ekki víst að þetta verði næsta mynd Scorsese, því eftir Hugo er mjög líklegt að hann fari að vinna að myndinni Silence, byggð á samnefndri bók. Hún fjallar um tvo Jesúíta sem ferðast til Japan á 16. öld. Hann vildi upprunalega að sú mynd yrði hans næsta eftir hina ársgömlu Shutter Island og því verður hún líklegast næst á dagskrá. Eftir það snýr hann sér annaðhvort að Snjókarlinum eða Sinatra myndinni sem hefur verið í bígerð síðan árið 2009. Phil Alden Robinson er að skrifa handritið, en hver mun leika Sinatra sjálfan er ennþá í lausu lofti. Scorsese vill Leonardo DiCaprio, framleiðandinn vill Johnny Depp, á meðan ættingjar Sinatra vilja George Clooney.

Sama hverju hann snýr sér að næst, þá er dagskrá leikstjórans mikla stútfull af myndum sem lofa góðu.