Sonur Jo Nesbo seldur

Warner Bros kvikmyndafyrirtækið vann kapphlaupið um kvikmyndaréttinn á skáldsögu norska rithöfundarins Jo Nesbo, The Son, eða Sonurinn, en ýmis kvikmyndaver höfðu áhuga á að eignast réttinn, að því er fram kemur á Deadline.com

Bókin er ekki enn komin út, en verður gefin út árið 2014. Bókin fjallar um ungan mann sem er í fangelsi af því að hann tók á sig sök fyrir aðra. Spennan hefst fyrir alvöru þegar faðir unga mannsins, sem sagður er vera spillt lögga, fremur sjálfsmorð. Þegar sonurinn kemst að því að faðir hans var í raun réttri heiðarlegur maður sem var myrtur, þá flýr hann úr fangelsinu til að hefna fyrir drápið. Í leiðinni þá fer hann í að koma misgjörðunum sem hann játaði að hafa framið, í lag.  Nesbo sjálfur og Niclas Salomonsson verða framleiðendur myndarinnar.

Nesbo er best þekktur fyrir sakamálasögur sínar af rannsóknarlögreglumanninum Harry Hole, en sögur hans hafa komið út hér á Íslandi.  Á meðal skáldsagna um Hole er sagan The Snowman, en Working Title framleiðslufyrirtækið er með mynd eftir bókinni í vinnsu, og leikstjórinn Martin Scorsese og handritshöfundurinn Matthew Michael Carnahan eru þar innanborðs.