85 myndir sem Scorsese heimtar að þú sjáir

Leikstjórinn Martin Scorsese var í fjögurra klukkustunda viðtali um daginn þar sem höfuðmarkmiðið var að finna út hvernig honum hefði tekist að halda myndunum sínum svona einstökum og kreatívum með þá pressu sem hann fær frá framleiðendum og bransanum sjálfum. Óhætt er að fullyrða að Scorsese sé einn besti leikstjóri okkar tíma, en nýjasta mynd hans Hugo er tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna í ár.

Í viðtalinu nefndi hann hvorki meira né minna en 85 myndir sem hafa haft hvað mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Þetta eru myndir sem hann fullyrðir að sé skylda fyrir kvikmyndaáhugamenn að horfa á til þess að öðlast lágmarksþekkingu um kvikmyndir.

Listinn er afar áhugaverður og mjög fjölbreyttur, en hann inniheldur þekktar myndir eins og Born on The Fourth of July, Cape Fear, Citizen Kane ásamt öðrum minna þekktum eins og Faces og Gilda. Athygli vekur að engin mynd frá Stanley Kubrick er á listanum (skandall!).

Listann má sjá hér (aðgengilegri listi fyrir IMDB notendur er hér).

Hvað ert ÞÚ búinn að sjá margar myndir á listanum ?