Spacey verður Churchill

spaceyBandaríski leikarinn Kevin Spacey hefur farið á kostum í þáttaröðunum House of Cards og á að baki magnaðan feril í myndum á borð við Seven og American Beauty.

Samkvæmt nýjustu fréttum þá mun Spacey leika fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill. Myndin ber heitið Captain of the Gate og verður í framleiðslu Sierra og StudioCanal. Ben Kaplan, sem nýverið skrifaði sjónvarpsmynd um Ronald Reagan fyrir History Channel, er handritshöfundur myndarinnar. Leikstjóri myndarinnar hefur ekki verið staðfestur.

Winston Churchill er einn af þekktustu stjórnmálaleiðtogum Bretlands og er hann eini forsætisráðherra Bretlands sem fengið hefur Nóbelsverðlaunin auk þess að vera fyrstur til að vera gerður að heiðursborgara í Bandaríkjunum. Hann var í framvarðsveit breskra stjórnmála í fimmtíu ár og gengdi fjölmörgum embættumá þeim tíma. Á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld gengdi hann meðal annars embætti forseta Viðskiptanefndar, innanríkisráðherra og flotamálaráðherra í ríkistjórn Asquith.

Á þeim tíma sem Churchill gegndi herþjónustu barðist hann á Indlandi, í Súdan í síðara Búastríðinu. Hann öðlaðist frægð sem stríðsfréttaritari og rithöfundur. Fyrstu bækur hans fjölluðu um þátttöku hans í áðurnefndum herleiðöngrum. Auk þess gegndi hann um tíma herskyldu á vesturvígstöðvunum í fyrri heimstyrjöldinni sem yfirmaður herdeildar.