DeVito spilar Jumanji um næstu jól

Ráðning leikara í framhald ævintýra – gamanmyndarinnar Jumanji: Welcome to the Jungle, sem frumsýnd var árið 2017 og naut mikilla vinsælda, er nú að komast á góðan skrið. Variety kvikmyndaritið greinir frá því að enginn annar en Twins leikarinn Danny DeVito, sé nú orðinn hluti af leikhóp myndarinnar. Á dögunum var sömuleiðis greint frá því […]

Hart staðfestir Jumanji 2 – tökur hefjast í janúar

Grínistinn Kevin Hart hefur staðfest að framhald kvikmyndarinnar Jumanji: Welcome to the Jungle sé í vinnslu, og tökur muni hefjast eftir nokkra mánuði, nánar tiltekið í janúar 2019. Leikarinn, sem er 39 ára, sagðist verða á meðal leikenda í myndinni, en með honum í síðustu mynd léku þau Dwayne Johnson, Jack Black og Karen Gillan […]

Star Wars rauf 60 þúsund manna múrinn

Stjörnustríðsmyndin nýja, Star Wars: The Last Jedi, hefur rofið 60.000 manna múrinn í sýningum hér á Íslandi, en alls hafa 60.586 landsmenn séð myndina frá því að hún var frumsýnd þann 14. desember. Múrinn var rofinn á síðustu dögum því alls sáu 849 manns myndina yfir síðastliðna helgi. Myndin er í sjötta sæti listans yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum […]

Bangsi á toppnum

Framhaldsmyndin um breska bangsann Paddington er á toppi listans yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Alls sáu tæplega 4.700 landsmenn myndina yfir helgina og hafa um 7.000 manns séð myndina í kvikmyndahúsum hér á landi frá því að hún var frumsýnd þann 12. janúar. Bangsinn hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta bókin um hann […]

Jumanji tekur framúr Star Wars

Ævintýramyndin Jumanji: Welcome to the Jungle trónir á toppi listans yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum landsins. Myndin tekur þar með framúr Star Wars: The Last Jedi sem var sú aðsóknarmesta þrjár vikur í röð. Alls sáu rúmlega 3.500 landsmenn Dwayne Johnson og félaga yfir helgina og hafa um 18.600 manns séð myndina í kvikmyndahúsum hér á […]

Óvæntar vinsældir Jumanji

Ævintýramyndin Jumanji: Welcome to the Jungle smellti sér beint í annað sæti listans yfir aðsóknamestu kvikmyndirnar á Íslandi yfir síðustu helgi eftir að hún var frumsýnd þann 26. desember. Í Bandaríkjunum sáu fleiri myndina á nýársdag heldur en Star Wars: The Last Jedi og koma þessar vinsældir mörgum í opna skjöldu. Jumanji var spáð ágætis göngu […]